Kerrusmíði

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Kerrusmíði

Postfrá arni87 » 31.maí 2011, 16:10

Nú er ég að spá í að smíða kerru.
Stefnan er að hafa hana í heildina 1,5 m á breidd og 2-3m á lengd.
Ég ætla að hafa fellanlegan hlera á henni.

Nú er pælingin hvort ég egi að nota vinkiljárn í kerruna eða prófílstál og svo hversu þykt?
Ég ætla að nota prófílstál í grindina undir kerruni og er að velta fyrir mér hvaða stærðir ég ætti að taka í það og þykt.

Með von um skjót og góð svör.


Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


G,J.
Innlegg: 91
Skráður: 20.feb 2011, 13:51
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: Kerrusmíði

Postfrá G,J. » 31.maí 2011, 16:35

Sæll.

Þegar ég hef verið að smíða kerrur þá nota ég oftast 40x60x2 prófíl í grindina og
svo 25x25x2 eða 30x30x2 í skjólborðin.
Ef þig vantar meiri burðargetu þá er 40x80 líka góður kostur.
Annars fer þetta að sjálfsögðu eftir hvaða burðargetu þú ert að
leita eftir.

Kv.GJ
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Kerrusmíði

Postfrá Þorsteinn » 31.maí 2011, 18:22

ég mundi nota vinkil og flatjárn í kerruna sjálfa en svo kaldbeygða skúffu í grindina. kerrur úr prófíl eiga það til að ryðga að innan. ég á td. eina svoleiðis.

hvað á að vera mikill burður í kerruni?

kv. Þorsteinn


G,J.
Innlegg: 91
Skráður: 20.feb 2011, 13:51
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: Kerrusmíði

Postfrá G,J. » 31.maí 2011, 20:11

Þorsteinn wrote:ég mundi nota vinkil og flatjárn í kerruna sjálfa en svo kaldbeygða skúffu í grindina. kerrur úr prófíl eiga það til að ryðga að innan. ég á td. eina svoleiðis.

hvað á að vera mikill burður í kerruni?

kv. Þorsteinn


Auðvitað borar maður prófílinn og lætur galvanhúða grindina :)

kv.GJ (sem átti líka eina ryðgaða)
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Kerrusmíði

Postfrá arni87 » 01.jún 2011, 19:51

Ég þakka skjót og góð svör myðað við lýsingar hjá mér.
Kerran þarf að geta borið útilegubúnað fyrir skátafélag sem er rétt undyr tonni að þyngd.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Kerrusmíði

Postfrá Þorsteinn » 01.jún 2011, 23:01

sæll,
fáðu að skoða kerruna hjá björgunarsveitinni ársæli. það er mjög sniðug smíði á henni og held það sé hægt að smella skelinni af grindinni.

kv. Þorsteinn

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Kerrusmíði

Postfrá Einar » 03.jún 2011, 00:22

arni87 wrote:Ég þakka skjót og góð svör myðað við lýsingar hjá mér.
Kerran þarf að geta borið útilegubúnað fyrir skátafélag sem er rétt undyr tonni að þyngd.

Ef hún á að fer yfir 750kg í heildarþyngd (kerra + hlass) þarf hún að vera með bremsum.
Þó hún sé undir 750kg mörkunum þarf hún að vera skráð ef það á að fara yfir 60 km/klst. með hana án þess að eiga á hættu að fá hraðasekt.
Prófílar eru vonlaust smíðaefni í svona nema nota alvöru riðvörn eins og galvanieringu.
Úr því verið er að smíða sæmilega volduga kerru hafðu hana 3m frekar en 2m, þú sérð aldrei eftir því, hjá mér hefur það oft komið sér vel.


Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir