Grjótkast af kerru í bíl


Höfundur þráðar
Rusticolus
Innlegg: 1
Skráður: 27.maí 2014, 13:39
Fullt nafn: Daníel Bergmann

Grjótkast af kerru í bíl

Postfrá Rusticolus » 27.maí 2014, 13:53

Ég er með farangurskerru sem tekur við grjótkasti undan bílnum og skýtur því í afturdyrnar svo lakkið fer illa. Hvernig er best að komast fyrir svona? Eitthvað dempandi efni sem hægt er að festa á kerruna? Getið þið mælt með einhverjum aðila/verkstæði sem getur tekið að sér að komast fyrir svona vandamál?




ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Grjótkast af kerru í bíl

Postfrá ivar » 27.maí 2014, 14:17

setur svona grjótmottu á beislið. Sérð þetta oft á tjaldvögnum og fellihýsum. Þá fer þetta aldrei á kerruna.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Grjótkast af kerru í bíl

Postfrá ellisnorra » 27.maí 2014, 15:26

Ég hef líka séð gúmmídúk á gaflinum á farangurskerrum og eftir því sem ég best veit þá virkar það alveg ágætlega.
http://www.jeppafelgur.is/


thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Grjótkast af kerru í bíl

Postfrá thor_man » 27.maí 2014, 23:14

Frauðkenndur gúmmídúkur frananá kerruna ætti að drepa kraftinn í steinkastinu!


einsik
Innlegg: 116
Skráður: 24.jún 2011, 19:15
Fullt nafn: Einar S. Kristjánsson

Re: Grjótkast af kerru í bíl

Postfrá einsik » 28.maí 2014, 00:32

Ég er með net á hjólhýsinu hjá mér sem hallar ca 30 gráður eða svo.
Samt sem áður er ég að fá grjótið í afturhlerann ef ég er á grófum malarvegi, sama var þegar ég var með fellihýsi. Maður er að týna steina uppí 1 sm af afturstuðaranum til að geta opnað hlerann.
Spurning hvort það borgi sig að vera með þetta plóglaga, þannig að grjótið skjótist til hliðar?
Einar Kristjánsson
R 4048

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Grjótkast af kerru í bíl

Postfrá Freyr » 28.maí 2014, 20:18

Fyrri alla muni, ekki gera það, þá kastar þú steinum út frá þér á aðra vegfarendur. Nota net með mjög fína möskva eða þá bara segldúk og hafa það hallandi, nema við frambrún aftanívagnsins að neðanverðu og halla svo fram á við í átt að bílnum að ofanverðu, þannig beinir þú frákastinu niður í götu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Grjótkast af kerru í bíl

Postfrá jongud » 29.maí 2014, 09:44

thor_man wrote:Frauðkenndur gúmmídúkur frananá kerruna ætti að drepa kraftinn í steinkastinu!


ódýrasta leiðin væri að nota tjalddýnu, kostar 600-kall í Byko

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Grjótkast af kerru í bíl

Postfrá ssjo » 29.maí 2014, 16:39

Ég er með off-road fellihýsi og pick-up með húsi og var fórnarlamb svona grjótbarnings. Ég fékk mér rifrildi af loðnunót sirka 2x2 m og keypti síðan teygju af rúllu í húsasmiðjunni og benslaði netið á teygjuna. Setti króka á hornin og húkka í auga-króka sem ég setti á drullusokkana á bílnum og síðan í fellihýsið. Heyrir til algjörra undantekninga að það komi steinn upp á netið, hvað þá að hann skjótist í bílinn. Stoppa oftast þegar meður kemur af malbikinu og skelli þessu undir. :-)


Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir