Að taka með sér óbreyttann tjaldvagn á f-vegi?


Höfundur þráðar
gunnarda
Innlegg: 5
Skráður: 29.apr 2012, 13:10
Fullt nafn: Gunnar Davíðsson
Bíltegund: Grand Cherokee 2004

Að taka með sér óbreyttann tjaldvagn á f-vegi?

Postfrá gunnarda » 05.júl 2016, 12:07

Var að kaupa mér lítinn 350kg tjaldvagn til að hafa með mér aftan í Grand Cherokee. Spurningin er hvort það sé þörf á að breyta honum, hækka upp eða setja stærri dekk svo hann geti verið með td inn á tjaldstæðið við Landmannalaugar, suður Fjallabaksleið syðri og aðrar svipaðar leiðir? Vill líka vita, ef einhver veit, er hægt að gera eitthvað til að forðast vatn í legur þegar ekið er yfir vöð?

LitillTjaldvagn.jpg
LitillTjaldvagn.jpg (43.97 KiB) Viewed 5950 times


Gunnar Davíðsson
Jeep Grand Cherokee 2004 Limited 5,7l HO


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Að taka með sér óbreyttann tjaldvagn á f-vegi?

Postfrá Izan » 05.júl 2016, 18:00

Sæll

Það er ekkert mál að skipta um vatn á legunum af og til. Það er ekki höfuðvandamálið heldur hitt að fá ekki allt á flot inní vagningum sjálfum þ.e. tjöld og dýnur.

Vandamálið held ég að sé fyrst og fremst undirvagninn þ.e. þar sem skelin er fest við grindina. Þetta er oftast nær frekar dapurt og mjög vinsælt að skemmist á grófum vegum.

Ég hef farið yfir Urðarháslinn með ferðafélaga sem dró tjaldvagn og hvorugum virtist meint af því. Það var mikið í einni á sem við fórum yfir en hann þurfti ekki að treysta á hann eftir hana svo að þetta fór vel allt saman. Það er algengt að menn séu að flækjast með þetta í Þórsmörk án þess að skemma mikið svo að allt er þetta framkvæmanlegt.

Ef þú ferð í breytingar skaltu fyrst hugsa um hvort upphækkunin geri eitthvað erfiðara fyrir við að tjalda honum og hvort öll tjöld nái niður o.s.frv. Þar sé ég fyrir mér að stóru vandamálin liggji. Ég á camplet sem vlri ekkert mál að hækka til tunglsins ef maður vildi en það yrði ógerningur að tjalda honum eftir breytingu.

Kv Jón Garðar


elli rmr
Innlegg: 246
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Að taka með sér óbreyttann tjaldvagn á f-vegi?

Postfrá elli rmr » 05.júl 2016, 22:02

Lofypúðar og loftdæla :) þá er ekkert vesen að tjalda :)
viewtopic.php?f=27&t=21709&p=119195&hilit=Compi+camp#p119195


Höfundur þráðar
gunnarda
Innlegg: 5
Skráður: 29.apr 2012, 13:10
Fullt nafn: Gunnar Davíðsson
Bíltegund: Grand Cherokee 2004

Re: Að taka með sér óbreyttann tjaldvagn á f-vegi?

Postfrá gunnarda » 07.júl 2016, 07:12

Takk fyrir svörin Jón og Erling. Ég var búinn að kíkja á loftpúðaþráðinn og hafði gaman og kanski líka smá gagn af. En þetta með legurnar Jón, hvað áttu við með að skipta um vatn á legunum? Hvernig fer maður að, eftir nokkur vöð, að tryggja sér að legurnar fari ekki að ryðga? Verður að taka allt undan og þurrka legurnar, eða er hægt að spreyja á þetta einhverri olíu án þess að allt þurfi að skrúfa af og undan?
Gunnar Davíðsson
Jeep Grand Cherokee 2004 Limited 5,7l HO


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Að taka með sér óbreyttann tjaldvagn á f-vegi?

Postfrá Izan » 07.júl 2016, 11:14

Sæll

Það er alveg sama prinsippið í þessum legum og hjólalegum í jeppum, þær hitna á keyrslu og snöggkólna í vatni. Þegar þær kólna dregst allt saman í legunni, loft, járn og allt og þá verður undirþrýstingur í legunni og þá gefur pakkdósin eftir og hleypir vatni inn. Vatnið blandast koppafeitinni og á endanum ryðgar draslið sérstaklega ef þetta er ekki hreyft í langann tíma t.d. á veturna.

Eftir mikið vatnssull er gott að opna inn á legurnar, það er yfirleitt járnlok sem auðvelt er að pjakka úr með skrúfjárni. Þá sérðu ástandið á olíunni, ef hún er þokkaleg er kannski ásættanlegt að taka feitina sem þú nærð með góðu móti og setja hreina í staðin en ef hún er verulega vatnsblönduð þarftu að taka drslið úr og þrífa legurnar t.d. með steinolíu. Setja svo saman aftur og smyrja.

Þetta er gott að gera fyrir vetrardvala.

Ég nota minn ekki í vataakstri en opna árlega inn á legurnar bara til að skoða og smyrja.

Kv Jón Garðar

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Að taka með sér óbreyttann tjaldvagn á f-vegi?

Postfrá snöfli » 07.júl 2016, 15:48

Ekkert ves.

Dröslaði óbreyttum Combi Camp út um allt (á orginal 12" dekkjum með flexitorum). M.a. Þórsmörk, Kjöl og Sprengisand og Fjallabak N&S. Ekkert ves.

Helsta spurningin er hversu þéttur hann er uppá að fá ekki vatn inní hann í ám. Hitt er að velja vöð þannig að þú þurfir "örugglega" ekki að stoppa eða bakka.

Var að vísu með hann aftan í 38" bílum með droppi þannig að stoppa eða bakka í íslenskum sumravötnum var ekki issue.

Mæli ekki á móti því að skipta um undirvagn eða fjöðrun en sú staðreynd að þetta er um eða undir 500kg. gerir þetta glettilega þolið.

l.


Rögnvaldurk
Innlegg: 64
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: LC90

Re: Að taka með sér óbreyttann tjaldvagn á f-vegi?

Postfrá Rögnvaldurk » 26.aug 2016, 18:24

Sælir,
Ég er með Ægisvagn og hef farið með hann nokkuð um hálendið og það helsta sem mér finnst vera til vandræða eru dekkin. Ég hef fengið tvisvar sprungið dekk og skemmdar felgur. Ég mæli með að koma honum á stærri dekk.
Kveðja, Rögnvaldur


Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur