Síða 1 af 1

Gera upp "46 Willys CJ-2A

Posted: 19.mar 2013, 10:42
frá Gormur
Ef einhver hefur áhuga á að eyða næstu árum í að gera upp fornbíl þá er hér meðfylgjandi er tengill á myndirnar af Willa gamla, CJ-2A árg. 1946, serial númer 26896. Bar númerið P-74.

Það voru bræður sem keyptu hann nýjan, smíðuðu húsið á hann og voru einu eigendurnir alla hans gangfæru ævi, hann er núna í eigu dánarbús, sem er ekkja og börn seinni bróðurins.
Það sem vakir fyrir þeim er: að sjá hann uppgerðan, og að fá pening fyrir hann. Hann er staddur á Snæfellsnesi og ef þú hefur áhuga á að skoða gripinn þá finnum við leið til þess.

https://www.dropbox.com/sh/4tlex08a765xge3/vyGr_0Nel8

Kveðja,
Gunni Stimpill
willys@bodi.is

Re: Gera upp "46 Willys CJ-2A

Posted: 19.mar 2013, 13:08
frá hjalti18
goðan daginn hvaða verð miði er á þessu glæsi bil.. væri til að fá sent verð til að sja hvað maður getur gert til að bjarga svona gull mola

kv hjalti

Re: Gera upp "46 Willys CJ-2A

Posted: 19.mar 2013, 15:48
frá Gormur
Verðhugmyndir eru eins margar og eigendurnir, alveg frá mjög litlu uppí miljón kall.
Ég held að vænlegast væri að menn gerðu það upp við sig hvað þeir eru til í að borga, svona u.þ.b. og sendi mér í pm. svo kynni ég það fyrir erfingjunum og þeir taka svo við.