Síða 1 af 1

Götuskráð fjórhjól

Posted: 22.sep 2012, 23:04
frá vippi
Kvöldið

Hvernig virkar með götuskráð hjól, ef maður lendir í óhappi utanvega, td á fjöllum í smalamensku ?
Er það eins og bílatrygging og fæst ekkert bætt,
spyr sá sem ekki veit :)
endilega tjáið ykkur :)

Re: Götuskráð fjórhjól

Posted: 22.sep 2012, 23:06
frá vippi
skil ekki hvernig þetta endaði í auglýsingunum, en jæja vonandi verður það fyrirgefið :)

Re: Götuskráð fjórhjól

Posted: 22.sep 2012, 23:48
frá Polarbear
ekki hugmynd með tryggingarnar, en skellti þessu í réttan flokk fyrir þig :)

Re: Götuskráð fjórhjól

Posted: 23.sep 2012, 00:03
frá Aparass
Held þetta sé nú aðalega ætlað fyrir ökumannin. Tækin eru yfirleitt við þannig aðstæður að þau fást ekki bætt þegar eitthvað skeður. þó hefur kaskó tekið á sig viðgerðir ef hjólin hafa verið að velta og þess háttar.
En eins og venjulega er þetta eins og rússnesk rúlletta að labba inn í tryggingarfélag með tjón á bakinu því þér dugar yfirleitt að segja eitt rangt orð og þá er allt farið. (hljómar reyndar eins og hjónaband þegar ég spái betur í það)

Re: Götuskráð fjórhjól

Posted: 23.sep 2012, 00:58
frá vippi
Takk fyrir það polarbear :)

Re: Götuskráð fjórhjól

Posted: 23.sep 2012, 11:00
frá Fordinn
Þetta er ofur einfalt... ef eitthvað kemur fyrir hjólið þá VAR það á vegi... eða slóða.... ekki segja þeim að þú hafir velt þvi frammaf einhverri brekku við smalamennsku.....

Þegar madur borgar stjarnfræðilega upphæðir fyrir tryggingar þá ætlast ég til að fá það bætt ef eitthvað gerist.... ef eg neyðist til að hagræða sannleikanum þá verður bara að vera svo...