TS: Land Cruiser 70 35" 2001
Posted: 29.des 2014, 21:44
Er með 2001 árgerð af Toyota Land Cruiser 70 týpunni til sölu. Bíllinn er vel farinn, en þó með smávægilegt yfirborðsryð. Grindin er í mjög góðu ástandi. Hann er á lítið notuðum, negldum vetrardekkjum. Á bílnum er tengi fyrir rafmagnsspil að framan og aftan, auk þess að vera með driflæsingar að framan og aftan. Bíllinn er keyrður 301 þús km.
Bíllinn er skráður 8 manna og var áður notaður í ferðaþjónustu með bekkjum langsum afturí.
Bíllinn hefur verið í góðu viðhaldi og meðal þess sem nýbúið er að yfirfara og skipta um:
nýr geislaspilari og hátalari
Hjöruliðskrossa í sköftum,
hjólalegur að framan,
tímareim,
vatnsdælu og frostlög,
olíu og síur,
loftsíu,
Verðhugmynd: 2.300.000 kr
Upplýsingar gefur Erlingur í síma: 858-9844