Nissan Patrol árgerð 2000, 3.0l vél, sjálfskiptur, ekinn ca. 220.000 km en vélinn er ekinn ca. 140 þús.
Bíllinn er breyttur fyrir 35" dekkjastærð og er hann á ágætis 35" BF Goodrigde dekkjum, nóg eftir af munstri. Felgurnar eru 12,5" breiðar og með úrhleypi ventli. 3" púst er undir bílnum og með öllum helstu staðalbúnaði sem Patrol kemur með. Einnig eru á honum eyru að aftan fyrir trullutjakk, grómgrind að framan. Í honum er líka loftdæla og takkar fyrir kastara í mælaborði.
Það sem búið er að gera fyrir bílinn eftir að ég fékk hann fyrir rúmum þremur árum er:
- setja undir hann 3" púst.
- setja í hann nýjan altenator, tvö ár síðan.
- setja í hann nýja rafgeyma frá Skorra, eitt og hálft ár síðan.
- síðasta sumar var pústgrindin löguð af BFO.
- í haust var svo byrjað að laga rið í grind fyrir aftan hásingu.
Ástæða fyrir sölu er að í vetur þá hrundi olíuverkið og hef ég einfaldlega ekki aðstöðu, tíma né pening til að takast á við það áfall.
Óska eftir tilboðum í gripinn, um er að ræða flottann bíl sem er í góðu standi að öllu öðru leiti nema olíuverkið.


