SELDUR: Suzuki Vitara 38" breyttur


Höfundur þráðar
baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

SELDUR: Suzuki Vitara 38" breyttur

Postfrá baldur » 06.mar 2013, 21:35

SELDUR!

Nú er þessi hérna til sölu. Ég á orðið svo mikið af öflugum leiktækjum og ekki nægan tíma til þess að reka og nota þau öll þannig að það er kominn tími til þess að grysja aðeins.

Suzuki Vitara 1992 árgerð, 5 dyra, 38" breyttur. Skemmtilegur bíll sem drífur vel og vinnur enn betur. Hefur alltaf skilað mér heim aftur þegar á fjöll er farið, aldrei farið neinar vegalengdir í spotta.
Keyrður eitthvað um 240 þúsund skv mæli en mælirinn var óvirkur í 3 ár eftir breytingu þannig að líklegri tala er um eða yfir 270. Enginn hluti af drifrás er þó upprunalegur nema hægri framöxull.
Bíllinn er búinn að vera í eigu fjölskyldunnar síðan 1994 og var óbreyttur fram til 2003.
Bíllinn fékk 35" dekk og viðhresstan mótor árið 2003, árið 2004 var mótorinn orðinn í stórum dráttum eins og hann er í dag, eitthvað um 200 hestöfl. Toyota hásing og framdrif komu í lok árs 2004. Vorið 2007 fóru 38" dekk undir ásamt nýjum millikassa.
Bíllinn vigtar slétt 1400kg á 38" dekkjum og þrátt fyrir hressan mótor setur eyðslan engan á hausinn, um 12 lítrar á þjóðvegi og 15 innanbæjar á 38", hef skrúfað 31" undir og náði eyðslunni í 9 lítra á þjóðvegi þannig.

1983 Toyota Hilux afturhásing, Toyota klafa framdrif, 5.71 hlutföll.
ARB loftlás að aftan, diskalæsing að framan.
Toyota Hilux millikassi, skriðgír smíðaður úr Vitara millikassa.
Heimasmíðaðir klafar að framan, mun hærra undir þá en upprunalegu klafana. Benz samsláttarpúðar allan hringinn.
Upphækkaður 10cm á boddyfestingum og eitthvað annað eins á fjöðrun.
CAP-clutch 4 klossa hitaþolin carbon kúpling, gefin upp fyrir 350 newton í tork.
5 gata 10" breiðar stálfelgur að framan. 6 gata 14" breiðar léttmálmsfelgur að aftan.
Heimasmíðuð rafmagns loftdæla og stærðarinnar ál loftkútur.
Fjarstýrðar samlæsingar og þjófavörn.

Svo er það mótorinn, þetta er Suzuki 1600 16 ventla, upphafleg tegund.
Breyttir stimplar, 8.6:1 þjappa
ARP head studs.
Garrett VNT25 túrbína.
Wastegate úr Audi Quattro.
Flækjur úr sérstaklega hitaþolnum heildregnum stálrörum, ósprungnar eftir margra ára notkun. 2,5" púst með einum minnsta hljóðkút sunnan heiða.
Bosch bensíndæla úr Porsche 911
8 spíssa heimasmíðað bensínkerfi.
Heimasmíðuð vélartölva, frumgerð, ekki falleg en klikkar aldrei.
Vatnskældur intercooler.
Olíukælir úr VW Scirocco.
Auka vatnskælir fyrir vél.

Bíllinn er skoðaður 2014.
Ásett verð á slitnum 38" dekkjum 400 þúsund.
Hægt er að ræða það að kaupa bílinn í pörtum eða á minni dekkjum.
Vil ekki sjá skipti á neinu öðru en íslenskum krónum.

Upplýsingar í síma 8660134 eða i email: baldur©foo.is

Image
Image
Image
Image
Image


Skriðgírinn, þetta er Suzuki millikassi sem breytt var til þess að taka Hilux millikassa fyrir aftan. Þannig fást tvö mismunandi lág hlutföll sem er mjög heppilegt við ýmsar aðstæður, hægt að velja 3 mismunandi lágar niðurgíranir.
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Klafar. Fóðringarnar eru úr MMC L200. Það vantar eina styrkingu á myndirnar.
Image
Image
Image
Image
Image

Smávegis af mótormyndum.
VNT25 frá Garrett
Image
Image
ARP heddstöddar og breyttir stimplar.
Image
TIG soðið stál 35
Image
Síðast breytt af baldur þann 08.mar 2013, 18:57, breytt 1 sinni samtals.




lilli83
Innlegg: 5
Skráður: 21.sep 2011, 12:38
Fullt nafn: Guðmundur kr Ragnarsson

Re: TS: Suzuki Vitara 38" breyttur

Postfrá lilli83 » 06.mar 2013, 22:09

virðist eins og húddið sé opið á myndunum er þetta mixað svona eða


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: TS: Suzuki Vitara 38" breyttur

Postfrá kolatogari » 06.mar 2013, 22:36

miðað við þessar breytingar, þá myndi ég nú segja að þessi bíll væri nú bara svo gott sem gefins hjá þér,


Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: TS: Suzuki Vitara 38" breyttur

Postfrá Ingójp » 08.mar 2013, 00:18

Geri ráð fyrir því að húddið sé svona til að hleypa hita út,

Annars er þetta virkilega flott verð hjá Baldri bíllinn ætti ekki að vera lengi að fara.


Til baka á “Jeppar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 23 gestir