Síða 1 af 1

Til sölu Jeep Grand Cherokee Limited 4,7 V8 árgerð

Posted: 21.nóv 2014, 09:13
frá thordurs
Til sölu Jeep Grand Cherokee Limited 4,7 V8 árgerð 1999. Með öllum þessum limited búnaði ss leðursæti, rafmagn í öllu, hiti í sætum, topplúga, sjálfvirk miðstöð, Infiniti Gold hljómtæki með 10 diska magasíni...

Fór í gegnum skoðun á þessu ári, en það þarf að ditta að honum til að gera hann flottan. Skoðunar maðurinn benti mér t.d. á að það borgi sig að fara í sílsana á honum fyrir næstu skoðun, þeir eru töluvert ryðgaðir og borgar sig líklega að skipta þeim alveg út.
Það sér aðeins á boddýinu, komið ryð í bretti að framan, þetta venjulega grjótkast á húddi og svo eru tveir blettir á skottlokinu.
Vélin er í fínu standi og hefur fengið gott viðhald, alltaf smurður reglulega o.s.frv. (Bíljöfur hefur séð um allar stærri viðgerðir í minni tíð og ég á örugglega flesta reikningana).
Hann er eitthvað örlítið hækkaður minnir að það séu 2" kubbar eða eitthvað slíkt.
Ég ætlaði að ditta að honum sjálfur og var byrjaður að fjarlægja ryð af brettum en hef bara ekki tíma í þetta þannig að ég ákvað að selja hann.
Hann situr inni í skúr hjá mér og bíður eftir nýjum eiganda, ég tók hann af númerum þar sem ég er ekki að nota hann í augnabl.
Skoða öll tilboð, jafnvel skipti á einhverju sniðugu en verðhugmynd er eitthvað í kringum 200 þúsund.

Þarna eru gamlar myndir af honum:
https://bland.is/classified/entry.aspx? ... Id=2539813
Á engar nýlegar myndir af honum en get skotist út í skúr og tekið myndir ef einhver óskar þess.

Getið sent mér skilaboð á thordur.sturluson@gmail.com

Kveðja Þórður