Pallhýsi


Höfundur þráðar
asb91
Innlegg: 56
Skráður: 08.jan 2013, 10:12
Fullt nafn: Ari Sigþór Heiðdal Björnsson
Bíltegund: Hilux/Benz

Pallhýsi

Postfrá asb91 » 22.feb 2015, 09:46

Þar sem það er lítið framboð og nánast ógerlegt að fynna nýlegar auglýsingar af litlum camperum eða sirka 8fetum þá ætla ég að prófa að óska eftir slíku er með 2 hiluxa einn double cap og einn extra cap, er að spá í því hvaða stærðir á camperum menn hafa verið að setja á þessa bíla en skoða allt takk fyrir




Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Pallhýsi

Postfrá Fordinn » 22.feb 2015, 11:20

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=3


Ég er hræddur um að þessir stærðir af camperum séu það sem eru í boði fyrir littla bila eins og hilux.

Sjálfur keypti ég mér camper í fyrra og setti aftan á fullvaxinn ford super duty

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

akkurat þessi hér. Þetta er alveg á mörkunum camperinn er skráður tæpt tonn enn fullbuinn i ferðalag er hann orðinn töluvert þyngri enn það, bíllinn hjá mér er búinn sérstökum camper pakka fra´verksmiðju enn eg mun þurfa loftpúða sett að aftan til þetta verði þannig að ég sé sáttur.

Ég veit ekki hvaða reynslu þú hefur af þessu dóti enn þú skalt skoða vel áður enn þú kaupir, ég lennti í því að það var ónytur aftasti hlutinn á gólfinu hafði lekið vatn inní hann og allt i mauki, það var ekki vottur að fúkka lykt inní honum svo mig grunaði ekki að það væri svona slæmt. Ég var svo heppinn að sá sem seldi mér hann var smiður og hann tók hann til baka og skipti um gólfið í honum svo hann er tipp topp. og það fylgir þessu camper dóti að vera með kíttis túbuna og hníf á lofti og endur nyja þettingar á samskeytum.


Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir