Ford Econoline 350 XLT Club Wagon
Árgerð: 2002
Akstur: 270.000 km.
Vél: 5.4 Triton V8, Bensín og sjálfskipting með overdrive. Afturdrifinn.

Lúxus húsbíll til sölu, bíllinn var smíðaður á árunum 2005-2008 og var engu til sparað. Eingöngu notaðir hágæðahlutir og efni í bílinn. Áður en byrjað var að breyta bílnum í húsbíl í 2005 var hann mikið endurnýjaður s.s. nýjir spíssar og háspennukefli, upptekin stýrismaskína ofl. Innrarými er einstaklega vel skipulagt og glæsilegt í alla staði. Sérsmíðaðar innréttingar og allur klæddur á afar hlýlegan máta að innan. Slönguskinnsdúkur á gólfi. Mikið og gott skápapláss og allt skipulag með besta móti. U-bekkur afturí sem breytist í rúm fyrir 2- 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn. Upphækkaður trefjaplast toppur með opnanlegri topplúgu og stórum skápum. Auka rafkerfi er til staðar fyrir neyslu með stjórnborði, auka rafgeymi og fleira. Hægt er að tengja bílinn við 220v landstraum og við það hlaðast báðir rafgeymar (hleðslustöð og 2x 150 AMP rafgeymar). Flott LED lýsing, dökkar rúður og gardínur. Captain stólar frammí, bílstjórastóll með rafstillingum og farþega stóll á snúningsfæti. Að geta snúið farþegastólnum gefur töluvert meira pláss og betri umgengni. Það fylgja með gardínur sem eru settar upp í framrúðu og fremri hliðarrúður á einfaldan og fljótlegan hátt.

Bíllinn er 33“ breyttur og stendur á Dick Cepek dekkjum og flottum álfelgum. Stigbretti og brettakantar. 100% ARB loftlæsing á afturhásingu og hjálparloftpúðar á milli fjaðra sem stjórnast innan úr bíl. Prófíltengi fyrir dráttarbeisli að framan og aftan. Bíllinn hefur verið notaður eingöngu á sumrin síðustu 5-8 ár og verið geymdur inni á veturna í upphituðu húsnæði. Reglulega bónaður og topp viðhald, sannkallaður dekurbíll. Það hafa verið farnar nokkrar ferðir inn á hálendi á sumrin í veiðivötn og þar um kring. Aldrei lent í neinu veseni með að komast þangað sem ætlunin var að komast og það munar um loftlæsinguna. Bíllinn er búinn stórri markísu og Það fylgir bílnum stórt nánast ónotað fortjald sem festist á markísuna. Einnig fylgir skjóltjald sem smellist neðan á bílinn til að halda íslenska útileguveðrinu í skefjum.

Bíllinn er hlaðinn aukabúnaði af bestu gerð. Electrolux gas ísskápur, vaskur með heitu og köldu vatni (vatnshitari), helluborð, gasmiðstöð með thermostat, Flatskjár + DVD og sjónvarpsloftnet, Gasskynjari, 100 L ryðfrír vatnstankur ofl. Ofl.

Aftan á bílnum er stór geymslukassi þar sem allur útilegubúnaður, grillið og veiðidótið kemst auðveldlega fyrir, Lokið á kassanum nýtist sem aðgerðarborð til að verka fisk eða hvað sem fólki dettur í hug. 2 Gaskútar eru í kassanum og gengið frá öllum tengingum með hraðtengjum. Fyrsta flokks frágangur. Hægt er að taka kassann af bílnum á fljótlegan hátt, hraðtengingar á bæði rafmagni og gasi. Einnig er hægt að renna kassanum aftur um hálfan meter til að þrífa á bakvið eða opna afturhurðar. Á kassanum eru flott LED ljós og LED bakkljós. Bíllinn er 100% ryðlaus.

Bíllinn er búinn 4 kösturum að framan á lítilli krómgrind, 2 stk. Hella Luminator 1000m og 2 stk. Fiskiaugu. Custom fram og afturljós og mikið af flottum díóðuljósum að framan að ofanverðu og í stigbrettum. Vindhlífar á rúður í framhurðum og húddhlíf.

Þetta er alvöru húsbíll af gamla skólanum. Skráður 8 manna með belti fyrir alla. Einstaklega vel heppnaður bíll í alla staði. Keyrður að meðaltali 2000 km. Á ári síðan 2005
Verð: 5.490.000 kr. Ekkert áhvílandi, Selst skoðaður og klár í ferðalög.
Ef þú hefur áhuga á að skoða eða prufukeyra vinsamlegast hafið samband við Sigurð í síma: 892-9027 eða sendið tölvupóst á nomis97@gmail.com
Takk fyrir að skoða auglýsinguna okkar

















