Ég á eitt stykki dodge powerwagon sem byrjað var að gera fínan en var lagt inní hlöðu uppúr 1990 og hefur staðið þar síðan, í góðu yfirlæti.
Boddyið er nánast stráheilt, doublecab og ég held að það sé flest með því þó ég sé reyndar ekki með það á hreinu. Pallurinn er stepside, en þarfnast endursmíði. Stepside bogarnir, eða brettin sjálf eru þó mestmegnis heil minnir mig og hitt er nú bara einföld blikksmíði.
Ég keypti bílinn 2009 en vegna tímaleysis, 3 barna, háskólamenntunar hjá konunni og fleiri tímaþjófum hef ég ekki einusinni sótt bílinn ennþá. Ég eignaðist síðan "alveg óvart" bíl á svipuðu caliberi um daginn og því gæti þessi fengist nú
Því hef ég áhuga á að láta þennan frá mér á sanngjörnu verði, sem ég hef gjörsamlega ekki hugmynd um hvað ætti að vera!
Bíllinn selst kramlaus, á lengdri grind sem mig minnir að séu 4.4metrar milli hjóla. Dekk og felgur sem hann stendur á fer sennilegast ekki með.
Ég á aðrar hásingar sem geta farið með ef áhugi er fyrir hendi, 14 bolta semi float að aftan með 4.56 hlutföllum og að ég held diskalás og svo dana 44 HD með 4.56 og nospin. Ég veit ekkert hvað þetta er sem er undir honum, en það eru lokuð liðhús að framan og mig minnir að það sé eitthvað dana44 dót en svo er eitthvað þokkalega hraust að aftan. Ég veit ekkert um hlutföll eða læsingar í því dóti.
Hann er á agalegum lift fjöðrum og 10cm plastklossar undir boddyinu, og er því langt fram úr hófi hár :)
Ég skal reyna bæta þessa auglýsingu með betri myndum og betri lýsingu um leið og tími vinnst til að skoða hvað ég á :)






