Síða 1 af 1

84 Ford Ranger

Posted: 01.maí 2013, 03:22
frá Ravish
Til sölu er Ford Ranger, staðsettur í Neskaupsstað,

Árgerð 1984
351w árgerð 74 (skilst mér)
Gírkassi úr Benz rútu (eldgamall, með stórsniðugum lágum fyrsta gír)
millikassi úr Ford árgerð 74 (skilst mér)
D44 / 9" úr gamla Bronco árgerð 74 (skilst mér)
Trexus Dekk eru afbragðs góð m.v. trexus ( sem sagt þau eru alls ekki góð )
Fer í gang og keyrir og gerir, er meira að segja með skoðun í einhverja mánuði enn held ég

ég veit ekki hvað hann er keyrður mikið, ábyggilega helling
Ég er ekki á leiðinni til Reykjavíkur á honum neitt á næstunni
Bíllinn er á Neskaupstað
Ég keypti hann fyrir löngu síðan því ég ætlaði að vera jeppakall, kemur í ljós að ég nenni því ekki, og er búin að keyra bílinn sirka 100km

Ég vil fá 350 þús fyrir hann

Re: 84 Ford Ranger

Posted: 01.maí 2013, 03:40
frá Sprettur
Sæll hefuru áhuga á að taka 97 Hundai Sonata v6 uppí ? 3000cc 145 ho sprækur og skemmtilegur bíll ?

Re: 84 Ford Ranger

Posted: 01.maí 2013, 04:54
frá numi8282
ég skal kaupa hann af þér á 200kall, ég kem á neskaupstað eftir 2 vikur og gæti þá keyrt hann norður ef hann þolir það??????

Re: 84 Ford Ranger

Posted: 01.maí 2013, 09:26
frá Ravish
Númi, hann er tilbúinn í ferðalagið ég hef engar áhyggjur af því, en ég spurði bílinn og hann er hálfsár yfir þessu boði samt, veit ekki hvort þið gætuð orðið vinir eftir það

Re: 84 Ford Ranger

Posted: 01.maí 2013, 09:33
frá dazy crazy
Ég býð 270.000 í bílinn ef þú telur að það fari ágætlega um 2 metra mann í honum, lítur út fyrir að vera ansi þröngur.

Re: 84 Ford Ranger

Posted: 01.maí 2013, 11:00
frá Freyr
Hugsa að þetta sé fantaöflugur snjójeppi. Langur milli hjóla, frammþungur, öflug vél, lág gírun í boði (væntanlega tekið af stað í 2. í öllum normal akstri ? ).

Hef oft horft á auglýsingar með þessum (eldri augl.) og spáð í að það væri gaman að eignast hann....

Re: 84 Ford Ranger

Posted: 01.maí 2013, 17:09
frá Ravish
sæll Freyr, já fyrsti gír er spari
dazy, það þyrfti að breyta sætisfestingum fyrir fullvaxið karldýr, ég er 187 cm og spikfeitur, plássið sleppur en það er ekkert umfram

Re: 84 Ford Ranger

Posted: 02.maí 2013, 10:29
frá Örn Ingi
Það vantar svo like takkann á neðsta commentið þitt herra Ravish.

Re: 84 Ford Ranger

Posted: 12.mar 2014, 20:00
frá maggi94
er gripurinn en til?