Til sölu þessi trukkur. Chevrolet Suburban 1979.
Vél - 350 Chevrolet með fjögurra hólfa Rochester blöndung.
Skifting - Fjögurra gíra beinskiftur (L, 1, 2, 3, L gírinn ósyncroniseraður = alvöru kassi).
Bremsur - Diskar að framan, skálar að aftan.
Skráður 9 manna. Aftasti bekkurinn er ekki í bílnum en hann fylgir með.
Er upphækkaður um tvær tommur; kubbar undir fjöðrum, var eitt sinn á 35" og White Spoke felgum.
*14 bolta (líklega svipað og DANA 60) hásing að aftan
*10 bolta (líklega svipað og DANA 44) hásing að framan (*boltar vs DANA upplýsingar frá Wikipedia)
Mótor var gerður upp árið 2010, allt er til um þá viðgerð.
Akstur á mótor eftir uppgerð er um 1000 km.
Hefur skoðun út maí 2015 og er fornbílaskráður. Tryggingar um 28.000 á ári en færu niður undir 20.000 á ári ef farþegafjöldaskráningu væri breytt í 5 manns (1+4 = bílstjóri + farþegar).
Bíllinn er dálítið ryðgaður, sérstaklega neðsti hluti á bodýi s.s. hurðum og brettum. Hann er ekki í 100% lagi og selst eins og hann er, þegar hann selst.
Það er brotið vinstra framljós (samloka), ljós að aftan eru í einhverju óstuði; bremsuljós virkar öðrumegin og parkljós virkar hinumegin.
Stefnuljósastöng fylgir með en ég varð að rífa allt frá í stýrishulsunni til að geta svissað á hann og startað. Á eftir að setja saman.
En þetta eru euðvitað smámunir.
Þessi bíll hefur þjónað eiganda sínum ákaflega vel og er verðugur til uppgerðar.
Hann er staðsettur á Reyðarfirði.
Ég skoða skifti en vil samt allra helst beina sölu.
Verð, já það er eitthvað sem ég var ekki búinn að hugsa alveg til enda. Fyrir tveimur árum kom boð upp á 500.000.
Ég var bara ekki tilbúinn að selja hann þá.
Endilega bjóðið, ef áhugi er fyrir hendi.
T.S. Chevrolet Suburban 1979 350
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 5
- Skráður: 06.sep 2013, 16:51
- Fullt nafn: Páll Sigurður Björnsson
- Bíltegund: Chevrolet Suburban
- Staðsetning: Reyðarfjörður
T.S. Chevrolet Suburban 1979 350
Síðast fært upp af pallibj þann 04.feb 2015, 23:03.
Kveðja frá Reyðarfirði
Páll Sigurður Björnsson
Chevrolet Suburban 1979
Páll Sigurður Björnsson
Chevrolet Suburban 1979
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur