Bíllinn þarfnast smá ástar en ætti ekki að vera stórmál að koma honum í stand fyrir veturinn
Hann er með endurskoðun til enda nóvember og þarf að gera eftirfarandi
Stilling aðaljósa: Vinstra framljós of neðarlega
Önnur ljósker: Þarf að tengja vinnuljós inn á stöðuljós
Flauta: virkar ekki
Pústið: er bara hálft undir honum, þyrfti að græja bara sílsapúst undir hann ekki stórmál
Dyrabúnaður:vinstri afturhurð opnast ekki
Hjólhlífar: vantar drullusokka
Sæti: Búin að breyta skráningu úr 7 manna niður í 5 manna, hægt að breyta aftur ef menn finna sér sæti , belti til staðar
Stýrisendar: þarf að skipta um stýrisenda H/M út við hjól
Hemlarör: þarf að festa þau á afturhásingu, hafa verið losuð þegar bremsur voru teknar í gegn að aftan (eru nýuppteknar) og lekur rör hægra megin að aftan
Raftengi fyrir eftirvagn: vinstra stefnuljós virkaði ekki, líklega bara hreinsa upp tengið
Slökkvitæki: þarfnast skoðunar
Sjúkrakassi: vantar
Gæti græjað eitthvað af þessu á næstu dögum ef ég hef tíma en annars selst hann í því ástandi sem hann er í
það þarf að fara eitthvað aðeins í ryð í boddýi en grind er heil í honum, aðalega yfirborðsryð fyrir utan í öðru frambrettinu en það er lítið mál að græja fyrir vanan mann
einnig þyrfti að redda öðru hurðaspjaldi bílstjóra megin, losnað frá haldfangið til að loka hurðinni, kannski möguleiki að laga það
Þetta eru svosem engin stórmál að græja en þar sem ég á annan jeppa sem mínir peningar fara í þá vantar mig bara að losna við þennan
það fylgir honum Yeasu vhf stöð með 4x4 rásunum og loftnetstöng á toppi, en hinsvegar er þessi VHF stöð með biluðum útgang kostar ca 20þ að gera við sem er tæplega hálfvirði að nýrri stöð menn ráða þá bara hvað þeir gera hvort þeir kaupi sér nýja stöð eða geri við þessa eða noti stöð sem þeir eiga fyrir
AC loftdæla sem virkar og tengi að framan
hann er með vinnuljósum og 4stk kösturum að framan
orginal hlutföll í honum , mjög góður gírkassi, engin leguhljóð eins og algengt er í þessum bílum
Hann er ekinn 299þúsund , en eitthvað minna á mótor, mótor úr 99 bíl í honum sem virkar mjög vel
Set á hann 450þúsund , ætti ekki að vera stór kostnaður við að koma þessum bíl í lag fyrir veturinn


hér eru betri myndir af því sem þarf að græja í boddývinnu , ekkert stórmál svosem
http://www.photobucket.com/patrol38