Góðan daginn
Þar sem ný hugmynd fæddist í kollinum á mér í gærkvöldi, vil ég kanna möguleikann á að selja Patrolinn í stað þess að fara í að klára hann
Þetta er 1997 árgerð ekinn ca. 260þús km, vél, kassar og hásingar í fínu lagi
ATH bíllinn er ekki breytingaskoðaður
Bíllinn er á 38" Mickey Tomson MTZ dekkjum ca. 5mm eftir af munstri, og 14" breyðum felgum með 2 ventlum
Ég kaupi bílinn eftir veltu, og var byrjaður á að rétta toppinn á honum en er ekki búinn, það þarf að tjakka húsið örlítið til, framrúðan passar ekki í :)
Boddy er nokkuð heilt fyrir utan skemdir á topp, lítið rið í boddy
Grindin er að sama skapi sæmileg, fyrir utan standard rið aftan við afturhjól bílstjóramegin
Orginal hlutföll, afturlásinn virkar fínt, nýlega búið að endurnýja í framdrifi
framan á bílnum er kastaragrind, og á topp er einn bogi með vinnu/ bakkljósum
Prófíltengi framan og aftan, drullutjakksfestingar
Nýlegur 3 raða vatnskassi er í bílnum,
Intercooler fylgir með, boostmælir er í bílnum fyrir túrboþrýsting
Einn hængur er á gjöf Njarðar, að snorkelið fylgir ekki með, ég á það ekki, og má ekki selja það með bílnum :)
Fínt að keyra bílinn og ég skellti mér uppá Kaldadal um páskana, og virkaði hann vel
Óska eftir tilboðum í djásnið
Kv
Helgi Axel
852 8556
38" Nissan Patrol 1997 til sölu
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 259
- Skráður: 27.maí 2010, 19:27
- Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
- Staðsetning: Akranes
38" Nissan Patrol 1997 til sölu
- Viðhengi
-
- IMG_0344.JPG (92.87 KiB) Viewed 2947 times
-
- IMG_0345.JPG (110.44 KiB) Viewed 2947 times
-
- IMG_0346.JPG (113.51 KiB) Viewed 2947 times
-
- IMG_0347.JPG (76.31 KiB) Viewed 2947 times
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur