33" feroza til sölu
Posted: 13.sep 2014, 11:30
Daihatsu feroza
1996 model
Rauð, græn, grá
skoðuð 15
lekur engum olíum eða vatni, ný hedd pakkning keirð innan við 1500 km og blokk keirð rétt undir 200 þúsund, nýjar ventlafóðringar, ný slípaðir ventlar, ný pakkdós afturúr mótor, lítið keirð vatnsdæla og tímareim, ný stillt
það er í henni dvd flip up spilari sem getur fylgt með en talstöð og loftnet fylgir ekki, né heldur skóflan eða drullutjakkurinn, ég á brúsa í festinguna sem getur hins vegar fylgt með ef menn vilja
prófíl beisli framan og aftan og getur einn króku fylgt með
setti í hana kraftmagnara og hátalara frammí hurðar og afturí, það er munaðar sem kom ekki orginal, einnig hljóðeinangraði ég afturbrettin og afturhjólskálar, framhurðar og smá dúttl
bláar led perur í mælaborði og öllum mælum að innan
sæti og innrétting úr delux týpunni af þessum bílum og með geimsluboxum hliðiná afturbekk, hann er tvískiptur í þessum bíl sem er mikill kostur að geta lagt bara niður annan helmingin
teppin í bílnum er mjög góð og sætin líka, innrétting í heild sinni lýtur mjög vel út
samlæsingar eru komnar í fram hurðir með fjartstýringu, fylgja tvær fjarstýringnar með
tveir gulir kastarar að framan geta fylgt með ef menn hafa áhuga en þeir eru ekkert rosalega magnaðar en gera fína hluti í snjóblindu
setti eldra lúkkið af framenda á bílinn með kössóttu ljósunum
bíllinn er ekki breitingarskoðaður en honum vantar bara vottorðin og slökkvitæki til þess að það sé hægt að framkvæma, það eru ásöðnir brettakanntar á honum og setti gúmmílista á þá svo skoðunarmennirnir væru hamingjusamir, bíllinn er ekkert hækkaður eða skrúfaður á klöfum, ég skar eingöngu úr honum og það er svona eiginlega komið í endastöð, ef menn vilja setja stærra undir verður að hækka á body eða gera aðrar ráðstafanir
ég er búinn að ryðbæta bílinn alveg helling en þó er ennþá ryð í innanverðum sílsum, eitt lítið gat við lappir á bílstjóra, innan verðri grind við bensínstankinn (að aftan í bílnum) og ryð að myndast í kringum framrúðu
ég fer í kvöld eða morgun að skipta um bensíntank til að fá mælirinn í lag og þá geri ég ráð fyrir að ég lappi uppá grindina og ýmislegt smálegt, ég get ryðbætt bílinn fyrir komandi eiganda fyrir rétt verð, einnig er ryð komið þar sem plastið á afturhurðinni festist sem heldur númeraplötunni en það ætlaði ég að taka ef ég myndi mála hann sem er búið að vera á dagskrá í svona ár en ekki komist í verk því mér fynnst það ekki gaman :)
ég skipti um allt rafkerfi í bílnum fyrir 2 mánuðum síðan útaf veseni og ég fékk rafkerfi sem er eitt það heilasta sem ég hef séðí ferozu og því eru flest öll tengi óspannskrænd og það eitt er stórmerkilegt í ferozu :)
einnig setti ég eldri og betri týpu af innspýtingu í hana, hún er með vaccum stýrðri kveikju en ekki rafmagns og þess vegna er hægt að fá kveikjulok og aðra varahluti í hana, ég held að ég eigi meira að segja nýtt kveikjulok í hana uppí hillu
flestar pakkningar í mótor eru mjög nýlegar að ofan og allt á að vera í fínu standi nema stundum tekur hún uppá smá rokki í hægagangi og gengur hraðar en það gerist sjaldan og virðist ekki gera neitt af sér nema leiðindi að hlusta á hann rokka frá 1100 í 1600 snúninga
skipti um hjólalegu vm að aftan í byrjun sumars og hægra megin að aftan í vetur svo þær eru nýjar með nýjum pakkdósum, nánast ónotaðir mótorpúðar eru í bílnum líka eftir að ég sleit hina í jeppaferð um páskana
mætti alveg við málningu og það er hægt að skoða að gera það með ryðbætingu fyrir rétt verð en annars er það ekkert sem er eitthvað rosalegt issue, þetta er sosem bara feroza en bíll sem á mikið eftir ef hann fær smá yfirhalningu sem kostar ekki rosalega peninga fyrir þann sem getur gert það sjálfur
bíllinn er ekkert á neitt rosalega munstursmiklum dekkjum en hann er á 12" breiðum felgum og ég á aðrar 12" sem geta fylgt með ef menn vilja, ég ætlaði samt að láta hann duga í vetur á þessum dekkjum og þau eru alveg ófúin og vel skorin til að auka grip
í heildina er þetta fínasti bíll sem mætti við smá klappi en ég nota hann í daglegum akstri og hann var ekkert að fara í vetur heldur en 36" og 38" hiluxar ef færið var ekki mjög þungt
ég set á hann 300 þúsund sem viðmiðum en ég skoða öll tilboð, ég er háður því að geta ekki selt hann fyrr en ég hef sjálfur annan bíl og þess vegna leita ég helst að skiptum og set eftirfarandi skylirði
ég þarf breittan jeppa, ég er að leitast eftir hilux dc, ford explorer, jeep cherokee eða álíka, langar ekki í patrol, trooper eða aðra mjög þunga bíla og er ekkert frekar spenntari eftir stærri dekkjum en 36" og þess vegna er ég ekki að leita að þungum bíl
ég hef engann áhuga á dísel bílum nema kannski 2.9 musso í góðu standi og breittum, ég er að leitast við að stækka við mig í bíla málum
í raun langar mig að eiga rósu en hún er bara of lítil fyrir fjölskylduna og þess vegna neiðist ég til að fara í aðrar pælingar
það fylgir bílnum GRÍÐARLEGT magn af varahlutum, nokkur hedd, hjólabúnaður 2 auka gírkassar og millikassar og fullt fullt fullt af hlutum og í raun á ekki að þurfa að kaupa nýja varahluti í bílinn í talsverðann tíma nema afturlegur jafnvel, annað á að vera til
ég gæti verið að gleima einhverju í sambandi við bílinn og um að gera að spyrja ef menn hafa einhverjar spurningar, þið getið náð í mig í síma 8484414 eða hjérna á spjallinu ég er á akureyri með bílinn og er til að skoða öll tilboð með bílaskipti en tek það aftur fram að ég vil jeppa í skiptum því ég get ekki huxað mér vetur aftur án jeppaferða :)