Project "Háfjallahjólhýsi"

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 09.jan 2011, 19:00

JÆJA

þar kom að því loksins að ég kæmist inn að gera smá meira fyrir hjólhýsið....

snéri því á hvolf og setti í það álbotnplöturnar. Svo verður settur korkur sem einangrun og krossviður ofaná. Allt límt með Wurth límkítti... vonandi er það nógu sterkt.

komið á hvolf
Image

skera og máta eina plötu
Image

allar komnar í og kíttaðar fastar! nú bara að fara í hjólboga...
Image

þar til næst...User avatar

jeepson
Innlegg: 3167
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá jeepson » 09.jan 2011, 19:12

Ekki eru þær bara kíttaðar fastar?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá elliofur » 09.jan 2011, 19:37

jeepson wrote:Ekki eru þær bara kíttaðar fastar?


Veistu hvernig hliðarnar eru festar á margar rúturnar? :)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3167
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá jeepson » 09.jan 2011, 19:55

elliofur wrote:
jeepson wrote:Ekki eru þær bara kíttaðar fastar?


Veistu hvernig hliðarnar eru festar á margar rúturnar? :)


Nei ég hef ekkert pælt í því. Hef séð á sumum að þær eru draghnoðaðar.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 09.jan 2011, 22:50

það sagði mér bifreiðasmiður að einu ástæðurnar fyrir draghnoðum væru til að halda plötuni að meðan kíttið þornar. :)

ég fer eftir hans ráðum og ef þetta klikkar, þá læt ég hann laga skemmdirnar hehe.

það fóru 4 túpur bara í að setja þessar botnplötur á, svo ég held að það sé allavega nóg kítti í þessu.


btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá btg » 17.feb 2011, 00:51

Hvað er að frétta af þessu verkefni hjá þér Lalli?

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 20.feb 2011, 01:02

þetta mallar hægt og rólega. mjöööög hægt og rólega :)

fékk þó að fara inn í dag hjá félaga og skella hjólaskálum í dýrið
Image

öxul troðið aftur á sinn stað
Image

Hjólaskálar reddí! bara eftir að leyfa kíttinu að þorna almennilega :)
Image

á morgun verður því snúið við aftur og sett endanlega í hjólin held ég... svo verður botninn kláraður fljótlega.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá hobo » 20.feb 2011, 10:42

Þetta verður komið út í bissness hjá þér á næsta ári..


steindór
Innlegg: 98
Skráður: 07.feb 2010, 13:22
Fullt nafn: Steindór T. Halldórsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá steindór » 20.feb 2011, 12:40

Að fenginni reynslu, settu draghnoð með allavega í hjólskálarnar. Ég myndi sjálfur setja dragnhoð í allan botninn. Kv. Steindór T. Halldórsson

User avatar

jeepson
Innlegg: 3167
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá jeepson » 20.feb 2011, 15:35

ekkert annað en flott hjá þér :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 20.feb 2011, 17:45

takktakk, :) það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út endanlega. Snéri grindinni við áðan og kom henni aftur í geymslu þar til ég fæ næst tækifæri til að dytta að þessu.. þá verður botninn kláraður alveg, einangrun sett í og timburbotninn.

steindór, gætirðu útskýrt reynsluna? ég myndi líka setja draghnoð í þetta en ég er með bifreiðasmið með mér sem fullyrðir að kíttið sé nóg... svo ég ætla að prófa, hann fær að laga þetta á sinn kostnað ef kíttið heldur ekki :)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1775
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Sævar Örn » 20.feb 2011, 18:07

skil ekki hvernig það getur verið verra að hnoða þetta líka, það tekur ekki langan tíma :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jeepson
Innlegg: 3167
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá jeepson » 20.feb 2011, 18:51

