Síða 1 af 1

38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 13.jan 2013, 18:03
frá Maddi
Mig langar að athuga hvort einhver áhugi sé á þessum.

1989 módel
Ekinn um 160.000
38" Ground Hawg á 14" breiðum tveggja ventla stálfelgum
4.0l Línusexa og BORLA flækjur, hljómar hrikalega vel og þrælvirkar
Dana 30 að framan, styrkt en ólæst
Dana 44 að aftan, Detroit TrueTrac tregðulæsing
Loftnet og lagnir fyrir VHF
Vigtar 1700kg á 38" með hálfan tank af bensíni
Grá innrétting, mjög heilleg
Geislaspilari

Gallar:
Lakkið mætti verið betra en bíllinn er ryðlaus.
Legusöngur í afturdrifi, pinionlega sennilega farin.

Sílsar heilir og undirvagn mjög góður. Dráttarbeisli undir bílnum.
Mikið búið að endurnýja, s.s spindla, hjólalegur, krossar í drifsköftum, kveikjukerfið eins og það leggur sig, nýr rafgeymir, nýr alternator, nýjir stillanlegir Koni gasdemparar, nýr pústskynjari, nýr loftflæðiskynjari og eitthvað fleira.

Verð: Tilboð
Hægt að hafa samband í skilaboðum eða í síma 846 5350

Þið verðið að afsaka hvað myndirnar sýna lítið, ég hafði ekki tíma akkúrat núna til að skafa snjóinn og klakann af bílnum.

Image

Image

Image
Þetta er svo gott sem eina ryðið í bílnum. Annar slæmur punktur við lakkið er sá að ristar hafa verið settar í húddið af fúskara og er málningin flögnuð af þeim. Annars er lakkið þokkalegt, en farið að verða bleikt á toppnum og húddi svo það þyrfti að massa hann aðeins.

Image

Re: 38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 14.jan 2013, 13:34
frá Maddi
Þessi eyðir alls ekki svo miklu. Mældi hann í gær, Rvk-Hvanneyri, vel hlaðinn ad drasli, og hann var að eyða rétt tæpum 13ltr/100.

Re: 38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 14.jan 2013, 18:10
frá Lalli
skipti á subaru?????????

Re: 38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 14.jan 2013, 18:30
frá Maddi
Haha það væri nú einfalt, kannski á sléttu. ;)

Re: 38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 14.jan 2013, 18:39
frá Lalli
hvernig væri það :D

Re: 38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 14.jan 2013, 19:18
frá Hakongis
Skipti slétt á yaris 99'módel, beinskiptur, 178 keyrður og 3dyra?

Re: 38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 14.jan 2013, 20:10
frá Maddi
Nei takk.

Re: 38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 17.jan 2013, 01:52
frá Maddi
Og upp.

Re: 38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 17.jan 2013, 23:16
frá Valdi B
hvAÐ ER VERÐIÐ ?

Re: 38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 19.jan 2013, 20:05
frá Maddi
Upp.

Re: 38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 24.jan 2013, 22:58
frá igleh
Sæll ég er tilbúinn að kaupa þennann bíl af þér á 150.000
Kv.helgi (8448878)

Re: 38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 28.jan 2013, 22:14
frá Maddi
Þú getur mögulega fengið dekkin og eina sætisól fyrir 150.000.
En þá verður bíllinn illseljanlegri, svo ég held ekki.

Re: 38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 29.jan 2013, 14:34
frá Valdi B
komdu með eitthvað verð á þetta...

Re: 38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 29.jan 2013, 15:08
frá Maddi
Allt í lagi. Nú er bíllinn sem ég hafði augastað á seldur, og því hef ég ekki áhuga á að láta þennan fyrir minna en 500.000 krónur.

Re: 38" Cherokee XJ árg 1989

Posted: 29.jan 2013, 18:06
frá Valdi B
Maddi wrote:Allt í lagi. Nú er bíllinn sem ég hafði augastað á seldur, og því hef ég ekki áhuga á að láta þennan fyrir minna en 500.000 krónur.


hefðir mögulega verið búinn að selja ef þú hefðir verið kominn með verðhugmynd og getað keypt þennan bíl sem þér langaði í :)