Síða 1 af 1

(seldur) TS Patrol 1996 6.5 TD 46" breyttur með öllu (seldur

Posted: 20.des 2014, 23:25
frá atte
patrol.jpg
patrol.jpg (136.41 KiB) Viewed 2404 times
Til sölu Nissan Patrol árg 1996 46” fullbreyttur jeppi

Er með Patrol til sölu en hann er 46” breyttur og hér kemur
Listi yfir það helsta í jeppanum.

Árg 1996 með 6.5 GM Turbo Diesel motor sem er líka árg 96
Og er ekinn um 150 þús km (nýjir spíssar).
Vélatölvan var send út til USA í endurforritun og á mótorinn að skila ca 250 Hö og ca 600nm í togi.
Það er nýr 4 raða vatnskassi í honum
Aftan á mótornum er svo 4L80e sjálfskipting sem er líka ekin um 150 þús km og lógír smíðaður úr NP 241 kassa ásamt Patrol millikassa.
Loftlæsing framan og original læsing aftan.
Framhásing var keypt ný árið 2006 þegar bílnum er breytt og árið 2009 er henna breytt fyrir Ægisdótið allt saman (td sverari legur)
Einnig er búið að styrkja framhásingu með krómstáli á endum.
Settur var öflugur stýristjakkur aftan við framhásingu og soðin hlíf á hásingu til að verja tjakkinn og svo eru einnig tveir stýrisdemparar.
Það eru tveir aukatankar ásamt dælum 60 lítrar hvor, tankapláss er þá orðið 210 lítrar í heildina.
Það eru gormar að framan og 1600kg Firestone loftpúðar að aftan sem stjórnað er innan úr bíl.
Loftkerfið í jeppanum er knúið af öflugri ac dælu og er í honum ca 20 lítra loftkútur (mælar inn í bíl)
Utan á bílnum eru 2x75W nýir kastarar að framan ásamt vinnuljósum að aftan og á hliðum.
Kastaragrind nýsprautuð.
Jeppinn var heilsprautaður árið 2013 og er lakkið sem nýtt.
Felgur eru nýsprautaðar og dekk eru ca hálfslitin og ófúin.
Ný stigbretti ásamt nýjum ljósum í þau.
Það er nýtt VHF loftnet og MJÖG öflug vhf talstöð með öllum mögulegum rásum í minni.
Það fylgir honum Garmin 3006 Gps mjög flott tæki með haug af leiðum í minni.

Þessi öflugi jeppi er tilbúinn á fjöll og ætti drifgetan ekki
Að skemma fyrir.

Ásett verð er 2.690 þús og best væri að selja í beinni sölu
En þar sem maður þykist vera raunsær að þá eru öll skipti skoðuð.

Nánari uppl í atte@simnet.is og 8954620







Myndir og umfjöllun í hlekk
viewtopic.php?f=9&t=27869

Re: TS Patrol 1996 6.5 TD 46" breyttur með öllu

Posted: 24.des 2014, 11:11
frá jeepson
Ertu að fokking grínast?

Re: TS Patrol 1996 6.5 TD 46" breyttur með öllu

Posted: 24.des 2014, 15:14
frá andrib85
Flottur bíll hjá þér og gott verð