Síða 1 af 1

vantar hjálp með fjöðrun undir hestakerru

Posted: 31.aug 2011, 10:40
frá Ólafur Ragnarsson
sælir

ég ætla í rólegheitum að fara að viða að mér efni í góða hestakerru, hún á að vera 4 eða 5 hesta og með beislisbremsu.
ég ætla að hafa hurð aftan á henni, þannig að trunturnar stíga beint upp í kerruna en ganga ekki upp ramp eins og stundum er.

Þá datt mér í hug hvort ekki væri sniðugt að hafa svona kerru á loftpúðafjöðrun, bæði upp á ömurlega malarvegi og svo til að geta slakað henni niður þegar erfiðum truntum er troðið inn í vagninn.
Hvernig væri best að útbúa þetta, kerran yrði á 2 hásingum.
allar hugmyndir vel þegnar.

kveðja Ólafur