Síða 1 af 1

Toyota Hilux Diesel Turbo

Posted: 01.jan 2013, 21:50
frá Diggler
Toyota Hilux ´90 slatta breyttur jeppi...

Bíllinn er 4 dyra, beinskiptur, Diesel Turbo (Landcruiser kram) og eyðir nánast engu.

Bíllinn er slatta mikið breyttur og stendur á nýlegum "36 Gumbo Monster Mudder dekkjum sem hefur aldrei verið hleypt úr og sem ég lét micro skera þegar þau fóru undir hann núna í desember byrjun.

Bíllinn er með diskalæsingu að aftan og framan, Landcruiser 70 2.4L Diesel Turbo vél, hásingar að framan og aftan og er drullu seigur í snjó, drullu og hálku.
Bíllinn er á gormum að aftan en fjöðrum að framan og er mjög stöðugur og ekkert svagur að neinu viti í halla..
Stibretti eru á bílnum líka...

Með bílnum fylgja kastarar og kastaragrind framan á hann ef fólk vill og auka dekk í fullri stærð ("36 Gumbo Monster Mudder).

ImageImageImage

Það er lítið sem ekkert ryð í grind og það er stutt síðan að body var málað svo að það er lítið ryð þar heldur.

Skúffa og bretti eru líka af nýrri bíl svo að þessi er svoldið mikið endurnýjaður.

Ásett er 740.000 kr.-

Hann fer samt á MJÖG góðu staðgreiðsluverði

Get boðið visarað að hluta til eða öllu leiti.

Get tekið bíl uppí

Sendið tilboð í Einkapósti...

Re: Toyota Hilux Diesel Turbo

Posted: 04.jan 2013, 04:47
frá birgir94
er með subaru legacy 02 stw i góðu standi skoðaður 13 atugasemda laust

Re: Toyota Hilux Diesel Turbo

Posted: 06.jan 2013, 03:41
frá toti567
eyðir nánast engu, er það svona 10-13 L innanbæjar ? Eða hvað ?

Re: Toyota Hilux Diesel Turbo

Posted: 06.jan 2013, 12:37
frá Diggler
Sæll

Nánast engu er um 10-12L innanbæjar eftir hita já...

Fer samt vel undir 10L í langkeyrslu og ferðalögum og eyðsla er nokkuð skapleg og vel viðráðanleg í átökum :)

Re: Toyota Hilux Diesel Turbo

Posted: 06.jan 2013, 14:07
frá Big Red
toti567 wrote:eyðir nánast engu, er það svona 10-13 L innanbæjar ? Eða hvað ?


Tel það nú lítð miðað við stærð og breytingar ;) frítt bump

Re: Toyota Hilux Diesel Turbo

Posted: 06.jan 2013, 14:29
frá seg74
Viltu selja kastaragrindina sér?????

Re: Toyota Hilux Diesel Turbo

Posted: 06.jan 2013, 20:00
frá toti567
Já er ekki að segja að hann eyði miklu. Alls ekki, eyðir bara lofti miðað við stærð.

Re: Toyota Hilux Diesel Turbo

Posted: 06.jan 2013, 20:02
frá Oskar K
þetta eru einkennilegir gormar þarna að aftan

Re: Toyota Hilux Diesel Turbo

Posted: 07.jan 2013, 12:58
frá Diggler
Bíllinn er seldur... Með gormunum og fjöðrunum að aftan :)