Síða 1 af 1

óska eftir willys/wrangler

Posted: 07.maí 2013, 19:41
frá mói
góðan daginn ég er að leita mér að willys eða wrangler má vera bilaður eða þurfa svolítið viðhald ef þið eruð með svona þá sendið mér email á heidar94@gmail.com

Re: óska eftir willys/wrangler

Posted: 14.maí 2013, 11:32
frá joigeorgs
Ég er með wrangler project með willys skráningu sem mig langar að losna við vegna tímaleysis, flott verkefni fyrir handlaginn og fæst fyrir 350 þús

Re: óska eftir willys/wrangler

Posted: 14.maí 2013, 22:30
frá halfdan
Ég er með Jeep Wrangler SE, árgerð 1998, blár með brúnum, hörðum, plasttoppi. Fjögurra strokka, 2500cc, en þó nýtist 5. gírinn ágætlega á 35''. Þarfnast endurbyggingar á fjöðrunarkerfi, þmt breytinga á stífum/4link og eflaust nýja afturgorma.

Bíllinn er óökufær vegna fjöðrunarkerfisins en annars í góðu lagi og hefur fengið fínt viðhald. Loftlæsingar að aftan. Létt brúsa og
hjólafesting á skotthlera. Er með einu aftursæti hægra megin en gamli bekkurinn er til. Hann er á glænýjum 35'' dekkjum sem seljast ekki
með nema um það sé sérstaklega sé samið.

Re: óska eftir willys/wrangler

Posted: 18.maí 2013, 01:56
frá monster
eg a bil i miðri uppgerð ef þú vilt svoleiðis