Síða 2 af 3

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 12.des 2013, 09:03
frá jongud
Takk fyrir Stebbi, en skýringarmyndin sem ég var að leita að sýnir hvernig boggi öxlar og einfaldir öxlar fara yfir ójöfnur.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.des 2013, 16:59
frá hobo
Eitthvað að mjakast.
Trooper stífan sem ég ætlaði að nota sem þverstífu finnst mér og stór. Fóðringarnar of stórar og svo er önnur þeirra ekki nógu góð.
Vantar því stífu undan einhverjum góðum fólksbíl, dettur ykkur einhver tegund í hug?

Image

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.des 2013, 17:58
frá Sævar Örn
Toyota Touring, Mitsubishi lancer 4x4

kíktu í vöku

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.des 2013, 18:18
frá hobo
Var einmitt búinn að detta lancer 4x4 í hug og er að bíða eftir svörum með það.
Annars er ég búinn að fara í nógu margar fýluferðir í vöku til að fara ekki þangað aftur.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.des 2013, 18:59
frá ellisnorra
Pabbi er með undan tercel, sennilega er það að verða útdautt samt.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.des 2013, 21:16
frá Sævar Örn
suzuki jimny kemur líka upp í hugann, minnir að þær séu með 10mm bolta eins og fólksbílarnir

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.des 2013, 21:36
frá hobo
Þær eru fyrir 12mm bolta og eru 92 cm langar. Reyndar lítið mál að stytta þær.
Lumarðu á einni svona Sævar? Bílhlutir vilja 7000kr sem mér finnst aðeins of mikið.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.des 2013, 21:48
frá Sævar Örn
nei ég á hana ekki, ekki útiloka umboðið, annaðhvort kostar hún 5000 kall eða 50.000 kall, það kemur stundum á óvart

Jeppahlutir 4x4 í íshellu eiga kannski eitthvað af jimny

japanskar vélar í hafnarfirði líka

og svo auðvitað vinir þinir í vöku

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.des 2013, 21:50
frá hobo
Ég meinti jeppahluti í síðasta pósti.
Þetta hlítur að grafast upp fljótlega.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 31.des 2013, 14:40
frá hobo
Potípot

Image

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 31.des 2013, 16:19
frá Sævar Örn
Þetta er rosalega flott að sjá og gaman að sjá hvað hópefli jeppaspjallsmanna hefur áhrif á smíðavirkni sammeðlima

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 04.jan 2014, 14:45
frá hobo
Tvær símamyndir hér.
Mér reiknast til að þyngdaraukningin sé ekki nema 12-13 kg (edit: 18kg með dekkjum), sem kom mér á óvart því ég var með fullþykkt stál á flestum stöðum.
En þá hangir þetta vonandi betur í látunum.

Verið að stilla upp fyrir púða.
Þurfti að hafa þessa upphækkun á neðri plattanum svo smásteinar myndu ekki gata púðana að neðan í fyrstu ferð.
Hvíta rörið er bara til uppstillingar, en það er 17cm langt, jafn langt og púðinn er hár í keyrsluhæð.
Image

Aðeins oflýst mynd, en hér eru 30 pund í púðum og vagninn í keyrsluhæð.
Image

Næst er að heilsjóða allt klabbið.
Eftir það er komið að því að finna hentuga gasdempara.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 04.jan 2014, 16:30
frá sigurdurk
Flott smíði hjá þér. Hvar fékstu þessa púða og á sangjörnu verði ?Ég er að spá í sömu breytingu á fellihýsi.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 04.jan 2014, 16:39
frá hobo
Takk fyrir það.
Púðarnir eru héðan http://www.partur.is/index.php?option=c ... &Itemid=24 og kostuðu einhvern 17 þús stk með smá afslætti.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 04.jan 2014, 17:30
frá ellisnorra
Flott hjá þér Hörður. Þú sérð ekki eftir þessari breytingu :)

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 04.jan 2014, 18:07
frá hobo
Nei ég þykist vita það, enda þurfti ekki mikið til að leiða mig úr villutrúnni :)

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 09.jan 2014, 20:02
frá hobo
Þá er allt orðið samansoðið og flott. (nááánast)
Fékk mér KYB gasdempara úr stillingu sem eru ætlaðir undir Opel Astra. Þeir eru með 14cm travel en loftpúðarnir með 18 cm travel.
Með því að láta demparana halla svona, næ ég þessu blessaða traveli í ca 16 cm.
Þar að auki næst meira átak á þá sem er gott að ég held, þar sem vagninn er ekki nema kannski 300 kg en helmingur af Opel kannski 600-700 kg.

Hér er vagninn í efstu stöðu og bara eftir að skvetta á þetta grjótmassa og lakki.
Image

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 09.jan 2014, 20:10
frá elli rmr
hvað er þetta búið að kosta þig? ef ég má spyrja :-)

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 09.jan 2014, 20:23
frá hobo
Hmm látum okkur sjá:

Smíðastál (G. Arason): 10.000kr
Loftpúðar (Partur): 35.000kr
Demparar (Stilling): 18.000kr
Dekk og felgur (Kall út í bæ): 10.000kr
Hjólnöf (Bílapartar): 13.000kr
Loftdót og slöngur (Landvélar): 9.000kr
Þverstífa (Jeppahlutir): 7000kr
Boltar og þ.h: 2000kr
Samsláttarpúðar (Bílanaust): 1.000kr
Grjótmassi og lakk (Poulsen): 4.000kr
Man ekki meir í augnablikinu...

Það gera 109.000kr ISH..

Takk fyrir að spyrja, var ekki búinn að taka þetta saman.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 09.jan 2014, 20:27
frá ellisnorra
Já það safnast í kostnað þegar saman kemur, þarna á eftir að nefna sem ég sé í fljótu bragði samsláttarpúða og lakk... :)

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 09.jan 2014, 20:37
frá hobo
Mikið rétt, búinn að laga.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 18.jan 2014, 22:31
frá hobo
Allt klárt.
Vagninn verður svo tengdur loftkerfi bílsins, þannig að það þarf bara að snúa krönunum til að pumpa í.
Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími að dunda í þessu og hef ég lært mikið.

Reyndar er prufuaksturinn eftir þannig að kannski er eitthvað sem betur má fara....

Image

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.jan 2014, 00:10
frá ellisnorra
Til hamingju með þetta :)

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.jan 2014, 11:12
frá elli rmr
flott hjá þér til hamingju með þetta

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.jan 2014, 14:42
frá hobo
Takk fyrir það.
Tók tjallann í prufudrátt í morgun og brunaði yfir íshröngl hérna í nágrenninu og yfir hraðahindranir.
Fylgdist með honum út um afturrúðuna og má segja að hann hafi ekki fundið fyrir þessum óföfnum, á meðan Trúbbinn hristist allur og skalf.

Image

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.jan 2014, 16:02
frá HaffiTopp
Ekkert skrítið eða nýtt að Trooper hristist og skjálfi hehe. Það eru skondnir kranarnir við tengin þarna við beyslið. (eru þetta ekki annars kranar?)
En til hvers að setja bæði A-stífu (svotil allavega) og þverstífu? Af hverju ekki setja bara tvær langstífur? Veit að það kallar á eina auka fóðringu.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.jan 2014, 16:39
frá hobo
Hvað er svona skondið við kranana?
Þú þarft alltaf þverstífu, hvort sem það er A stífa eða 2 langstífur.
Og þá þarf 6 fóðringar í staðinn fyrir 3 í A stífu.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.jan 2014, 16:49
frá HaffiTopp
Kranarnir eru flottir, fyrirferðalitlir, skemmtilegir á litinn og ægilega krúttlegir eitthhvað.
Nei, ef þú ert með A-stífu þarftu einmitt ekki þverstífu aftan við hásinguna. Sbr LandRover, Grand Cherokee og Zusuki Vitara. Þá reyndar snýr hún hinsegin en þarna hjá þér. Og ef þú myndir setja tvær langstífur í staðinn fyrir þessa A-stífu værirðu kominn með eina auka fóðringu. Sem sagt fjórar, ekki sex.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.jan 2014, 16:59
frá hobo
Nú er ég ekki að skilja þig Haffi.
Það þarf 4 fóðringar í tvær langstífur. Þá þarf að stífa þver-hreyfinguna og til þess er hægt að nota þverstífu eða jú, litla A stífu eins og er í Suzuki Vitara og í henni eru 2 fóðringar og ein spindilkúla.
Þá tel ég 6 fóðringar og eina spindilkúlu...
Held að það sé ekki hægt að komast neðar en 3 fóðringar í þessu.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.jan 2014, 17:03
frá HaffiTopp
Þá er ég að tala um alveg eins og þú setur þetta upp, með þverstífuna aftan við hásinguna. Svo þar sem þú ert búinn að sjóða langstífurnar við hásinguna (engin fóðringar þar eins og á bílum) þá kemstu upp með eins uppsetningu, nema setja tvær beinar stífur í stað þessarar A-stífu. Það kallar á eina fóðringu í viðbót.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.jan 2014, 17:11
frá hobo
Já það eru vissulega 4 fóðringar og gæti gengið, en á hvaða bílum eru stífurnar soðnar við hásinguna?

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.jan 2014, 17:29
frá hobo
Þú ert kannski að tala um einhvern fóksbílabúnað, það gæti alveg gengið. Svosem óþarfi að vera með fóðringar í báðum endum á langstífum, undir svona léttmeti. En ég er nokkuð viss um að þetta A stífu setup sé einfaldara og betra. Tja, ElliOfur segir það allavega!

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.jan 2014, 17:43
frá ellisnorra
Ójá.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.jan 2014, 19:01
frá HaffiTopp
Þetta er einfalt og virkar, örugglega búið að sýna fram á það. Átti einmitt við að það væri ekki þörf á fóðringum við hásinguna, sem er einmitt öfugt við hásingu á bílum :p
En smíðin lúkkar vel og þetta mun vonandi koma skemmtilega út hjá þér.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.jan 2014, 22:31
frá Stebbi
Hefurðu spáð eitthvað í því að hafa krana inni í bíl til að hleypa úr og pumpa í vagninn á ferð?

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 19.jan 2014, 22:37
frá hobo
Hehe, jú reyndar. En mér þótti það bara of kjánalegt :)

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 04.jún 2014, 12:10
frá hobo
Búinn að tilkeyra vagninn nokkrum sinnum og hann kom mikið á óvart. Þvílík fjöðrun.
Þetta gleypti allar ójöfnur, og þó svo bíllinn tæki á sig skell þá hreyfðist ekki tjallinn.
Mæli endregið með svona breytingu. Það versta er að núna langar mig í púða undir bílinn... :/

Image

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 04.jún 2014, 13:13
frá creative
Sæll flott smíði hjá þér..

ekki ertu búin að láta gamla hjólabúnaðinn ? S.s. fjaðrinar öxulinn og sem tilheyrir

hef áhuga á að fá þetta hjá þér

kv Elfar

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 04.jún 2014, 13:29
frá hobo
Jú það er allt farið, því miður.

Re: Hækka upp Combi Camp

Posted: 07.sep 2015, 22:22
frá Straumur
Hvernig hafa menn verið að leysa bremsugizmóið þrystibremsur, á fellihýsum og hjólhýsum? Er einhver sem hefur skoðað þetta eitthvað og er fullur af fróðleik?

kv,