TS: 44" breyttur 4Runner dísel


Höfundur þráðar
ulfr
Innlegg: 46
Skráður: 13.júl 2010, 21:54
Fullt nafn: Samúel Úlfur Þór Guðjónsson

TS: 44" breyttur 4Runner dísel

Postfrá ulfr » 05.jún 2014, 16:19

Nú er bíllinn sem marga hefur dreymt um aftur kominn á sölu, að því gefnu að vitrænt tilboð fáist í hann.

Toyota 4Runner árgerð 93 með 1KZ-T díselvélinni ekin rétt um 340.000km.
Þessi bíll hefur reynst mér góður ferðafélagi og alltaf skilað mér aftur í byggð, nú er hinsvegar svo komið að tímaleysi og peningaleysi (ásamt nýju krefjandi verkefni) gera mig nauðbeygðan til að skilja við þennan ágæta grip. (of margar toyotur á heimilinu)
Ég eignaðist þennan bíl 2007 á 35" og fór strax útí allskyns breytingar, fyrst á 38" í stutta stund og síðar á 44" 2008.
Hann er feykna drifmikill og hefur staðið sig með ljóma.

Byrjum á því sem er að:[/b]
Hann sárvantar fallegri brettakanta að framan. (Til eru LC80 kantar sem ég hafði alltaf hugsað mér að setja á hann, þeir fylgja með) Hann er þó með plastlengingum sem gera hann löglegan.
Það þarf að skipta um aftur hurðina bilstjóramegin, á til heila hurð sem fylgir með.
Lakkið er orðið þreytt á sumum stöðum, en boddíið er að öðru leyti heilt. Afturhornin voru smíðuð upp fyrir nokkrum árum síðan og hefur það verið til friðs.
Olíulokið stakk af í fárviðri fyrir nokkrum árum og hefur ekki verið samt.
Aftasti hluti sílsanna er ryðgaður.
Það þarf að lagfæra kanta að aftan, þeir virka en eru örlítið skakkir og lakkið sem fór á þá var gallað og er byrjað að springa.
Handbremsan er vesen.


Það sem er ekki að
Bíllinn er breytingarskoðaður fyrir 44", fór á 44" 2008 en var á 35" fyrir þá daga.
Er með "hilux" 4link að aftan sem losar mann undan kvöðinni að á einhverjum tímapunkti brotni fjárans turninn sem tengdur er við bensíntankinn...
110l aukatankur er í bílnum, rústfrír. Ég á til annan aukatank sem er örlítið minni en passar betur undir bílinn en sá sem fyrir er.
Framhásing: LC70 8" reverse með 4,56:1 hlutfalli, stýristjakkur, og FJ80 stýrisendar í millibilsstöng.
Gormar úr LC80 allan hringinn.
Toppgrind með breiddarljósum (sem eru reyndar rosa töff í myrkri)
York reimdrifin stimpilloftdæla með sjálfstæðu smurkerfi ( þarf bara að skipta um olíu á c.a. 2 ára fresti).
Loftkerfi, yfirþrýstisventill og þrýstisnemi sem setur loftdælu í gang þegar þrýstingur fellur (þegar slöngunni er stungið í samband t.d.)
Viðhaldsbók með helstu partanúmerum yfir það sem hefur verið mixað í bílinn (ekkert none-toyota drasl samt!)
Aukarafkerfi fyrir slatta af allskyns ljósum. Rofaborð með 6 + 5 tökkum.
IPF 170/100W kastarar
Röff Kastaragrind sem þolir hvaða ísskant sem er.
Spiltengi að framan og aftan.
VHF talstöð getur fylgt með.
GPS tæki og tölvuborð geta fylgt með. (jafnvel tölvan sjálf ef áhugi er fyrir því)
(á bílnum er þó HF loftnet og stöð sem fylgja ekki með)
Aftan í bílnum er "hilla" til að koma í veg fyrir að draslið úr skottinu þeytist frammí við hopp og skopp. Henni er einnig hægt að breyta í "neyðar" svefnaðstöðu.
300W Inverter til að hlaða myndavélabatteríið sem gleymist alltaf fyrir ferðir!
Auka 12V tenglar og allskyns rafmagnsdót.
Spennubreytir fyrir fartölvu.
Feykiöflugt Pioneer hljómtæki með Aux in.
Nýlegar afturlegur.
Mótor fengið rétt og gott viðhald frá því að ég eignast bílinn.
stýrisdæla nýlega upptekin.
Stýrisnekkja úr LC70 tekin upp fyrir 2 árum.
Nýuppgerður 15mm stýristjakkur frá Barka.
OME demparar.
Ekkert voðalega langt síðan það var skipt um tímareim og strekkjara og allt tilheyrandi.
200mm afturhásingafærsla
LSD í afturdrifi.
Túrbína nýlega upptekin.
Leðuráklæði (bílstjórasætið er þó farið að finna fyrir aldrinum)
Hækkuð framsæti, sem gera akstur hreina unun...
Búið að gera við fremstu boddífestingar og öftustu. (Þau eru gjörn á að brotna í þessum bílum)
Afturhlerinn er í þokkalegu standi (ótrúlegt en satt)
Ég tók rafkerfið í gegn fyrir nokkrum mánuðum síðan, smíðaði nýja töflu og lagfærði allskyns rugl í rafkerfinu sem hefur vaxið eins og illgresi undanfarin ár.

Það sem ég hafði hugsað mér að gera við bílinn:
Hann átti að fara á 41" eða 46". Ég á til 41" dekk og 16" felgur en það á eftir að breyta þeim, er með góðan mann í verkið sem er sanngjarn á verð.
Ég á til LC60 hásingar með 4,88 drifum og framlás. Það þarf að skipta um afturlegur í keisingunni að aftan.
Hafði hugsað mér að setja þær undir en svo varð ekkert úr því sökum tímaleysis.

Í þessum jeppa (eins og mörgum fleiri) liggja óteljandi vinnustundir og ánægjustundir á fjöllum fyrir utan tilfinningarnar sem fylgja svona sölum. :)

Ég skoða að taka óbreyttan/lítið breyttan jeppling (helst toyotu eða nissan) eða Subaru legacy (beinskiptan) uppí. Mig vantar ekki sleða eða fjórhjól eða viðlíka. Takk samt.

Bíllinn er á 38" eins og er, er ekki á númerum (lagði þau inn í mars því ég sá fram á að vera ekkert að fara að nota bílinn)
og er staðsettur í Reykjavík. Hann er 44" breyttur og ef menn vilja síður fara í stækkunina er hann tilbúinn undir slíkt fyrir utan þessi atriði sem listuð voru að ofan.

Verðmiðinn er mjög opinn og sveigjanlegur, ég skoða að skipta greiðslum og fækka aukabúnaði fyrir rétt verð.

Hefur þú áhuga? Hafðu samband við mig í síma 848-2317 eða samuel@ulfr.net


Myndir:
Image

Image

Hurð og síls þurfa smá klapp (hurð fylgir með, en þarf að mála hana.)
Image

Er á sæmilegum 38" mudder sumardekkjum, 41" getur fylgt með og 16" felgur fyrir hana (á eftir að breikka þær).
Image

Það voru einhverjar rollur fyrir mér þegar ég var að mynda (lífið í sveitinni..)
Image

Innréttingardót. Rofaborð og fleira, rafkerfið er frekar snyrtilegt í bílnum. (fyrir utan strengirnir fyrir vinnuljósin, þeir eru dáldið kaos)
Image

Sætin eru þægileg en mættu muna sinn fífil fegurri.
Image

Tölvuborð, talstöð og útvarp eru falin þarna á bakvið. (hanskahólfið fylgir með)
Image

Gírstöngin er á sínum stað, talstöðin ekki. En hún getur fylgt með. Það sést ekki vel á þessari mynd, en miðstöðvarmótorinn er nýlegur.
Image

Það eru einnig aftursæti í bílnum, og þau fylgja með.
Image

Dáldið 'arty' mynd, en það er plata yfir öllu skottinu, sem er reyndar lítið mál að taka úr, en kemur í veg fyrir að maður fái verkfærakassann í hausinn í hoppum og skoppum. Það er hægt að leggja sætin fram, og draga plötuna yfir, þá er ágætis svefnpláss þarna. (Ekki 5 stjörnu hótel, en þúst, skárra en að sofa í bílstjórasætinu) og eins og glöggir menn sjá, þá virkar afturhlerinn (oftast)
Image
Síðast breytt af ulfr þann 11.jún 2014, 23:50, breytt 3 sinnum samtals.




Superskati
Innlegg: 160
Skráður: 13.nóv 2013, 23:46
Fullt nafn: Þórhildur Ingibjargardóttir
Bíltegund: Hilux

Re: TS: 44" breyttur 4Runner dísel

Postfrá Superskati » 28.júl 2014, 22:20

Hvað er verðið?


Síðast fært upp af ulfr þann 28.júl 2014, 22:20.


Til baka á “Jeppar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 27 gestir