Síða 1 af 1

Torfærugrind til heimabrúks til sölu

Posted: 05.mar 2014, 18:17
frá ellisnorra
Breyttar áherslur í dótakassanum, nú skal þessi seld.

Rússa grind með veltibúri, tveimur sætum, volvo b230 mótor, sjálfskiptur, millikassi úr súkku og hilux hásingar, soðinn að aftan, opið að framan.
Fjöðrun úr toyota tercel, mjög mjúk fjöðrun og skemmtilegt leiktæki. Er á 33" lélegum dekkjum.
Þarfnast minniháttar viðhalds, rifið demparagúmmí þannig að dempari getur dottið úr sætinu sínu að ofan í sundurfjöðrun, sleppur samt vel við venjulegan akstur, "nýtt" er til, mjög auðvelt að skipta um og ég get jafnvel gert það fyrir sölu ef ég hef tíma. Rafkerfi er mjög "skyndilegt", þarf að gera það varanlegra. Þarf málningu, hefði þurft að mála yfir grunninn á sínum tíma.. :) Man ekki eftir öðru.

Verðhugmynd er 200 þúsund, skoða skipti á ýmsum hlutum, sérstaklega húsbíladóti (má vera stórt, er með 23fm bíl)

Image

Image

Image

Image

Image

Re: Torfærugrind til heimabrúks til sölu

Posted: 05.mar 2014, 19:13
frá biturk
Hvað viltu i skiptum?

Re: Torfærugrind til heimabrúks til sölu

Posted: 05.mar 2014, 19:20
frá ellisnorra
biturk wrote:Hvað viltu i skiptum?


Það má prufa að bjóða mér allan fjandann! Bílatengt þó :)

Re: Torfærugrind til heimabrúks til sölu

Posted: 05.mar 2014, 19:49
frá Halli B
hvað er sett á gripinn

Re: Torfærugrind til heimabrúks til sölu

Posted: 05.mar 2014, 19:59
frá ellisnorra
Ég er ekki búinn að mynda mér neina verðhugmynd ennþá því miður, reynið þið bara að bjóða mér eitthvað skemmtilegt. Ég set inn verð þegar hugmyndin mótast. Framboð og eftirspurn.

Re: Torfærugrind til heimabrúks til sölu

Posted: 05.mar 2014, 21:23
frá Aparass
Er þetta ekki tekið við og fyrir ofan kleppjárnsreyki ?

Re: Torfærugrind til heimabrúks til sölu

Posted: 05.mar 2014, 21:47
frá ellisnorra
Þetta er í Reykholtsdalnum já.

Re: Torfærugrind til heimabrúks til sölu

Posted: 06.mar 2014, 08:12
frá ellisnorra
Að gefnu tilefni þá tek ég ekki dýrari hluti í skiptum.

Væri glaður með eitthvað jeppadót sem ég gæti notað í subbanum, gps eða einhverja aukahluti.

Re: Torfærugrind til heimabrúks til sölu

Posted: 06.mar 2014, 23:15
frá fannarlogi
hefur þú áhuga á 60 crusier á 38" í skiptum sem þarfnast smá ástar

Re: Torfærugrind til heimabrúks til sölu

Posted: 07.mar 2014, 00:08
frá Polarbear
og ég sem ætlaði að bjóða þér fartölvu í skiptum..... :)