Bíllinn er á fínum 33" dekkjum.
Ekinn 364 þús. km. Það er nýbúið að setja ný hedd með því sem því fylgir og bíllinn
einungis ekinn örfáa þúsund km. eftir þá aðgerð.
Boddý er farið að láta á sjá, vinstri hlið bílsins er í þokkalegu standi en hún var ryðbætt fyrir nokkrum árum en hægri hliðin er eitthvað verri.
Bíllinn hefur ekki verið á númerum síðan veturinn 2010-2011 en hann fékk endurskoðun sumarið 2010 (sjá mynd)
Innréttingin er í toppstandi og bíllinn vel með farinn að innan.
Þetta er flottur bíll til þess að setja 38" undir, mesta ryðið er að finna í brettunum sem myndi klippast í burtu við þá breytingu. Síðan er ryð í hægri sílsinum og hægra afturhorni. Annað ryð er yfirborðsryð.
Ég óska eftir tilboðum í bílinn og svara fyrirspurnum í síma 820-0893 en svara ekki sms-um.
Ábyrgist ekki að ég nái að fylgjast með þessum þræði eða einkaskilaboðunum reglulega en fólki er frjálst að láta á það reyna en símtal er öruggast.
Þar sem myndir segja meira en þúsund orð koma hérna nokkrar myndir svo fólk geti frekar glöggvað sig á kagganum.



Vinstra frambretti

Vinstra afturbretti

Vinstri síls og neðri hluti afturhurðar

Hægra afturhornið


Hægri sílsinn







Kv. Eiríkur Örn