Síða 1 af 1

Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 18.maí 2014, 20:55
frá hobo
Hvernig er það til að geta verið með rafgeymi í tjaldvagni, og ekki með sólarsellu.
Þarf að leggja svera víra fram í bíl til að hann fái hleðslu?

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 18.maí 2014, 21:35
frá Stebbi
Hefði haldið að 6q væri nóg en ef menn splæsa á sig þá ætti 10q að vera flott fyrir vagn og möguleika á að nota lausa loftdælu að aftan. Ertu ekki annars bara að spá í hleðslu á meðan þú dregur vagninn?

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 18.maí 2014, 21:48
frá hobo
Jújú hleðsla aðeins meðan dregið er.

Væri ekki hægt að tengja úr afturljósa-víralúminu í geyminn?

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 18.maí 2014, 22:12
frá Stebbi
Ekki viss um að öryggið fyrir afturljósin myndi halda, marg borgar sig að splæsa bara í smá vír. Getur tekið jörðina úr grind í tengið til að spara þér smá.

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 18.maí 2014, 23:09
frá Polarbear
ef þú ætlar að gera þetta af einhverju viti þá seturðu hleðsludeili og notar alvöru víra í þetta. allt annað er ávísun á vesen, leiðindi og peningasóun.... :)

þetta er t.d. sniðugt: (lestu kaflann sem byrjar á "Trailer / Camper mounted battery isolation")
http://www.hellroaring.com/rv.php

fullt af þessu drasli til á ebay í allskonar útfærslum, en mér finnst sniðugast þetta dót sem maður getur tengt bara í spiltengið og hleðslustýringin er í vagninum sjálfum. Ekkert vesen í dráttarbílnum

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 19.maí 2014, 11:47
frá hobo
Ég talaði við þessa http://www.taeknivelar.is/ og þeir tala bara um búnað sem þarf að vera í bílnum sjálfum og kostnað upp á 35-40 þúsund plús vsk. Það er auðvitað fyrir utan rafgeyminn ...Úffff

Svo er það hinn möguleikinn, og það er að hlaða geyminn með venjulegu hleðslutæki þegar maður kemst í rafmagn.... en það er ekki að virka í margra daga ferðalag um óbyggðir.

Er þetta ebay dót ekki að virka? einhverjar hugmyndir (linkar)?

Spurning að hætta við þessa dellu og taka bara með pakkapasta og niðursoðinn mat í ferðalög.

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 19.maí 2014, 13:10
frá sigurdurk
Ég er nú bara með spennustýrt relay hjá mér fyrir fellihýsið hef ekki lent í veseni með það. Er síðan líka með hleðsutæki við hann þegar að maður kemst í rafmagn.

Svipað þessu http://aukaraf.is/product.php?id_product=111

Kv. Siggi Kári

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 19.maí 2014, 17:30
frá Fordinn
Bara litla hljóðláta rafstöð og slep
pa veseninu =) fæst td i bauhaus

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 19.maí 2014, 19:39
frá ellisnorra
Fordinn wrote:Bara litla hljóðláta rafstöð og slep
pa veseninu =) fæst td i bauhaus


Eða fyrst við erum nú farnir í bullið að setja hásingu undir, gírdobblara og alternator. Þráðlaust tengi svo fyrir ljósin og þá þarf ekki einusinni að tengja kerrutengilinn!


Það er fullt af þessum hleðslu relayum til á ebay, ég prufaði að slá inn split charge relay og fékk fullt af allskonar.
http://www.ebay.com/sch/i.html?_odkw=ch ... y&_sacat=0

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 20.maí 2014, 09:36
frá hobo
Er þá ekki málið að skella sér á t.d eitt svona? http://www.ebay.com/itm/12V-Heavy-Duty- ... 4aca2c4780

Og tengja það svona? http://i157.photobucket.com/albums/t66/ ... harge2.jpg

Virkar spennustýrt relay svona?:
Maður setur bílinn í gang að morgni og spennan er frekar há meðan geymar bílsins eru að ná fullri hleðslu. Svo þegar spennan bílsins lækkar í ákveðna tölu smellur í relayinu og alternatorinn fer að hlaða aukageyminn?

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 21.maí 2014, 01:13
frá Stebbi
Myndin er ekki af spennustýrðu relay, þetta er bara 50-70A relay sem byrjar að hlaða aukarafgeyminn þegar að hleðsluljósið slökknar í mælaborðinu.

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 21.maí 2014, 08:47
frá hobo
Lumar þá ekki einhver á réttri teikningu?

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 21.maí 2014, 09:33
frá Rangur
Af hverju segir þú að þetta sé ekki teikning af spennustýrðu relay?

Og hvar sérðu tengingu í hleðsluljósið?

Ég myndi halda að svona ætti maður að tengja spennustýrt relay (myndi kannski svindla á einhverjum öryggjum).

kv.

ÞÞ

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 21.maí 2014, 12:36
frá Stebbi
Spennustýrt relay les spennuna á aðalgeyminum og lokar þegar hún fer undir ca. 11.5 volt.

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 21.maí 2014, 13:57
frá Rangur
Ég skildi allavega þetta +VE á teikningunni sem slíkan plús. Ef rafkerfið er í lagi þarf það svosem ekki að vera beint á geyminn eða alternatorinn þó að það sé oft þægilegast.

Vilji maður hins vegar vera alveg viss, gæti maður tengt þennan vír eitthvert sem er aðeins á þegar svissað er á bílinn.

kv.

ÞÞ

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 21.maí 2014, 15:33
frá Stebbi
Það eru að vísu tvær myndir á þessari síðu, önnur sýnir relay sem tengir saman geyma við sviss og hin myndir sýnir relayið tengt við hleðsluljósið í mælaborðinu. Þessi sem sýnir tengingu við alternator er mjög sniðug til þess eins að hlaða geymir á tjaldvagni og jafnvel halda 12v kæliboxi köldu á meðan bíllinn er í gangi. Svo þegar drepið er á bílnum þá rofnar tengingin aftur í vagninn.
Spennustýrð relay tengja geymana saman alveg þangað til að spennan á aðalgeymi er komin niður að þolmörkum fyrir start.

Persónulega væri ég með þetta í valhnapp á milli alternators og sviss, þriggja stöðu hnappur með 'off' í miðjuni, þá er hægt að hafa þetta hleðslutengt og gleyma þessu eða hafa þetta á sviss tengt í 'ACC' stöðu svo hægt væri að drepa á bílnum án þess að missa rafmagn á stoppum eins og á bensínstöðvum. En ég þarf oftast að flækja hlutina meira en nauðsynlegt er. :)

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 21.maí 2014, 22:37
frá Sævar Örn
Þetta eru allt góðar hugmyndir, en á þetta ekki frekar heima í húsbílum heldur en í aftanívagn + bíl

en hvað með að hafa nokkuð sveran kapal, 8q td. og leggja hann frá geymi á bíl og aftur að kerrutengli?

svona er þetta í hundruðum bíla á íslandi án teljandi vandræða, rafgeymir í hleðslu tekur aldrei svo mikið inn á sig í hleðslu að hann hiti vírana ekki nema hann sé hreinlega að leiða saman pólum eða vírar að leiða út í jörð


hvi að hleðslustýra rafkerfinu með ferðavagn? eruð þið með áhyggjur af því að vagninn tæmi rafmagnið af bílnum með neyslu? kippa honum úr sambandi hreinlega eða ef vel á að vera setja svert relay t.d. glóðarkerta relay 40A á lögnina sem tengir rásina með svisstraum

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 22.maí 2014, 12:13
frá hobo
Er ekki til straum-jafnari, svona svipað og þrýstijafnari fyrir loft? :) Til að aukageymirinn sé ekki að taka of mikinn straum þegar hann er ekki fullhlaðinn...
Sleppa svo þessum sveru vírum og leggja bara granna víra.
Ekkert relay vesen, bara gleði!

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 22.maí 2014, 14:12
frá cameldýr
hobo wrote:Er ekki til straum-jafnari, svona svipað og þrýstijafnari fyrir loft? :) Til að aukageymirinn sé ekki að taka of mikinn straum þegar hann er ekki fullhlaðinn...
Sleppa svo þessum sveru vírum og leggja bara granna víra.
Ekkert relay vesen, bara gleði!


Hvað með að tengja kerrutengið einfaldlega í gegnum peru? Hafa peruna passlega stóra fyrir fyrir öryggið eða þráðinn. Mann ekki hvað venjuleg aðalljósa pera er í W, 45/50W ef báðir geislarnir eru tengdir samann þá ætti að vera max 7 - 8 amper straumur á þessu.

Mætti setja díóðu milli perunnar og geymisins í tjaldvagninum svo hann afhlaðist ekki.

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 22.maí 2014, 16:42
frá JeepKing
Fáðu þér bara nokkra dynamóa eins og voru á reiðhjólum í gamladaga og láttu þá rúlla utan á dekkinu...


Image

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 22.maí 2014, 17:49
frá hobo
Einfaldar lausnir, ég er að fíla þetta.

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 22.maí 2014, 20:07
frá cameldýr
Þetta átti reyndar ekki að vera fílabrandari þótt það hljómi kannski þannig :)
en
hobo wrote:Er ekki til straum-jafnari, svona svipað og þrýstijafnari fyrir loft? :) Til að aukageymirinn sé ekki að taka of mikinn straum þegar hann er ekki fullhlaðinn...

peran er bara viðnám á hleðslu þræðinum, það ætti ekki að kvikna á henni nema geymirinn í tjaldvagninum taki mikla hleðslu til að byrja með. Allavega svona fræðilega séð.

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 22.maí 2014, 22:51
frá svarti sambo
Af hverju tekurðu ekki bara hleðsluna í gegnum þokuljósapinnann í kerrutenginu og allt lagnavesen í bílnum er úr sögunni. Setur svo bara höfuðrofa (hnífarofa) á geymakassann til öryggis. Síðan þegar að þú ert búinn að tengja vagninn aftaní bílinn, þá slærðu höfuðrofanum inn og hveikir á þokuljósunum á bílnum sem enginn sér vegna vagnsins og hefur höfuðrofann inni á meðan útilegu stendur. Gætir líka sett þessa rauðu kuttara á milli geymis og kerrutengils, til að kerrutengillinn sé ekki að leiða rafmagn eftir að bíllinn hefur verið aftengdur frá vagni. og þá notarðu bara höfuðrofann fyrir kraftinn inní vagninn. Ef þú ert með þokuljós á vagninum, þá ertu bara með rofa fyrir það í geymakassanum ef þú þarft að nota það og þarft aldrei að spá í þetta meir, þó svo að þú skiftir um bíl eða lánar vagninn. Varðandi sverleikann á vírunum fyrir hleðsluna, þá myndi ég halda að 4-6q væru nóg, miðað við vírana í mörgum minni hleðslutækjum (0-10A) og þessum fellhýsum og fl.

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 22.maí 2014, 23:49
frá hobo
Það var einmitt það sem ég var að spá í upphafi, að nota afturljósalúmið (þokuljósavírinn sem er ónotaður).
En ég strandaði á straumhlutanum, þ.e hvort eitthvað muni brenna yfir þegar geymirinn fer að draga straum til sín..

Re: Rafgeymir í tjaldvagn

Posted: 23.maí 2014, 00:18
frá svarti sambo
Þú ert með öryggi fyrir þokuljósin í bílnum og það fer þá bara ef að hleðslan verður það mikil, það á að vera fyrir neðan brunamörk. Nú veit ég ekki hvað það er stórt hjá þér, en svona öllu jafnan, er hleðslan ekki meiri en 0-10 amp,einstaka tilfellum 10-15amp, og þá í stuttan tíma, og þetta hefur aldrei verið neitt vandamál fyrir þessi fellhýsi eða hjólhýsi sem ég hef verið að rúnta með. Getur líka sett eitt stunguöryggi á vírinn við geymir sem er aðeins minna til öryggis, og þá fer það frekar en öryggið í bílnum. Og þú getur séð það strax ef þú gáir bara. Þá veistu það að geymirinn er hálf tómur og getur dúndrað inná hann með startköplum í smá stund og tengt svo aftur. Hef svo sem ekki áhyggjur af því. En ef þú villt vera flottur á því, þá tengir þú líka sjálvirkann vaktara fyrir geymirinn og setur hann í samband, þar sem að þú kemst í 220V rafmagn. Ég bjó mér til framlengingarsnúru einu sinni, til að tengja bíl og vagn saman, svo að ég þyrfti ekki að hafa pústið á bílnum í andlitinu, á meðan á hleðslu stæði. en ég þurfti aldrei að nota hana.