Síða 1 af 1

Langar þig í kraftlausan eyðsluhák?

Posted: 19.nóv 2014, 20:41
frá Guðmundur Ingvar
Já, þá er þetta eintakið fyrir þig!

En mér semsagt datt í hug að selja jeppan, amk ef einhver er tilbúin að kaup'ann fyrir upphæð sem báðir sætta sig við.
Um ræðir:
Jeep Grand cherokee, limited.
árgerð 1996
keyrður um 150.000 mílur minnir mig.
4ltr sjálfskiptur, með millikassa sem bíður uppá; afturdrif, sídrif, 4x4 og lágt drif
bíllin í heild er þokkalegur, einstaklega fallegur úr fjarska og gríðarlega aflmikill miðað við gömlu hestvagnana.
ljós leðurinnrétting sem er bara í góðu ásigkomulagi, báðum framsætum er stjórnað með rafmagni.
rafmagns rúður frammí og afturí
fjarstýrðar samlæsingar, og panic takki á fjarstíringu, einstaklega hentugt í góða hrekki á gömlu fólki.
Ný olía og sía á mótor. auk þess sem olían á skiptingunni er ekin ca 5000 km.

Ef þig grunar að þú sért að verða verkefnalaus, þá er þetta sko bíllin, því það er nú eitt og annað sem betur mætti fara.
T.d
tölvan er alltaf að væla um einhvern "coolant sensor bad" (sem ég giska á að þíði að kælivatns-skynjari sé orðin lélegu) en þetta hefur nú verið svona frá því ég eignaðist bílinn og aldrei vesen.
klukkan núllar sig reglulega, virðist gerast í starti hef ekki skoðað það nákvæmlega.
miðjubeltið afturí er doppótt (af myglu bíst ég við, ekki myglulikt af því samt einsog brauðinu inní skáp)
baksýnisspegillin vinstramegin er brotin (sloppið í skoðun samt bara sprunga sem skiptir honum í tvent)
þegar bíllin var nýr var hægt að opna rúðuna í afturhleranum... ekki veit ég hversu langt er síðan það hætti að virka.
búið er að lykla "Halló" í húddið á bílnum. sem er bara viðkunnulegt þegar maður kemur út á morgnana.
Það er búið að eyðileggja aircondition kerfið, en dælan er enn í húddinu.

Og sjálfsagt er eitthvað meira.
t.d hjöruliðs kross út við hjól vinstramegin og pumpurnar á afturhleranum. en þetta tvent á ég uppí hillu og fynn vonandi tíma um helgina til að koma þessu í bílinn.

mér datt í hug að selja bílinn á ca hálfslitnum heilsársdekkjum á svartmáluðum felgum (af sjálfum mér, og vil ég taka það framm strax að ég er ekki sprautari) en fyrir mann einsog mig sem þrífur ekki bílana sína þá skipti það engu máli.
En á myndonum er hann á glæ nýjum nagladekkjum, sem er samnings atriði hvort hann fari á þeim eða ekki.

Ef hann selst það er að segja. því ég er ekki óvanur því að snar hætta við alltíeinu, þegar ég fer í fílu þegar ég kemst að því að bíllinn minn er einskis virði!
Þannig verðhugmind er tilboð, ég skoða skipti og þá helst á einhverju sem eyðir aðeins minna.

annars er það bara að senda á mig línu fyrir nánari upplýsingar,
Ég myndi setja inn símanúmer ef það væri gemsa samband heima hjá mér en svo er ekki, og ekki nenni ég að hlusta á talhólfið.

kv
Guðmundur Ásgeirsson
Image
Image
Image
Image
Image

Re: Langar þig í kraftlausan eyðsluhák?

Posted: 21.nóv 2014, 08:11
frá Guðmundur Ingvar
À ég að trúa því að þetta tæki heilli engan?

Re: Langar þig í kraftlausan eyðsluhák?

Posted: 24.nóv 2014, 23:46
frá thorjon
Ef ég væri ekki með fetish fyrir Patrolnum mínum þá myndi ég klárlega kaupa gripinn BARA útaf sérlega yndislegri söluræðu ;)

Re: Langar þig í kraftlausan eyðsluhák?

Posted: 25.nóv 2014, 01:22
frá biturk
Má ekki bjóða þér chevy 4.3 mótor í staðinn og cruiser 60 varahluti

Re: Langar þig í kraftlausan eyðsluhák?

Posted: 26.nóv 2014, 22:55
frá gunnarb
Guðmundur Ingvar wrote:Já, þá er þetta eintakið fyrir þig!

En mér semsagt datt í hug að selja jeppan, amk ef einhver er tilbúin að kaup'ann fyrir upphæð sem báðir sætta sig við.
Um ræðir:
Jeep Grand cherokee, limited.
árgerð 1996
keyrður um 150.000 mílur minnir mig.
4ltr sjálfskiptur, með millikassa sem bíður uppá; afturdrif, sídrif, 4x4 og lágt drif
bíllin í heild er þokkalegur, einstaklega fallegur úr fjarska og gríðarlega aflmikill miðað við gömlu hestvagnana.
ljós leðurinnrétting sem er bara í góðu ásigkomulagi, báðum framsætum er stjórnað með rafmagni.
rafmagns rúður frammí og afturí
fjarstýrðar samlæsingar, og panic takki á fjarstíringu, einstaklega hentugt í góða hrekki á gömlu fólki.
Ný olía og sía á mótor. auk þess sem olían á skiptingunni er ekin ca 5000 km.

