Hækka upp Combi Camp (seldur)

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Hækka upp Combi Camp (seldur)

Postfrá hobo » 01.des 2013, 11:14

Þar sem veturinn er að ganga í garð, þá er ekki seinna vænna að huga að tjaldvagninum.
Er með óhækkaðan combi camp á 10" hjólbörudekkjum sem mig langar að lyfta aðeins upp.
Hvað eru menn að nota?
Sé fyrir mér afturöxul undan einhverjum fólksbíl og 14"-15" felgur.
Svo þarf auðvitað að hækka grindina ofan á vagninum líka.

Undir vagninum eru einfaldar fjaðrir sem ég held að séu ekki orginal, eða hvað?
Planið er að halda þeim, til að hámarka einfaldleikann.

Comment óskast frá mönnum með reynslu í þessu..
Viðhengi
vagn.jpg
Skuldahalinn
vagn.jpg (104.52 KiB) Viewed 19756 timesUser avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1775
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá Sævar Örn » 01.des 2013, 11:49

Svona gerði pabbi gamli þetta, þetta er reyndar á A húsinu sem hann smíðaði fyrir 2 árum en hann var með samskonar búnað undir nákvæmlega eins vagni og þú ert með sýnist mér fyrir 4 árum

Dekkin eru af þeirri stærð að þau eru ætluð undir Honda CR-V, held að það séu 16" felgur og dekkin 25 eða 26 tomma

Image

Image

Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá hobo » 01.des 2013, 11:52

Bætti því inn aðeins of seint að planið er að halda í fjaðrirnar.
"Undir vagninum eru einfaldar fjaðrir sem ég held að séu ekki orginal, eða hvað?
Planið er að halda þeim, til að hámarka einfaldleikann."

En þetta er flott smíði og örugglega draumur að vera með þetta á loftpúðum á Gæsavatnaleiðinni, en ætla að byrja rólega í smíðinni.


villi58
Innlegg: 2122
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá villi58 » 01.des 2013, 12:12

Á Combi Camp t.d. '90 árg. voru þeir seldir á svona fjöðrum og þetta var íslensk smíði grind og fjaðrir.

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá elliofur » 01.des 2013, 12:41

Til að hámarka einfaldleikann ættiru einmitt að setja svona A stífu og loftpúða. Þetta er ógeðslega einföld smíði, festipunktarnir eru tveir á vagninum, undir beislinu fyrir A stífuna og öðru megin fyrir þverstífuna.
Þetta segi ég vegna þess að ég skil ekki hvernig þú kallar það einfalda aðgerð að ætla að hækka "topp"grindina á einfaldan hátt, ætlaru að láta sauma nýtt segl á hann líka til að mæta hærri grind?
Ef þú ert með þetta á loftpúðum þá hleypiru bara úr loftpúðunum og notar "topp"grindina óbreytta - og óbreytt segl.
Hvaða pínulitla sígarettutengisloftpressa ræður svo við að pumpa í púðana, pabbi er með svona pínulitla úr rúmfatalagernum.

Pabbi setti svona A fjöðrun undir tjaldvagninn sinn og þetta er mjög einfalt í smíði, ef þú ætlar að hækka bara með að setja annan öxul undir fjaðrirnar þá þarftu væntanlega eitthvað að síkka fjaðrahengslin eða smíða einhverja millikubba sem líka tekur tíma.

Ég mæli með að þú finnir gamla framdrifna toyotu og notir afturnöfin undan henni, það eru mjög einfaldir hubbar og getur fengið 13 tommu og uppúr felgur, 14" er algengust undir þessum bílum og annaðhvort 4x100 eða 5x100 gatadeiling á felgu sem er algengust - auðveldast að finna varadekk.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá hobo » 01.des 2013, 13:03

Sannfæringarkraftur þinn er mikill Elli, gaman að því.
Kostur að sleppa við að spá í toppinn á vagninum, lúmsk vinna og kostnaður við grind og segl.

Eru þessir toyota hubbar ekki skrúfaðir á heilan öxul? Best væri að notast við svoleiðis held ég, þá er 1/3 af A stífunni tilbúinn og rúmlega það.

Og þarf ekki aukaloftrýmd fyrir loftpúða, duga þeir svona einir og sér?
Hvað kosta púðar sem passa, hvað eru þeir stórir og hvar fást þeir??


Fordinn
Innlegg: 376
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá Fordinn » 01.des 2013, 13:13

Sæll ég og faðir minn skelltum okkur í þórsmörk í sumar með gamla tjaldvagninn... á leiðinni gaf orginal dótið upp öndina.... fórum uppí stál og stansa og fengum kerru öxul med 5 gata nöfum og fjöðrum og hengslum á eikkurn 50 þús kall. dekk og felgur fengum við á partasolu. og svo var þetta soðið undir og kom ljómandi vel út.

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá elliofur » 01.des 2013, 13:48

Ég er svosem ekkert að reyna að sannfæra einn né neinn, þetta er bara mín skoðun :)

Pabbi er með nákvæmlega sama setup og sævar setti inn myndir af hérna að ofan. Mig minnir að fremsta fóðringin hafi verið ónotaður mótorpúði sem fannst uppí hillu, þverstífan var gömul úr tercel og dempararnir sennilega líka en púðarnir voru keyptir nýir úr búðinni, man ekki hvaða búð það var reyndar eða hvað þeir kostuðu. Toyota nöfin boltast beint á slétt plan og málið dautt, þetta er létt, sterkt og svínvirkar. Snilld að gera pumpað loftpúðana fulla þannig að dempararnir fari í endastöðu þegar farið er yfir djúpar ár og fleira.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 626
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá Hjörturinn » 01.des 2013, 14:45

líka hægt að kaupa nöf undir svona og sjóða í prófíl, einfalt og gott.

http://vagnar.is/index.php/vorur/kerru- ... r-flexitor
sjá næst neðst.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá StefánDal » 01.des 2013, 17:50

Er ég ekki að skilja tjaldvagna fræðina rétt að með því að hækka grindina á toppnum á vagninum þá þurfi ekki að síkka tjaldið? Nema það sé náttúrulega fortjald.


villi58
Innlegg: 2122
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá villi58 » 01.des 2013, 18:00

StefánDal wrote:Er ég ekki að skilja tjaldvagna fræðina rétt að með því að hækka grindina á toppnum á vagninum þá þurfi ekki að síkka tjaldið? Nema það sé náttúrulega fortjald.

Ef tjaldvagn er hækkaður á fjöðrum eða dekkjum þá þarf að hækka grindina ofaná vagninum annars hallar gólfið sem þú opnar en við hækkun þarf að sauma neðaná fortjaldið það sama og vagninn er hækkaður á fjöðrum (dekkjum) jú rétt hjá þér fortjaldið þarf að sauma neðaná við hækkun á vögnum.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá hobo » 01.des 2013, 18:08

Í mínu tilfelli var ég að horfa í seglið sem er utan um vagninn, það þarf stærra/hærra segl ef grindin hækkar mikið.
Svo er ég ekki með fortjald.
Annars er ég búin að finna góða lausn á toppgrindinni ef ég fer ekki í loftpúðana, en þetta er allt saman á frumstigi.

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá elliofur » 01.des 2013, 18:12

Já ég var ekki einusinni farinn að hugsa útí fortjaldið haha
Það mælir allt með því að koma vagninum "aftur niður á jörðina" þegar honum er tjaldað, nema hafa hann svo svakalega háan að hann veiti öryggi fyrir ísbjörnum og villihestum :)

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá StefánDal » 01.des 2013, 18:15

Já ég myndi hafa það sem top priority að vagninn sé nógu hár til að vera laus við ísbjarna árásir.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá hobo » 01.des 2013, 18:16

Já ég er svo gott sem búinn að gúddera loftpúðana, kostirnir eru bara of margir.
Nú þarf ég bara að vita allt um púðana sem ég þarf, verð, stærð, verslun.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1775
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá Sævar Örn » 01.des 2013, 18:53

Fjaðrabúðin partur, 600 kg púðar í vagninn hjá pabba, demparar úr súzuki fox, óaðfinnanleg fjöðrun
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

muggur
Innlegg: 250
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá muggur » 01.des 2013, 20:25

Sævar Örn wrote:Fjaðrabúðin partur, 600 kg púðar í vagninn hjá pabba, demparar úr súzuki fox, óaðfinnanleg fjöðrunHaaa voru demparar í suzuki fox. Minnir að minn hafi verið alveg laus við alla föðrun, bara hásingarnar boltaðar í grindina. Allavega leið manni þannig að keyra hann.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá Þorri » 01.des 2013, 21:04

Ég á gamlan upphækkaðan combi camp og grindin á honum er óbreitt en á henni eru kubbar sem eru festir með baulum utan um rörin og þegar ég oppna þá snúast þeir við og grindin stendur á kubbunum. Þá þarf ekkert að breita grindinni og þú notar orginal seglið. Minn er á einhverjum fjöðrum sem ég hef ekki hugmynd um hvaðan koma og öxullinn er smíðaður hérlendis og hann er á 12" felgum. Fortjaldið þolir alveg smá hækkun en svo má alltaf láta breita því.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá hobo » 01.des 2013, 21:11

Hér eru 2 góðir. 680 kg. Endar í 40 þúsund kalli með shop usa.
Þá er bara spurning hvað þetta kostar hér heima

http://www.ebay.com/itm/2-Pack-Fireston ... 1164190508

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 626
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá Hjörturinn » 01.des 2013, 21:47

Man ekki verðið hjá Vögnum og þjónustu, bara bjalla í þá, en þeir eru líka með alla varahluti í þetta sem er keypt hjá þeim.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1775
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá Sævar Örn » 01.des 2013, 23:34

pabba minnir að þetta hafi verið púða parið á eitthvern 38 þús kall, hann man samt ekki hvort hann fékk þá í ET eða Part
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Hilmar Örn
Innlegg: 115
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá Hilmar Örn » 03.des 2013, 00:02

Ég er með gamlan Compi Camp sem opnast aftur og er búið að breyta honum aðeins. Ég veit ekki hvernig þessir vagnar komu orginal en hann er á fjöðrum og er greinilega búið að smíða ný fjaðrahengsli í hann og lyfta honum aðeins á þeim. kannski er búið að skifta um fjaðrir líka en ég veit það ekki þar sem ég kaupi hann svona breyttan.
Það er búið að hækka grindina ofan á vagninum og er það mjög einföld aðgerð, rör tekið og skorið niður marga jafn langa búta. Grindin skorinn í sundur og bútarnir soðnir á milli.
Stóri kosturinn við þetta er að það þarf ekki að vera að hækka og lækka vagninn á náttstað og síðan að verður til gríðalega gott pláss í grindinni ofan á fyrir farangur þegar það er búið að hækka hana. Síðan er búið að sauma nýtt segl á hann. En það hefur örugglega verið kominn tíma á það hvort sem er þar sem vagninn er 86 -89 model.

Það er ekkert vandamál með fortjaldið það er nógu sítt orginal og tekur þessa hækkun sem er kannski 10 -15 cm.

Ég ekki að segja að þetta sé betri aðferð en loftpúðar en kannski það sem var verið að spá í upphafi þráðar.

Hér er mynd af vagninum með fortjaldið
Viðhengi
08- 002.JPG
08- 002.JPG (292.94 KiB) Viewed 19020 times

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá hobo » 03.des 2013, 08:21

Þetta er allt saman gott og blessað, en ég er byrjaður að safna efni í aðgerðina. Allt Ella að kenna, hann hlýtur að vinna í Krossinum um helgar!
Kominn með loftpúða, Toyota hjólabúnað og svo náttúrulega Trooper fóðringar/stífur svo þetta haldist nú örugglega á sínum stað :)

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá elliofur » 03.des 2013, 08:28

Haha svo er bara að skella sér á vatnajökul febrúar 2014 með tjaldvagn :)

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá AgnarBen » 03.des 2013, 09:16

hobo wrote:Þetta er allt saman gott og blessað, en ég er byrjaður að safna efni í aðgerðina. Allt Ella að kenna, hann hlýtur að vinna í Krossinum um helgar!
Kominn með loftpúða, Toyota hjólabúnað og svo náttúrulega Trooper fóðringar/stífur svo þetta haldist nú örugglega á sínum stað :)


Og hvað kostuðu svo loftpúðarnir og hvar fékkstu þá :) ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá hobo » 03.des 2013, 09:28

35 þúsund hjá fjaðrabúðinni Parti. 600kg púðar minnir mig.
Mæli með þeim hjá Parti, þeir vita hvað þeir syngja varðandi fjöðrunarbúnað.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1775
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá Sævar Örn » 03.des 2013, 09:42

nú lýst mér á þig, þú sýnir okkur svo væntanlega framkvæmdina, allavega hef ég áhuga
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá hobo » 03.des 2013, 10:02

Jú maður reynir að muna eftir myndavélinni í þessu.

User avatar

Seacop
Innlegg: 43
Skráður: 09.mar 2013, 12:33
Fullt nafn: Óskar Þór Guðmundsson
Bíltegund: 90 Cruiser

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá Seacop » 03.des 2013, 11:11

Snilld.
Vitið þið hvort menn hafa verið að setja svona búnað undir hjólhýsi?

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá hobo » 03.des 2013, 12:04


User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá elliofur » 03.des 2013, 15:31
Já sæll, hver ætli sé ástæðan fyrir svona mörgum dekkjum undir þessu?


elli rmr
Innlegg: 234
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá elli rmr » 03.des 2013, 19:43

það er stöðugra í drætti giska ég á. En það er töluvert " eðlilegra " að sjá hjólhýsi á tveimur óölum heldur enn litla tjaldvagnin sem ég sá í sumar á tveimur öxlum.... En mér líst vel á þessar breitingar á vagninum hjá þér Hobo en hefuru pælt í að nota húsdempara úr vörubíl sem er með loftpúða og dempara sambygðan?

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá hobo » 04.des 2013, 00:24

Nei þekki ekkert inn á það, finnst eins og þeir hafi ekki mikið "travel".
Svo grunar mig að svoleiðis kosti skildinginn, en hvað veit ég..


elli rmr
Innlegg: 234
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá elli rmr » 04.des 2013, 11:20

skylst að ET eigi svona fyrir um 30 þ. semsagt loftpúði og dempari STK. Þarf maður mikið travel er maður ekki aðalega að reyna fá myktina ?

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá hobo » 04.des 2013, 11:29

Þeir þurfa allavega eitthvað að geta flakkað upp og niður. Hleypt vel úr til að geta tjaldað og pumpað vel í yfir ár

User avatar

jongud
Innlegg: 2234
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá jongud » 04.des 2013, 12:21

elliofur wrote:Já sæll, hver ætli sé ástæðan fyrir svona mörgum dekkjum undir þessu?


Þeir eru með svokallaða "boggie" öxla undir þessu. Þeir eru mun betri í ójöfnum en einn stakur öxull.
Ég er búinn að leita um ALLT að skýringarmynd sem sýndi munin en finn hana ekki :(

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá elliofur » 04.des 2013, 16:09

hobo wrote:Þeir þurfa allavega eitthvað að geta flakkað upp og niður. Hleypt vel úr til að geta tjaldað og pumpað vel í yfir ár


Hörður þú ert alveg orðinn forritaður! hahaha

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá hobo » 04.des 2013, 17:01

Halelúja!

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá Stebbi » 04.des 2013, 20:29

jongud wrote:
elliofur wrote:Já sæll, hver ætli sé ástæðan fyrir svona mörgum dekkjum undir þessu?


Þeir eru með svokallaða "boggie" öxla undir þessu. Þeir eru mun betri í ójöfnum en einn stakur öxull.
Ég er búinn að leita um ALLT að skýringarmynd sem sýndi munin en finn hana ekki :(Image
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hækka upp Combi Camp

Postfrá elliofur » 04.des 2013, 21:01

Ég keypti einmitt stuttar burðarfjaðrir og svona miðjusystem ásamt fóðringum og tilheyrandi fyrir 2 árum til að setja undir bílakerru, tími hefur reyndar ekki ennþá fundist til framkvæmda en þetta er þrælflott system, virkar æðislega undir þeim kerrum sem ég hef séð þetta.
Þetta hjólhýsasetup sýndist mér reyndar ekki vera svona, en kannski skoðaði ég ekki nógu vel, mér sýndist það bara vera tveir sjálfstæðir öxlar á loftpúðum.


Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur