Hækka Combi camp


Höfundur þráðar
Target
Innlegg: 22
Skráður: 22.nóv 2010, 21:38
Fullt nafn: Birgir Steinn Finnbjörnsson

Hækka Combi camp

Postfrá Target » 05.okt 2014, 22:57

Sælir, ég er með hugmynd í kollinum og langar á fá álit/ábendingar í samband við hana, og vonandi verður hun framkvæmt fyrir næsta sumar. Þannig er það að ég er með fellihýsi og er orðinn leiður á að vera bundinn við malbik og vesenið við að tjalda því, þó er ekki möguleiki á að draga konuna í óupphitað tjald.. búinn að skoða pallhýsi og virðast þau flestöll vera ónýt eftir nokkura ára notkun. Hugmyndin er s.s. sú að kaupa combi camp án fortjalds, með eldavél og ísskáp aftan á. Setja fjaðrir undir og hækka eitthvað, er þó óviss hversu mikið þurfi að hækka (er á 33" trooper eins og er, planið er að skipta yfir í 38" bíl seinna í vetur). Með miðstöðina að gera hef ég hugleitt gasmiðstöð, sem felur í sér rafgeymir, hleðslu á geymi og gas(auk gas-skynjara), en hugurinn leitar meira yfir í diesel-miðstöð sem verður þá staðsett í bílnum, með 1,5 metra barka yfir í hýsið sem flytur heitt loft inn, auk þess að hafa hitanemann inn í tjaldvagninum.

Endilega látið ykkar skoðun í ljós hvort og hvernig þið mynduð útfæra þetta, líkt og ég segi þá er þetta bara enn hugmynd í kollinum sem á alveg eftir að framkvæma, og tek öllum hugmyndum fagnandi hendi.



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hækka Combi camp

Postfrá Stebbi » 05.okt 2014, 23:48

Gætir haft miðstöðina í kassa á hleranum á bílnum sem gæti þá nýst sem kaðla og verkfærakassi líka. Með því móti opnast möguleiki á því að hafa miðstöð fyrir bílinn þegar vagninn er ekki í notkun. En það fer talsvert mikið af þessum hita beint út um tjaldið og miðstöðin kemur þá til með að ganga meira og minna alla nóttina.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hækka Combi camp

Postfrá hobo » 06.okt 2014, 10:05

Ég fór í hækkun á mínum vagni síðasta vetur.
Ákvað eftir nokkrar predikanir hér á síðunni að fara í loftpúða og ég sé ekki eftir því. Ég get boðið vagninum hvað sem er og hann fær aldrei högg á sig. Svo þarf maður bara að taka loftið úr púðunum til að tjalda án neinna breytinga á toppgrindinni.

viewtopic.php?f=28&t=21709

Image


einsik
Innlegg: 116
Skráður: 24.jún 2011, 19:15
Fullt nafn: Einar S. Kristjánsson

Re: Hækka Combi camp

Postfrá einsik » 06.okt 2014, 11:13

Ég sá einn í fyrrasumar sem var búinn að setja webasto í tjaldvagninn hjá sér. Hann smíðaði kassa á beislið og var með miðstöðina, rafgeymi og lítinn brúsa þar.
En svo var líka einhverntíma til tjaldvagn sem auglýstur var með orginal miðstöð fyrir nokkrum árum, ég man ekki hvar.
Einar Kristjánsson
R 4048


Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir