Síða 1 af 1

Nissan King Cab 3.0 ameríkutýpa 1991

Posted: 16.jún 2013, 22:52
frá Big Red
MIKIÐ ENDURNÝJAÐUR!

Erum með 1991 Nissan King Cab sem ætlum að selja fyrir rétt boð

Hann er mikið endurnýjaður.
Er 1991 árgerð stutt í fornbíl og með 3.0 V6 mótor og beinskiptur
Vínrauð innrétting, topplúga og rafmagn í öllu.
Botninn og annað er stráheilt í bílnum það er varla til ryð svo að segja. það er yfirborðsryð hér og þar enn þessi bíll hefur ekki séð seltuna í rvk fyrr en rétt fyrir jól 2012.
Hérna er eitthvað af myndum og því sem búið er að gera.
viewtopic.php?f=5&t=14553

Enn svona það helsta er að það er:
ALLT nýtt í bremsum allan hringin sem og bremsurörin afturúr. einnig allt tengt handbremsu. Skálarnar að aftan eru ekki nýjar enn það voru engar brúnir í þeim. Einnig nýr vökvi á bremsum.
Nýlega smíðað púst og nýr pústskynjari
Hjólalegur að aftan
Rafgeymir er nýr
Ný kerti, þræðir og kveikjulok ásamt hamri
Tiltölulega nýsmurður og þá var skipt um olíu á öllu, þar með talið stýri
Nýjar viftureimar
Nýir kúplingsþrælar, efri og neðri - nýr vökvi á henni líka
Ný ljós að framan + allar perur
Nýr alternator 150amp
Nýuppgerður startari
Skipt út dempurum að aftan reyndar settir notaðir í enn eru í 100% lagi - þyrfti að skipta um að framan

Auka sem búið er að gera.
Innréttingin var tekin í gegn og lífguð við var orðið þurr og ljót enn þó ekkert sprungin.
setja kastara að framan og tengja þá við aðalljósin
smíða á hann pallgrind og máluð hvít,
eru bæði cb-loftnet og útvarpsloftnet á henni
Búið að setja cb stöð í hann og þræða loftnetið aftur á pall eftir að tengja við loftnet
Búið að þræða nýja útvarpsloftnetssnúru afturá pall á eftir að tengja í ´loftnet
Búið er að mála frammstuðarann svartan
Búið að setja í hann original aircon dælu - á eftir að klára að breyta henni í loftdælu -
Plast er í pallinum
Er núna á 32" sumardekkjum enn búið er að skera úr fyrir 35" og fylgja slitin 35" dekk með á felgum.
Einnig fylgja 2 gangar af 33" dekkjum sem eru reyndar fyrir 17" felgur.
Er búið að útvega 16 terrani felgur og 33" dekk á þau og alveg eins felga fylgir með sömu stærð af dekki sem varadekk.
Svo fylgja original felgurnar með líka með einhverjum dekkjatuðrum

Svo er eitthvað af partagramsi og dóti sem fylgir honum svo sem allar rúður nema frammrúðan, 2 grill öðruvísi enn eru á honum önnur svunta undir stuðarann og eitthvað fleira.
hafa líklegast krakkar hoppað á húddinu sem var á honum. var fengið húdd af 1996 bíl málað og sett á hann.gamla fylgir með.
Svo hefur bílstjórahurðin einhvertíma verið tjónuð og rétt aftur og innribitinn í henni tekin burt svo hún er eitthvað aflöguð. það lekur ekkert inní hann enn það heyrist smá vindgaul í henni í akstri.
fylgir önnur stráheil hurð með.
Frambrettin voru ónýt af ryði og hent og búið er að verða útum önnur bretti sem eru eins og ný.
Svo eru nýlegir þéttilistar á hurðarnar og svona ýmislegt sem fylgir.

Hann fór athugarsemdarlaust í gegnum skoðun í febrúar 2013
Það sem þarf að gera er að skipta um dempara að framan.
(búið að panta og eru til, demparar að framan og aftan og spyrnufóðringar)
Og ef menn vilja fá cruise controlið í gang þá þarf eitthvað að fara yfir það.

Búið er að mála meiri hlutan af bílnum en það sem eftir er að mála er á milli balls og húss, hurðar frambretti og stykkið undir frammrúðunni.

Eigum eftir að taka góðar myndir af honum en það er eitthvað af myndum í þræðinum sem vísað er í hér að ofan.

Á öll herligheitin er sett: 280.000.-
Sem er alls ekki ósanngjarnt miðað við alla vinnuna og tímann sem hefur farið í hann og það sem fylgir honum.

...

Posted: 17.jún 2013, 17:25
frá Big Red
Engin löngun í að selja hannn enn þurfum að losa fjármuni

...

Posted: 18.jún 2013, 11:14
frá Big Red
...

...

Posted: 12.okt 2013, 14:21
frá Big Red
...