Síða 1 af 1
Að festa krossvið í kerru
Posted: 18.maí 2013, 22:55
frá Pallason
Hvernig er best að festa krossvið í kerruna ?
Hafði hugsað mér að hnoða þetta í en veit ekki hvar ég fæ hnoð sem eru svona löng plöturnar eru 9 og 18mm þykkar og járnið í kerrunni 2-3mm.
Hvernig eru menn almennt að gera þetta ? Þarf að vera einhvað sem að er endingargott.
Re: Að festa krossvið í kerru
Posted: 18.maí 2013, 23:32
frá jeepson
Bora þetta og festa með borðaboltum.
Re: Að festa krossvið í kerru
Posted: 18.maí 2013, 23:45
frá gambri4x4
Límkítti og hnoð getur ekki klikkað,,,,
Re: Að festa krossvið í kerru
Posted: 19.maí 2013, 00:13
frá Startarinn
Það eru líka til undirsinkaðar borskrúfur sem er hægt að nota í þetta, miðað við efnisþykkt geri ég ráð fyrir prófílefni sem kerran er smíðuð úr, ef þú hnoðar á vatn greyða leið inni prófílinn sem getur svo frostsprungið, límkítti og borskrúfur myndu frekar stöðva vatnið en hnoðin...
Re: Að festa krossvið í kerru
Posted: 19.maí 2013, 10:11
frá Polarbear
ég mæli með borðaboltum. bolta í gegnum prófílinn alveg. svo er hægt að kíta með til gamans :)
Re: Að festa krossvið í kerru
Posted: 19.maí 2013, 17:42
frá jongud
Polarbear wrote:ég mæli með borðaboltum. bolta í gegnum prófílinn alveg. svo er hægt að kíta með til gamans :)
Sammála, maður er gulltryggður svona og kíttið kemur í veg fyrir að eitthvað víbri laust.