ÞESSI ER SELDUR. Athuga áhuga á International Scout '76
Posted: 03.aug 2013, 12:56
Þessi er seldur
Er með bláan scout
1976 árgerð
38" breyttur, er á ágætis dekkjum, lítið sem ekkert fúin þokkalegt munstur.
mótor er 318
727 þriggja þrepa skipting
dana 20 millikassi
dana 44 hásingar með loftlásum bæði framan og aftan, held að drifhlutfallið sé 5:13 en hef þó ekki skoðað það mál til að geta lofað því
Er á fjöðrum bæði framan og aftan
Bíllin er á gamalli endurskoðun síðan í byrjun sumars, þar sem sett var útá: bremsur að aftan, slökkvitæki, parkljós vinstramegin framan, styrkleikamissi og olíleka af mótor.
Það var loft á bremsukerfinu þessvegna var það ekki nógu gott í skoðun, ég er búinn að smíða upp boddyfestinguna sem sett var útá og loka innrabrettinu vinstramegin aftan einsog sett var útá (það var bara gert með renning sem var hnoðaður yfir en boddyfestingin var vönduð smíði enda burðarvirki sem innrabrettið er ekki)
Ég hélt að olían sem lak kæmi af skiptingunni, tók hana því úr og skipti um pakkdósirnar bæði framm og afturúr henni, og er búið að keyra bílinn innan við 1000km síðan það var gert. En Olían sem lak reyndist koma undan hægra heddinu og er það þannig í dag, einnig sem bíllin hætti eiginlega alveg að hlaða, tollir í gangi en hleður ekki inná geimi.
þannig það sem á eftir að gera við, sem sett var útá í síðustu skoðun er heddpakningar, slökkvitæki og þetta parkljós held að það sé eitthvað meira en bara peran. En svo eru nokkrir smáhlutir sem hægt er að setja útá í viðbót þegar farið verður með bílin í skoðun aftur. t.d sprunga í framrúðu, hægt að starta bílnum í gang hvar sem gírstöngin er, óvirkur hraðamælir og sjálfsagt eitthvað fleira.
Boddýið á þessum bíl er orðið lélegt útaf riði, en sjálfsagt hægt að láta það endast í einhver ár í viðbót, fjarskafallegur lakkið líklega ekkert rosalega gamalt þó það sé farið að sjást rið í gegn á mörgum stöðum.
En svo maður reyni að láta þetta líta vel út:
Allir krossar í drifsköftum eru nýir, afturskaftið er nýtt og dragliðurinn í framskaftinu. hjöruliðskross út í hjól hægramegin framan er nýr. nýr handbremsubarki, fylgja nýir bremsuborðar aftan, nýar pakkdósir og olía á sjálfskiptingu, ný olía á millikassa, þokkaleg dekk, loftlæsingar framan og aftan, nýr blöndungur nær alveg ókeyrður og á eftir að stilla hann betur 650 edelbrock offroad fjögrahólfa blöndungur. Tvöfalt opið púst argar á mann ef maður gefur í. Grindin í bílnum er góð.
Veit ekki hvort það er einhverju við þetta að bæta, mæli með því að menn taki sér tíma í að skoða þetta eintak vel ef einhver áhugi er fyrir hendi. ákvað bara að prófa að auglýsa hann afþví ég sé ekki frammá að hafa tíma á næstunni til að gera við hann.
Varðandi verð, óska ég eftir tilboðum veit í raun ekkert hvað er hægt að fá fyrir svona grip, en ætla nú ekki að gefa hann frá mér, þá ætla ég frekar að doka þar til ég fynn tímann til að gera við hann.
Best væri auðvitað að fá eitthvað sniðugt í skiptum, skoða flest allt
Er einnig með '92 Benz E300 disel gamlan leigubíl. skoða það alveg að setja þessa tvo uppí einn dýrari jafnvel borga eitthvað með.
En annars fyrir frekari upplýsingar getið þið haft samband hér eða á netfangið gvendur-litli@hotmail.com, ekkert gems samband hjá mér svo netið hentar betur en síminn
kv
Guðmundur Ásgeirsson
Jæja hér koma nýar myndir, teknar á síðasta degi ársins.















Er með bláan scout
1976 árgerð
38" breyttur, er á ágætis dekkjum, lítið sem ekkert fúin þokkalegt munstur.
mótor er 318
727 þriggja þrepa skipting
dana 20 millikassi
dana 44 hásingar með loftlásum bæði framan og aftan, held að drifhlutfallið sé 5:13 en hef þó ekki skoðað það mál til að geta lofað því
Er á fjöðrum bæði framan og aftan
Bíllin er á gamalli endurskoðun síðan í byrjun sumars, þar sem sett var útá: bremsur að aftan, slökkvitæki, parkljós vinstramegin framan, styrkleikamissi og olíleka af mótor.
Það var loft á bremsukerfinu þessvegna var það ekki nógu gott í skoðun, ég er búinn að smíða upp boddyfestinguna sem sett var útá og loka innrabrettinu vinstramegin aftan einsog sett var útá (það var bara gert með renning sem var hnoðaður yfir en boddyfestingin var vönduð smíði enda burðarvirki sem innrabrettið er ekki)
Ég hélt að olían sem lak kæmi af skiptingunni, tók hana því úr og skipti um pakkdósirnar bæði framm og afturúr henni, og er búið að keyra bílinn innan við 1000km síðan það var gert. En Olían sem lak reyndist koma undan hægra heddinu og er það þannig í dag, einnig sem bíllin hætti eiginlega alveg að hlaða, tollir í gangi en hleður ekki inná geimi.
þannig það sem á eftir að gera við, sem sett var útá í síðustu skoðun er heddpakningar, slökkvitæki og þetta parkljós held að það sé eitthvað meira en bara peran. En svo eru nokkrir smáhlutir sem hægt er að setja útá í viðbót þegar farið verður með bílin í skoðun aftur. t.d sprunga í framrúðu, hægt að starta bílnum í gang hvar sem gírstöngin er, óvirkur hraðamælir og sjálfsagt eitthvað fleira.
Boddýið á þessum bíl er orðið lélegt útaf riði, en sjálfsagt hægt að láta það endast í einhver ár í viðbót, fjarskafallegur lakkið líklega ekkert rosalega gamalt þó það sé farið að sjást rið í gegn á mörgum stöðum.
En svo maður reyni að láta þetta líta vel út:
Allir krossar í drifsköftum eru nýir, afturskaftið er nýtt og dragliðurinn í framskaftinu. hjöruliðskross út í hjól hægramegin framan er nýr. nýr handbremsubarki, fylgja nýir bremsuborðar aftan, nýar pakkdósir og olía á sjálfskiptingu, ný olía á millikassa, þokkaleg dekk, loftlæsingar framan og aftan, nýr blöndungur nær alveg ókeyrður og á eftir að stilla hann betur 650 edelbrock offroad fjögrahólfa blöndungur. Tvöfalt opið púst argar á mann ef maður gefur í. Grindin í bílnum er góð.
Veit ekki hvort það er einhverju við þetta að bæta, mæli með því að menn taki sér tíma í að skoða þetta eintak vel ef einhver áhugi er fyrir hendi. ákvað bara að prófa að auglýsa hann afþví ég sé ekki frammá að hafa tíma á næstunni til að gera við hann.
Varðandi verð, óska ég eftir tilboðum veit í raun ekkert hvað er hægt að fá fyrir svona grip, en ætla nú ekki að gefa hann frá mér, þá ætla ég frekar að doka þar til ég fynn tímann til að gera við hann.
Best væri auðvitað að fá eitthvað sniðugt í skiptum, skoða flest allt
Er einnig með '92 Benz E300 disel gamlan leigubíl. skoða það alveg að setja þessa tvo uppí einn dýrari jafnvel borga eitthvað með.
En annars fyrir frekari upplýsingar getið þið haft samband hér eða á netfangið gvendur-litli@hotmail.com, ekkert gems samband hjá mér svo netið hentar betur en síminn
kv
Guðmundur Ásgeirsson
Jæja hér koma nýar myndir, teknar á síðasta degi ársins.














