Síða 1 af 1

Nissan Patrol Y60, 38"—SELDUR!

Posted: 26.des 2013, 07:46
frá hvati
Jæja—skítur skeður og þá þarf að moka!

Þar sem að ég fékk mjög óvæntan og veglegan rekstrarreikning nýlega, þá verður (með miklum trega) að fórna blessuðum Patrolnum :(

(Breytt 26. des):
Frá og með deginum í dag verður þessi á jólatilboði—gildir fram að sölu!
580.000.–

Fun facts:
1994 árgerð
2.8 Turbo Diesel með intercooler!
5 gíra
38" breyttur

Image

Ekinn 304.XXX. Skipt var um mótor fyrir nokkrum árum en mönnum ljáðist að dokkúmentera kílómetrastöðu á þeim mótor og kílómetrastöðuna á Patrolnum sjálfum—þannig að raunveruleg kílómetrastaða á mótor er óþekkt. Það er búið að fara í hedd nýlega og ný tímareim í lok síðasta árs. Mótorinn er í flottu formi engu að síður og vinnur vel og vottar ekki fyrir leka. Ég lokaði fyrir smurolíuleka í olíkælingunni í haust og hefur það verið þægt síðan (og allt virkar nota bene).

Ég eignast þennan bíl í september og hef hugsað vel um hann enda ætlaði ég að gera meira úr þessum bíl en raun ber vitni. Það fór ný hjólalega í hann í byrjun október vinstra megin að framan.

Fékk flotta smurningu í október og glæsilegan gulan 14-miða í lok nóvember.

Body var tekið af grind fyrir fjórum árum síðan og sprautað. Sömuleiðis fékk grindin þær ryðbætur sem þurfti og er bíllinn að því leiti í mjög góðu ástandi.

Fram dekk: Mudder sem búið er að skera úr. Þau eru í góðum málum.
Aftur dekk: Ground Hawg, sömuleiðis aðeins búið að skera í munstur.

Ég læt fylgja með bílnum sitthvort varadekkið, eitt Mudder og eitt Ground Hawg.

Ég keypti nýtt slökkvitæki og sjúkrapúða í hann í haust.

Góður spottakassi.

Geislaspilari með AUX-tengi

Áklæði er í mjög góðu standi.

Þessi er einn af þeim betri í sínum aldursflokki!

Verðmiðinn sem fer á hann er 700.000.

Mönnum er svo velkomið að bjóða í hann það sem þeim dettur í hug með því skilyrði að ég annað hvort mótbjóði eða afþakki pent.

Tek við fyrirspurnum hér en svo má senda mér tölvupóst eða hringja í mig í síma 844 80 24 ef menn vilja ná fljótt og örugglega í mig.

— Hvati

Re: Nissan Patrol Y60, 38"—JÓLATILBOÐ, gildir fram að sölu

Posted: 26.des 2013, 09:34
frá kjhunter
Er 3 raða vatnskassi í bílnum?

Re: Nissan Patrol Y60, 38"—JÓLATILBOÐ, gildir fram að sölu

Posted: 27.des 2013, 12:59
frá hvati
Sýnist í fljótu bragði vera tveggja raða vatnskassi, ég kíki á það betur í kvöld eftir vinnu!

Re: Nissan Patrol Y60, 38"—JÓLATILBOÐ, gildir fram að sölu

Posted: 28.des 2013, 13:36
frá hvati
Það er tveggja raða vatnskassi í húddinu á honum.

Mönnum og konum er velkomið að bombardera staðgreiðslutilboðum á mig!

Re: Nissan Patrol Y60, 38"—JÓLATILBOÐ, gildir fram að sölu

Posted: 29.des 2013, 16:50
frá Eirikh
Sæll
Ertu til í að skutla á mig nokkrum myndum í pósti á hafthor.eiriksson@gmail.com
Kv. Hafþór

Re: Nissan Patrol Y60, 38"—JÓLATILBOÐ, gildir fram að sölu

Posted: 31.des 2013, 13:33
frá hvati
Skellum upp nokkrum myndum af hnossgætinu:

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Re: Nissan Patrol Y60, 38"—JÓLATILBOÐ, ferskar myndir!

Posted: 02.jan 2014, 21:48
frá Silli
Sæll
Eru læsingar og hlutföll í honum?+

Re: Nissan Patrol Y60, 38"—JÓLATILBOÐ, ferskar myndir!

Posted: 03.jan 2014, 09:48
frá hvati
Sæll Silli.

Það er loftlæsing að aftan en hún er ótengd.
Einnig eru orginal hlutföll í honum.