46" Ford Explorer

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

46" Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 06.apr 2015, 12:47

Jæja félagar nú fer að koma vor og spurning hvort ekki komi tími á nýtt verkefni fyrir næsta vetur

Staðalbúnaður

Ford Explorer XLT 1991
46" dekk Mickey Thompsonn
4.0l V6 EFI bensín
5 gíra beinskipting
BorgWarner 13-54 millikassi með handvirkri skiptingu
Dana 44 1979 framhásing með nóspinn læsingu
14 bolta Chevrolet afturhásing með GovLock læsingu
4.56:1 drifhlutföll


Aukabúnaður

GPS - VHF - 4 kastarar að framan - AC Loftdæla tengd á stóran vörubílaloftkút


Ástand

Nýtt í bremsum framan og aftan, ný bremsurör ÖLL nema smá hluti sem er meðfram grindarbita, sá hluti er líka í flottu lagi, ný höfuðdæla og ný hjálparaflsstrokkur úr Suburban sem notar stýrisdæluþrýsting, mjög öflugar bremsur

Ný stýrisdæla, Borgeson Saginaw úr Suburban, borað í stýrissnekkju og nýr stýristjakkur frá Landvélum á millibilsstöng

Nýtt framdrifhlutfall Precision Gear og nýjar legur og pakkdósir, nýjar hjólalegur að framan

Allar olíur og síur nýjar, allir hjöruliðskrossar nýjir í sköftum og öxlum

Ný kúpling, lega diskur og pressa og kúplingsdæla(þræll)

Allt nýtt sem við kemur fjöðrun að aftan, nýsmíðað í nóvember sl. 4 link og Landrover gormar extra langar stífur mjög skemmtileg torfærufjöðrun

Gólf ryðlaust, var háþrýsti og gufuþvegið og málað í nóvember sl. og vatnið perlar enn á málningunni, sílsar í toppstandi og sama má segja um hjólskálar, ótrúlegt alveg

Grind sömuleiðis ryðlaus og var máluð á sama tíma

Ný bensíndæla og ný rör ofaná bensíntank

Innrétting úr Eddie Bauer bíl, mjög snyrtileg, ljósbrúnt leður með loftpúðastólum hægt að stilla með rafmagni og lofti á alla vegu, fer vel um mann í ferðum





------ Svo er komið að því, það sem þarf að gera svo hægt sé að kalla bílinn full búinn



Klára brettakanta, loka fyrir hjá eldsneytisloki og slétta yfirborð og mála, í raun mætti mála allann bílinn ef vel ætti að vera en hann er svolítið töffaralegur svona mattur

Setja samsláttarpúða á fjöðrun framan og aftan, hann er ekki að slá saman nema í mjög miklum ójöfnum og ég hef ekki komið mér í að græja þetta atriði ennþá og hef farið nokkrar ferðir án vandræða

Framrúðan er brotin, farþegamegin en samt stór sprunga svo það þarf að skipta

Dekkin þarf að skera svo hægt sé að hleypa almennilega úr þeim, þau eru of stíf fyrir þetta léttan bíl eins og þau eru

Hér eru nokkrar myndir af bílnum í notkun

Image

Image

Image

Image

Image


Hér er svo slóð á albúm af smíðaferli bílsins https://www.facebook.com/media/set/?set ... 32991bd052




Bíllinn er í Hafnarfirði og hægt er að ná í mig bæði hér og í síma 8458799 utan vinnutíma

Ég er einna helst að leita að skiptum á 38" jeppum og skoða flest, bæði dýrara og ódýrara, en bíllinn selst einnig fyrir reiðufé og er hægt að semja um kaupverð ef að því kemur, en verðhugmynd til að setja einhver mörk eru kr 1.2m


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: 46" Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 12.apr 2015, 22:53

Þess má geta að bíllinn verður löggild Fornbifreið nk. áramót og því falla af honum bifreiðagjöld og tryggingar lækka talsvert

Einnig gleymdi ég að minnast á að í bílnum er nýr vatnskassi, nýr alternator, nýjar legur í reimahjólum og nýr reimar strekkjari
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: 46" Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 16.maí 2015, 09:50

verðið er miðað við skipti á öðrum bíl, ég slæ VERULEGA af því í staðgreiðslu og nú mega tilboðin rigna inn
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


odinningi
Innlegg: 11
Skráður: 26.aug 2015, 17:55
Fullt nafn: Óðinn ingi

Re: 46" Ford Explorer

Postfrá odinningi » 04.sep 2015, 22:13

Er hann enn til sölu?

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: 46" Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 04.sep 2015, 22:16

neibb og þu ert ekki fyrstur að spyrja eftir að ég hætti við... ;)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


odinningi
Innlegg: 11
Skráður: 26.aug 2015, 17:55
Fullt nafn: Óðinn ingi

Re: 46" Ford Explorer

Postfrá odinningi » 04.sep 2015, 23:09

Okei :-)


odinningi
Innlegg: 11
Skráður: 26.aug 2015, 17:55
Fullt nafn: Óðinn ingi

Re: 46" Ford Explorer

Postfrá odinningi » 04.sep 2015, 23:10

Svakalega flottur hjá þér

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: 46" Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 04.sep 2015, 23:24

já takk er buinn að vera að uppfæra smíðaþráðinn hann er undir 'jeppinn minn'...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Jeppar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 34 gestir