Ef þig grunar að þú sért að verða verkefnalaus, þá er þetta sko bíllin, því það er nú eitt og annað sem betur mætti fara.
T.d
tölvan er alltaf að væla um einhvern "coolant sensor bad" (sem ég giska á að þíði að kælivatns-skynjari sé orðin lélegu) en þetta hefur nú verið svona frá því ég eignaðist bílinn og aldrei vesen.
klukkan núllar sig reglulega, virðist gerast í starti hef ekki skoðað það nákvæmlega.
miðjubeltið afturí er doppótt (af myglu bíst ég við, ekki myglulikt af því samt einsog brauðinu inní skáp)
baksýnisspegillin vinstramegin er brotin (sloppið í skoðun samt bara sprunga sem skiptir honum í tvent)
þegar bíllin var nýr var hægt að opna rúðuna í afturhleranum... ekki veit ég hversu langt er síðan það hætti að virka.
búið er að lykla "Halló" í húddið á bílnum. sem er bara viðkunnulegt þegar maður kemur út á morgnana.
Það er búið að eyðileggja aircondition kerfið, en dælan er enn í húddinu.

Og sjálfsagt er eitthvað meira.
t.d hjöruliðs kross út við hjól vinstramegin og pumpurnar á afturhleranum. en þetta tvent á ég uppí hillu og fynn vonandi tíma um helgina til að koma þessu í bílinn.

mér datt í hug að selja bílinn á ca hálfslitnum heilsársdekkjum á svartmáluðum felgum (af sjálfum mér, og vil ég taka það framm strax að ég er ekki sprautari) en fyrir mann einsog mig sem þrífur ekki bílana sína þá skipti það engu máli.
En á myndonum er hann á glæ nýjum nagladekkjum, sem er samnings atriði hvort hann fari á þeim eða ekki.

Ef hann selst það er að segja. því ég er ekki óvanur því að snar hætta við alltíeinu, þegar ég fer í fílu þegar ég kemst að því að bíllinn minn er einskis virði!
Þannig verðhugmind er tilboð, ég skoða skipti og þá helst á einhverju sem eyðir aðeins minna.

annars er það bara að senda á mig línu fyrir nánari upplýsingar,
Ég myndi setja inn símanúmer ef það væri gemsa samband heima hjá mér en svo er ekki, og ekki nenni ég að hlusta á talhólfið.

kv
Guðmundur Ásgeirsson
Image
Image
Image
Image
Image



Ef þú þarft að bíða lengi eftir að selja bílinn legg ég til að þú skiptir um skynjarann. Það er lítið mál og hann kostar ekki marga þúsundkalla. Ef hann er bilaður (eins og þú segir) heldur tölvan að það sé 40 stiga frost og hefur blönduna miklu ríkari (eins og innsogið sé á). Það útskýrir sennilega eyðsluna þyki þér hún óhófleg :-)

Re: Langar þig í kraftlausan eyðsluhák?

Posted: 03.des 2014, 18:28
frá Guðmundur Ingvar
Jæja afsakaði að ég hef ekki svaraðað,
En chevrolet mótorinn og varahlutirnir heilla því miður ekki (auðvitað heilla þeir en ég kemst ekki á milli staða á þeim án þess að dunda aðeins og ég hef ekki tíma til þess einsog stendur)

En líklega skipti ég þá um þennan skinjara, Enda svosem stóð ekki annað til hjá mér a meðan ég á bílinn að reyna að fækka þeim atriðum sem hægt er að setja útá, en miðað við þessi orð þá fer þessi skinjari efst á listann, Afþví cherokee er að eiða svipað ef ekki meira og 5,2 durango hjá pabba, og ekki að ég vilji rakka 4ltr sleggjuna eitthvað niður en 318 er langt um skemmtilegri hvað varðar vinnslu.

Re: Langar þig í kraftlausan eyðsluhák?

Posted: 07.des 2014, 12:36
frá Kiddi
Googlaðu þetta með skynjarann. Það getur verið að það sé farin lóðning í röflskjánum þarna framan við gírstöngina. Mér skilst líka að þessi tiltekni skynjari geri ekkert annað en að skynja hæðina á frosleginum í forðabúrinu. Annars myndi ég hugsa mig vel um fyrir sölu. Maður selur jú ekki vini sína. Þessir bílar eru miklir vinir með góða og fallega sál og ég er ansi hræddur um að þú myndir gráta þig í svefn það sem eftir er af þessu lífi. Nema þá að þú seljir til þess að fá þér annan indjánahöfðingja með stærri vél, það má.

Re: Langar þig í kraftlausan eyðsluhák?

Posted: 07.des 2014, 14:45
frá chris92026
how mutch you want for it
send pictures to 8945407

Re: Langar þig í kraftlausan eyðsluhák?

Posted: 09.des 2014, 12:52
frá Guðmundur Ingvar
afhverju eru myndirnar hættar að sjást?
Eða er það bara tölvan mín sem er klikkuð?

Re: Langar þig í kraftlausan eyðsluhák?

Posted: 13.des 2014, 15:20
frá Guðmundur Ingvar
Image
Image
Image
Image
Image

Re: Langar þig í kraftlausan eyðsluhák?

Posted: 16.des 2014, 22:46
frá Hjallinn
Sæll, hvaða verðhugmynd ertu með á þessum eðalfák ?

Re: Langar þig í kraftlausan eyðsluhák?

Posted: 26.des 2014, 20:59
frá Guðmundur Ingvar
Afsakaðu mjög seint svar, læt hann à 300.000 á heilsársdekkjonum