Síða 1 af 1

Daihatsu Rocky 38" tdi "Toyhatsu"

Posted: 07.sep 2014, 18:52
frá Haffi
Uppfært 6.4.2015

Ætla að leyfa þessum að hanga hérna

Body og grind: Daihatsu Rocky 1990 árg
Mótor, gír- og millikassi er úr Toyotu LC40 3,4L dísel sem búið er að setja turbínu við. Skilar rugl afli.
Framhásing er úr Toyota Hilux með gormum og stífum úr Range Rover og stillanlegum Rancho 9000 dempurum. 4:88 hlutfall. Loftlás fylgir með.
Afturhásing er úr 60 cruiser, gormar og Rancho 9000 demparar, 4:88 hlutfall og ARB loftlás.

Bíllinn lítur almennt vel út, var allur tekinn í gegn fyrir nokkrum árum, grind pússuð upp og máluð og bíllinn sprautaður í þessum gullfallega appelsínugula lit. Allt kram er í góðu standi.

Bíllinn er 25 ára og því laus við bifreiðagjöld og svo ætti að vera hægt að fá góðan prís á tryggingar!

- Briddebilt stuðarar að framan og aftan með drullutjakkaugum og prófílbeislum.
- 100 lítra olíutankur
- 38“ gumbo monster, tæplega hálf slitin og þar af er eitt dekkið nýlegra. Þau eru svo á 14“ breiðum 60 cruiser felgum.
- Aukamælar: boostmælir, olíuþrýstingsmælir, afgasmælir, voltmælir og vatnshitamælir

- Nýjir stýrisendar í millibilsstöng
- Nýjar hjólalegur h/m framan
- Nýtt í bremsum að aftan, nýlegt að framan
- Allt klárt fyrir framlásinn, þarf bara að leggja slönguna og setja lásinn í.
- 2 Hellakastarar að framan með xenon
- 2 Hellakastarar á toppnum
- 2 LED vinnuljós á hlið og 2 að aftan, mjög öflug ljós
- Stigbretti
- Lagnir og loftnet fyrir VHF og CB
- Lagnir fyrir loftdælu afturí með rofa frammí og úrtak á afturstuðara. (dæla fylgir ekki)
- Ný smurður
- Ný skoðaður (16)

Bíllinn vigtar undir 2 tonnum í ferð, sem er nokkuð gott!

Gallar:
* Mætti huga að því að skipta um glóðarkerti, er stundum lengi í gang í mjög miklu frosti, en dettur alltaf í gang á endanum.
* Smá beygla fremst á hægra frambretti

Verðið er 850 þúsund, og ég ætla að vera nokkuð harður á því. Þó má eitthvað reyna að prútta en ég svara ekki dónatilboðum.

Ég skoða að taka ódýarari uppí. Þó ekkert franskt og enga bensínháka. Ég er heitur fyrir pickup, t.d. minna breyttum Hilux.

Image

Image

Image

Image

Re: Daihatsu Rocky 38" tdi "Toyhatsu"

Posted: 16.nóv 2014, 21:19
frá Haffi
Þessi er hugsanlega enn falur!

Re: Daihatsu Rocky 38" tdi "Toyhatsu"

Posted: 06.apr 2015, 20:38
frá Haffi
Ætla að leyfa þessum að hanga hérna ef viðunnandi tilboð fæst.

Re: Daihatsu Rocky 38" tdi "Toyhatsu"

Posted: 07.apr 2015, 17:44
frá HHK
skoðaru skipti á '07 Subaru Impreza WRX?

Re: Daihatsu Rocky 38" tdi "Toyhatsu"

Posted: 09.apr 2015, 21:50
frá davið
Hvar ertu á landinu ? ertu með símanúmer eða Mail ?

Re: Daihatsu Rocky 38" tdi "Toyhatsu"

Posted: 14.apr 2015, 09:48
frá bjossi2
Skodaru skipti a toyota avensis 2002 a vetursgomlum nagladekkjum og fylgja með góð sumardekk billinn litur vel ut og er i topp standi

Re: Daihatsu Rocky 38" tdi "Toyhatsu"

Posted: 16.apr 2015, 16:29
frá Orm
Skipti I volvo xc 70 ar 2003?

Re: Daihatsu Rocky 38" tdi "Toyhatsu"

Posted: 03.maí 2015, 23:22
frá Haffi
Þessi er enn til :)