Síða 1 af 1
Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 11.apr 2013, 18:58
frá Haffi
Þessi eðalgæðingur er til sölu:
Daihatsu Rocky
Árgerð 1990
Skoðaður 13 athugasemdalaust
Mótor er 3,4 lítra disel mótor sem kom orginal í Land cruiser 40, túrbína úr Rocky og bíllinn gjörsamlega mokast áfram. Í bílnum er boost, afgas, vatnshita, volt og olíuþrýstingsmælir.
Gírkassi og millikassi er líka úr 40 cruiser
Hilux hásing að framan með gormum og stífum úr range rover ásamt stillanlegum Rancho 9000 dempurum. 4:88 hlutfall. ARB loftlás getur fylgt með. 60 cruiser afturhásing með ARB loftlás, Gormum og Rancho 9000 dempurum. 4:88 hlutfall
Allt kram í bílnum er í góðu standi, nýlegar hjólalegur í báðum rörum, nýlegir diskar og klossar að framan, fer að detta á tíma að aftan. Nýjar fóðringar í öllum stýfum að framan og líta vel út að aftan. Bíllinn var allur tekinn í gegn fyrir nokkrum árum, grind öll pússuð upp og body málað á sprautuverkstæði. Hrikalega vel gert.
- Briddebilt stuðarar að framan og aftan með drullutjakkaugum og prófílbeislum.
- Hella kastarar sem búið er að Xenon væða.
- 100 lítra olíutankur
- 38“ gumbo monster, tæplega hálf slitin og þar af er eitt dekkið nýlegra. Þau eru svo á 14“ breiðum 60 cruiser felgum.
Eitthvað grams fylgir með, t.d. hurðar, frambretti ofl.
Virkilega skemmtilegur bíll sem fer allt sem hann ætlar sér og rúmlega það!



Verðið er 850 þúsund
Ég skoða skipti á díselbílum bæði fólksbílum og jeppum, slétt eða ódýrara.
Haffi, 8457434 (svara ekki sms-um, hringja eða senda einkaskilaboð takk fyrir pent)
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 17.apr 2013, 18:26
frá Haffi
Höldum þessu á fyrstu síðunni
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 17.apr 2013, 21:25
frá jeepson
Ég býð þér 2 hubba hubba tyggjó og eina brauðsneið með skinku og osti. Og ég fæ að sparka í dekkin og senda þér sms. En svona án grínst. Afhverju selja strax? Eru kominn með auga á annan jeppa eða?
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 27.apr 2013, 18:16
frá Haffi
.....
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 29.júl 2013, 17:26
frá Haffi
...
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 16.sep 2013, 22:45
frá Haffi
Þessi er enn til sölu fyrir rétt verð, stutt í snjóinn!

Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 19.sep 2013, 00:48
frá Haffi
Stífbónaður
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 21.sep 2013, 00:43
frá Haffi
Fer á fínu stgr verði
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 19.okt 2013, 22:07
frá guðmundur
er hann seldur?
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 19.des 2013, 19:59
frá Haffi
Hendum þessu upp einu sinni í tilefni jólanna.
Ég skoða skipti á ódýrari breyttum dísel jeppa, t.d. hilux, súkku eða álíka.
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 19.des 2013, 21:06
frá villi58
Haffi wrote:Til sölu ef rétt verð fæst er þessi græja.
Daihatsu Rocky
Árgerð 1990
Skoðaður 13 athugasemdalaust
Mótor er 3,4 lítra disel mótor sem kom orginal í Land cruiser 40, túrbína úr Rocky og bíllinn gjörsamlega mokast áfram. Í bílnum er boost, afgas, vatnshita, volt og olíuþrýstingsmælir.
Gírkassi og millikassi er líka úr 40 cruiser
Hilux hásing að framan með gormum og stífum úr range rover ásamt stillanlegum Rancho 9000 dempurum. 4:88 hlutfall. ARB loftlás getur fylgt með. 60 cruiser afturhásing með ARB loftlás, Gormum og Rancho 9000 dempurum. 4:88 hlutfall
Allt kram í bílnum er í góðu standi, nýlegar hjólalegur í báðum rörum, nýlegir diskar og klossar að framan, fer að detta á tíma að aftan. Nýjar fóðringar í öllum stýfum að framan og líta vel út að aftan. Bíllinn var allur tekinn í gegn fyrir nokkrum árum, grind öll pússuð upp og body málað á sprautuverkstæði. Hrikalega vel gert.
- Briddebilt stuðarar að framan og aftan með drullutjakkaugum og prófílbeislum.
- Hella kastarar sem búið er að Xenon væða.
- 100 lítra olíutankur
- 38“ gumbo monster, tæplega hálf slitin og þar af er eitt dekkið nýtt. Þau eru svo á 14“ breiðum 60 cruiser felgum.
Eitthvað grams fylgir með, t.d. hurðar, frambretti ofl.



Verðið er 850 þúsund, en ég er spenntastur fyrir skiptum á 35" + Pajero eða 90 cruiser
Mér liggur ekkert á að selja hann, svo hann fer ekki á klink. En sumarið er jú eini tíminn sem maður getur fyrirgefið sér að selja svona tæki ;)
s 845 7434 (enga dekkjasparkara, og SMS viðskipti eru ekki að mínu skapi :)
Laglegur bíll, frábært hjá þér. Svolítið skrítið að segja að dekk sé nýtt, veit ekki betur að það séu mörg ár síðan hætt var að framleiða Mudderinn, það skiptir svo miklu máli hvað þessi stóru dekk eru gömul því þau skemmast með aldrinum.
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 19.des 2013, 21:12
frá StefánDal
Hrikalega flottur jeppi. Ég fór í ferð inn í Setur 2008 þar sem þessi var með. Svoleiðis svínvirkaði!
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 24.jan 2014, 15:34
frá BjarkiF
Þessi seldur?
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 24.jan 2014, 18:18
frá Haffi
BjarkiF wrote:Þessi seldur?
Nei þessi er enn hérna hjá mér...
Er pínu ragur á að láta hann, enda svínvirkar þetta dót á fjöllum, en það má skoða allt :)
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 24.jan 2014, 18:20
frá fillinnpedo
hvað segirðu, hvað er gott stgr verð?
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 24.jan 2014, 20:34
frá Haffi
fillinnpedo wrote:hvað segirðu, hvað er gott stgr verð?
800þús
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 25.jan 2014, 00:53
frá Taui
Áttu engar myndir sem eru teknar inn í bílnum?
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 03.feb 2014, 19:01
frá Bjartur þ
viltu skipti á mazda 3 2006 ?
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 04.feb 2014, 23:18
frá Haffi
Ég er búinn að fá nokkur skemmtileg og álitleg tilboð í kaggann, en þetta er bara svo skemmtilegt tæki að ég bara tými varla að láta hann frá mér.
Ég er samt heitur fyrir skiptum á 38" disel Hilux á svipuðu verðbili eða ódýrari!
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 05.feb 2014, 00:58
frá solemio
Myndirðu skipta á patrol 2001 sem kominn með vél úr 99 bíl.leður og allt það. 33-35"kanntar.myndir a heimsbilar.is
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 18.mar 2014, 20:47
frá Haffi
Þessi er enn til hjá mér, mikið hringt og spurt en ég hef varla týmt að láta hann frá mér.
En mig vantar helst sparneytnari fólksbíl svo það þarf að fórna einhverju.
Stgr. verð er 800 þúsund með öllu
Re: Daihatsu Rocky 38" - turbo disel
Posted: 19.mar 2014, 11:34
frá Jakob
viltu skipti á 97 árgerð 38" musso með ársgömlu frammdrifi og afturdrifi upptekinn motor í 200 þ billinn er keyrður 250
med aukatank 110l vhf og cb lagnir xenon í aðalljósum 3 ipf kastarar 2 litlir kastarar ad framan 2 vinnuljós aftaná og svo er eitthvað meira sem eg er ad gleima svo fylgir annar bill með orginal musso var sett á þá báða 900þ er til í slétt skipti