Síða 1 af 1

Höfðingja er leitað.

Posted: 08.jún 2012, 12:20
frá 66 Bronco
Vantar hér bíl, af vænlegri gerð
veglegan, sterkan og hraustan
skal hann úr áli og skal hann í ferð
sýnast með bílstjórann traustan.

Níu skal bera, núna er skýrt
að nokkuð hér þrengist um valið
hann skal því langur, og kátur um hýrt
höfuðið strjúka - vel alið.

Hér kemur síðasti hængurinn á
hann skal 'þekkja ófáa daga
reynslan skal mikil og reistur skal sá
Rover er gistir minn haga.

Hjörleifur,
hjollihs@simnet.is
8987504