Síða 1 af 1

4runner 38"/94árg. Dísel

Posted: 18.okt 2013, 09:42
frá thor68
Toyota 4runner 94 árg, dísel turbo

Skoðaður 2014
Keyrður 287.000km

38" breyttur á AT dekkjum, 2 af dekkjunum eru góð, en afturdekkin eru léleg. Dekkin eru á velförnum tveggja ventla felgum.

Auka bensíntankur með dælu á milli tanka.
VHF og CB talstöðvar
GPS sveppur á þaki og tengi inn í bíl
Tengi fyrir kastara og takki inn í bíl

Nýtt púst, ný glóðarkerti, ný búið að skipta um pakkdósir og legur að aftan, nýr vatnskassi, ný vatns dæla. Búið að fara í bremsur fyrir skoðun. Búið að skipta út Vaccum lokum fyrir handvirkar lokur.

Lakkið á bílnum er í góðu standi og lítið af riði á miðað við aldur og fyrri störf (en þetta er engu að síður 19 ára gamall jeppi).

Rafmagnsrúða í afturhlera virkar ekki.

Verð: 650.000
Skoða ekki skipti.

Elli
email: elli@104frames.is
S: 6992754