International Harvester Scout II 44"


Höfundur þráðar
nomis97
Innlegg: 33
Skráður: 06.júl 2010, 01:46
Fullt nafn: Símon Sigurðsson

International Harvester Scout II 44"

Postfrá nomis97 » 10.des 2014, 08:24

Vegna lítillar notkunar ætla ég að prófa að bjóða þennan eðalbíl til sölu

Image

Tegund: International Harvester SCOUT II
Árgerð: 1973
Mótor: 318 Mopar með 340 Heddum
Kassi: 4 gíra NP trukkakassi
Millikassi: Toyota Land Cruiser 70
Milligír: Ekki viss með tegund
Hásingar: Toyota Land Cruiser 70 að framan og aftan með læsingum
Læsingar: Orginal Toyota Land Cruiser 70 að framan og aftan
Fjöðrun: Loftpúðar allan hringinn (800 kg.), 4 Link að aftan og LC80 stífur að framan, Mercedes Benz samsláttarpúðar framan og aftan. Demparar frá BSA
Tankar: Tveir bensíntankar, c.a. 250 lítrar
Aukaljós: Nýjir XENON kastarar að framan og Halogen kastarar á topp. Fjarstýrt leitarljós á topp
Dekk: Mjög góð Dick Cepek 44" negld. Nánast óslitin.
Felgur: Beadlock Felgur
Annað: Sérsmíðuð álstigbretti og framstuðari

Image

Aukabúnaður:

GPS tæki
Bensínmiðstöð
Drullutjakkur
Öflug loftdæla, Air Condition
Hægt að renna öllum drullusokkum af á einfaldan hátt
Útvarp og geislaspilari
Og fleira........

Image

Ástand:

Bíllinn er í mjög góðu ástandi. Selst skoðaður og klár á fjöll. Styttur Scout Traveller plast toppur og veltibúr. Tiltölulega nýlega uppgerður trukkur frá A-Ö og er 100% ryðlaus. Mér skilst að þessi hafi verið í uppgerð í ansi mörg ár af þeim Steina Sím og Ragnari Kristins. Það eru engin teppi eða klæðningar að innan, mjög jákvætt upp á að sjá hversu góðu standi boddíið er. Bíllinn var tekinn í gegn fyrir og eftir að hafa verið lánaður í Top Gear USA í fyrra. Það var reikningur upp á nálægt milljón, nýjir kastarar, spiltengingar, nýtt pústkerfi, uppgerð afturhásing og almenn skvering. Það geta fylgt með honum svört leðursæti afturí úr 2013 Toyota Land Cruiser 200 (öftustu sætin. Pælingin var að setja þau afturí og geta vippað þeim upp eftir þörfum eins og gert er í orginal LC200). Bíllinn hefur verið notaður í eina til tvær ferðir á ári síðustu ár og staðið inni þess á milli. Þessi á skilið að vera notaður meira og hef ég því ákveðið að bjóða hann til sölu vegna tímaskorts. Þetta er alvöru trukkur sem mér hefur ekki enn tekist að festa. Ótrúlegt hvað hann fer mikið og ló gírinn virkar vel.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Verð: Ásett verð er 1.890 þús. Skoða skipti á ódýri, helst einhverju seljanlegu.

Uppl: Ef þú hefur áhuga, þá endilega sendu á okkur línu á nomis97@gmail.com eða hergud@gmail.com

Takk fyrir innlitið :)




gráni
Innlegg: 143
Skráður: 14.okt 2013, 22:36
Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
Bíltegund: ford

Re: International Harvester Scout II 44"

Postfrá gráni » 06.jan 2015, 15:38

Sælir, ert þú með gsm verð í bænum á morgun föstudag, langar að skoða bílinn


Höfundur þráðar
nomis97
Innlegg: 33
Skráður: 06.júl 2010, 01:46
Fullt nafn: Símon Sigurðsson

Re: International Harvester Scout II 44"

Postfrá nomis97 » 03.feb 2015, 14:26

Takk fyrir áhugann,

Seldur, má eyða


gráni
Innlegg: 143
Skráður: 14.okt 2013, 22:36
Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
Bíltegund: ford

Re: International Harvester Scout II 44"

Postfrá gráni » 06.feb 2015, 07:13

ekkert að þakka sauðurinn þinn


Til baka á “Jeppar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir