Að hlaða rafgeymi í tjaldvagninum með bílnum.

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Að hlaða rafgeymi í tjaldvagninum með bílnum.

Postfrá StefánDal » 30.maí 2017, 15:50

Titillinn segir allt um það sem ég er að spá í.
Er með neyslugeymi í tjaldvagninum og langar að geta hlaðið hann á ferð. Er þetta mikið mál? Þarf ég að setja díóðu td?
Annað. Er ekki viðurkennd aðferð að láta venjulegt rafgeymahleðslutæki sjá um að hlaða geyminn og nota það líka sem aflgjafa fyrir þann 12v. búnað sem er í vagninum?




kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Að hlaða rafgeymi í tjaldvagninum með bílnum.

Postfrá kaos » 31.maí 2017, 01:35

Ég myndi mæla með að nota "battery isolator". Það eru þrjú möguleg vandamál sem þarf að huga að:
1. Að tæma ekki startgeyminn með neyslu.
2. Að sprengja ekki öryggi með því að starta frá neyslugeyminum.
3. Að sprengja ekki öryggi með of miklum hleðslustraum á neyslugeymi.
Ef að straumurinn frá bílnum er tengdur í gegnum sviss, leysist vandamál 1 af sjálfu sér. Ef hann er útvarpsstraumur (kemur á með svissinn í ACC, og slokknar meðan startað er), þá leysist vandamál 2 líka. (Það er rétt að taka fram að vandamál 2 er ekki endilega til staðar, ef bíllinn er léttur í starti og fljótur í gang, og startgeymir í góðu ástandi.)
Vandamál 3 kemur aðeins til ef neyslugeymirinn er þokkalega stór og hefur verið verulega afhlaðinn, og/eða tengingin frá bílnum er mjög rýr.
Varðandi díóðu þá getur hún leyst vandamál 2, og jafnvel óbeint vandamál 3 líka, en bætir við sínu eigin vandamáli, sem er of lág hleðsluspenna á neyslugeyminum. Spennufall yfir venjulega afriðilsdíóðu er a.m.k. hálft volt, sem þýðir að geymirinn myndi aldrei fullhlaðast, sem fer illa með hann. Gæti þó gengið ef hann er fullhlaðinn öðru hvoru með hleðslutæki.

Varðandi hleðslutæki sem aflgjafa, þá veit ég ekki með "viðurkennda" aðferð, en það getur gengið ef hleðslutækið er nógu öflugt (þarf að ráða við meiri straum en búnaðurinn tekur), og það er ekki alltof "gáfað": Mörg nýrri hleðslutæki eru fjölþrepa, með nákvæma mælingu á hleðsluspennu og -straum, og gætu ruglast í ríminu ef það er verið að taka straum frá þeim til annarra nota.

--
Kveðja, Kári.

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Að hlaða rafgeymi í tjaldvagninum með bílnum.

Postfrá StefánDal » 31.maí 2017, 06:11

Takk fyrir svarið.
Mér datt í hug að hafa vírinn á neyslugeyminn tengdan í gegnum stórt relay (start eða glóðakertarelay) og kveikja þannig á hleðslunni handvirkt. Er eitthvað sem mælir gegn því eða er svona isolator betri búnaður?

Mér sýnist svo vera hægt að fá þokkalega gáfuð hleðslutæki með 10 amp supply mode sem er nákvæmlega það sem mig vantar.


kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Að hlaða rafgeymi í tjaldvagninum með bílnum.

Postfrá kaos » 31.maí 2017, 08:48

Ekkert sem mælir gegn því. Það tryggir reyndar ekki gegn óhóflegum hleðslustraum á neyslugeymi, en líkurnar á því að það sé vandamál verða hverfandi ef vír og relay er öflugt. Eini gallinn er að það þarf að muna að kveikja eftir að bílnum er startað, og slökkva þegar drepið er á. Reyndar gætirðu tekið stýristrauminn fyrir relayið frá útvarpsstraum (ACC) og þannig fengið sjálfvirkni. Ath. að þú þarft að nota viðeigandi öryggi við báða rafgeymana.

--
Kveðja, Kári.

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Að hlaða rafgeymi í tjaldvagninum með bílnum.

Postfrá StefánDal » 31.maí 2017, 13:55

Hvernig reikna ég út rétta stærð af öryggjum í báða enda?


einsik
Innlegg: 116
Skráður: 24.jún 2011, 19:15
Fullt nafn: Einar S. Kristjánsson

Re: Að hlaða rafgeymi í tjaldvagninum með bílnum.

Postfrá einsik » 31.maí 2017, 22:02

Ef bíllinn er með 13 pinna tengi þá er amk einn ef ekki tveir pinnar fyrir hleðslu.
Einar Kristjánsson
R 4048


kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Að hlaða rafgeymi í tjaldvagninum með bílnum.

Postfrá kaos » 01.jún 2017, 00:38

Öryggi eiga einfaldlega að vera veikasti hlekkurinn í keðjunni, svo að þau fari áður en hætta er á að vírar, tengi eða relay skemmist eða valdi jafnvel íkveikju. Í þínu tilfelli geturðu ráðið vírasverleika og relay stærð, svo takmarkandi þátturinn er líklega tengið. Ef straumurinn er tekinn í gegn um kerrutengi þá veit ég svosem ekki hvað þau eru gerð til að bera mikinn straum, en myndi giska á kannski 20A. Persónulega myndi ég ekki nota stærra öryggi en 15A við svoleiðis tengi nema fullvissa mig um að það beri meira. Hinsvegar er líka hægt að taka strauminn um sér tengi, t.d. spiltengi, og ná þannig töluvert meiri flutningsgetu.

Varðandi vírasverleika, þá er t.d. hér https://www.bluesea.com/resources/529/Allowable_Amperage_in_Conductors_-_Wire_Sizing_Chart tafla með raunhæfum gildum. Hún er reyndar fyrir skiparafmagn, en rafeindirnar hegða sér eins á landi :-) Samkvæmt henni getur t.d. 4 kvaðrat vír borið 24A, miðað við að vera í kapli eða búnti með öðrum vírum og að einangrunin þoli 75°C, en fellur niður í 18A í vélarrými þar sem umhverfishitinn er hærri. Það er góður sverleiki fyrir straumrás sem er varinn af 15A öryggi. Ef þú vilt fara í 30A þarftu a.m.k. 6 kvaðröt (37/28A).

Venjuleg bílarelay (kubbar) eins og menn nota gjarnan fyrir þokuljós geta borið 15A, en hægt er að fá 30A útgáfur sem líta nánast eins út, en eru með breiðari pinnum.

--
Kveðja, Kári.

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Að hlaða rafgeymi í tjaldvagninum með bílnum.

Postfrá StefánDal » 01.jún 2017, 22:09

Takk fyrir þessar upplýsingar.
Ég keypti í dag svona "smart" hleðslutæki fyrir rafgeyminn í vagninum. Það er 12v og 5.5A. Skellti því á í þegar ég kom heim (þá mældist geymirinn 11.84v.) og fór svo út þremur tímum síðar og bjóst við því að sjá fagurgrænt ljós.
En nei... þá var ljósið ennþá gult og tækið hamaðist í 14.26v. Slökkti á tækinu og þá stendur geyminn í 13.84v.
Þá rak ég augun í það að geymirinn er 118ah en tækinu er ætlað að hlaða max 85ah geyma.
Getur kviknað í draslinu eða tekur bara lengri tíma að hlaða geyminn?
Ég keypti þetta dýra tæki en ekki gamaldags "heimskt" tæki svo ég gæti sofið áhyggjulaus með fjöldskylduna í vagninum og tækið í gangi.


kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Að hlaða rafgeymi í tjaldvagninum með bílnum.

Postfrá kaos » 01.jún 2017, 23:37

Ef að spennan er komin niður fyrir 12V álagslaust bendir það til að geymirinn hafi verið orðinn nokkuð tómur, svo það er eðlilegt að hann hafi ekki verið orðinn fullhlaðinn á þrem tímum með þessu hleðslutæki. Það má fá grófa hugmynd um hleðslutíma á tómum geymi með því að deila í rýmdina með hleðslustraumnum. Í þessu tilfelli 118Ah / 5,5A = ca. 21,5 klst. Reyndar gott betur, þar sem geymirinn hefur ekki 100% nýtni, og amperstundafjöldinn miðast við afhleðslu. Ég myndi prófa að hafa það við í a.m.k. sólarhring og sjá hvort það nær að fullhlaða geyminn.

Getur kviknað í draslinu? Þessu er erfitt að svara. Ef þú spyrð framleiðandann ítrekar hann sjálfsagt bara að tækið sé einungis hannað fyrir 85Ah geyma eða minni, og engin ábyrgð sé tekin ef það er notað við stærri geyma. Ég giska nú á að íkveikjuhættan sé ekki veruleg, en hins vegar gæti líftími tækisins styst, og hugsanlega gæti það ruglast í rýminu (t.d. ákveðið að geymirinn sé bilaður, ef því finnst hann ekki hlaðast nógu hratt) þegar það er notað við svona stóran geymi.

--
Kveðja, Kári.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Að hlaða rafgeymi í tjaldvagninum með bílnum.

Postfrá olei » 02.jún 2017, 13:00

Er hleðslutækið ætlað fyrir deep cycle rafgeyma eða venjulega bílgeyma?


Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 11 gestir