Árni Braga wrote:þetta held ég að sé nú ekki alveg satt er það?
ég er sjálfur búin að prufa þetta.
var á ford eins og þinn en er á patta núna sem er á 46" það munar ca helming á fjöllum
sem pattin er að eyða minna
það reyndar vantar aflið í pattan .
en hvað um það þetta er djjjjöööö flottur bíll hjá þér,
Eyðsla skiptir ekki öllu
það er að hafa gaman af þessu.
get hugsað mér skipti við þig..
Ég hef horft upp á bílinn hjá Ívari mokeyða þegar vélinni er beitt alminnilega, en ef hann gerir það stingur hann líka nær alla af. En meðan hann er keyrður venjulega, þannig að hann sé á ferð með flóru allskonar jeppa þá eyðir hann svipað miklu og t.d. nokkrir gamlir patrolar sem við höfum átt, allir eitthvað uppskrúfaðir og á 38-41" dekkjum, á þeim var vélin alltaf undir 100% álagi þar sem við keyrðum þá alla jafna eins hratt og rellan kom þeim áfram á meðan fordinn mallar þetta bara. Vissulega er talsverður munur ef borið er saman við t.d. 2,9 musso og 3,0 4 runner á 38" en miðað við flesta jeppa á fjöllum er eldsneytiskostnaðurinn ekkert óeðlilegur, a.m.k. vel innan skekkjumarka.
Hvet þá sem eru að spá í bílinn til að hafa samband við Ívar og prófa hann (s.s. Fordinn, ekki Ívar;-), það er óhugnarlega gaman að keyra þetta apparat!
Kveðja, Freyr