Það er als ekki vitlaust að hnoða þetta. Ég hefði skrúfað þetta saman. En auðvitað er það undir polarbear komið hvernig hann vil hafa þetta. :) En þetta verður engu að síður flott. Greinilega lagt mikið í þetta enda væntalega ætlað í að þola hnjaskið sem fylgir því að ferðast á hálendinu :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN


steindór
Innlegg: 98
Skráður: 07.feb 2010, 13:22
Fullt nafn: Steindór T. Halldórsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá steindór » 20.feb 2011, 21:41

Ég hef bara orðið fyrir því að (og reyndar séð það líka) að plötur sem maður hefur kíttað fastar hafa losnað eftir nokkur ár.Í botninum á húsbílnum sem ég byggði yfir losnaði upp en ég gat komið kítti aftur á bak við og hnoðað þar fast. Í hjólskálunum sauð ég allt þannig að það hefur haldið. Gott er líka að matta þann flöt sem maður ætlar að kítta þá heldur það betur. Hvarnig ætlar þú að hafa hornin hjá þér?. Veit ekki hvort þessi mynd er sýnileg en svona eru hornin á húsbílnum, ég skrúfaði allan hringinn og límdi svo hornin yfir (þetta er allt úr trefjaplasti). Þetta verður örugglega flott hjá þér.
Viðhengi
Horn.jpg
Síðast breytt af steindór þann 20.feb 2011, 21:53, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá elliofur » 20.feb 2011, 21:52

Ein hugmynd...
Þar sem þetta skiptist ekki niður á blaðsíður á þessu spjallborði væri þá ekki ráð að búa til nýjan þráð, " Project "Háfjallahjólhýsi" 2 " og í fyrsta pósti væri vísað í þennan þráð... Bara svona hugdetta því þessi er orðinn nokkrar sec að lóda sér :)

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 20.feb 2011, 22:26

Steindór, hornin hjá mér verða eins, nema þetta verða Vinkil-ál en ekki svona horn því mitt hús er náttúrulega allt úr prófílum eða u-skúffum.

það getur vel verið að ég stelist til að setja nokkur hnoð í hverja plötu þrátt fyrir vin minn, bílasmiðinn, sérstaklega í hjólaskálarnar. takk fyrir ábendingarnar með það. ég vill frekar hafa þetta of sterkt en ekki nógu sterkt...

Elliofur, það er svo stutt í yfirbyggingarhlutann að ég hugsa að ég skipti þessu þar, nema stjórnendurnir hérna sjái að sér, taki mark á notendum og fari að láta þræðina skipta sér á 15.-20. hverja innleggi eða svo :)

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Einar » 20.feb 2011, 22:27

Það eru flestar rútur klæddar með þessari aðferð (límkítti í stað þess að hnoða) í dag og þær eru yfirleitt ekkert að detta í sundur.

Og það er búið að biðja um skiptingu á þráðum og það var ekkert illa tekið í það, hugsa að það sé bara spurning um tíma.


birgthor
Innlegg: 593
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir Þór Guðbrandsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá birgthor » 20.feb 2011, 23:35

Er ekki smá munur á malbiksrútum og HÁFJALLAHJÓLHÝSI ;) betra að hafa þetta þétt en að þurfa hnoða þetta á Sprengisandi?
Kveðja, Birgir Þór

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Einar » 21.feb 2011, 00:03

birgthor wrote:Er ekki smá munur á malbiksrútum og HÁFJALLAHJÓLHÝSI ;) betra að hafa þetta þétt en að þurfa hnoða þetta á Sprengisandi?

Þetta gildir líka um fjallarútur (grindarbíla). Bíllinn sem ég keyrði í mörg ár var grindarbíll og klæddur með þessari aðferð, ég fór á honum fleiri ferðir yfir Sprengisand (og aðra fjallvegi) heldur en ég hef tölu á og ég varð ekki var við að klæðningin væri að losna.
Image


birgthor
Innlegg: 593
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir Þór Guðbrandsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá birgthor » 21.feb 2011, 18:12

Nú okey, maður hefur einhvernegin bara aldrei trúað á kítti eitt og sér. En það væri spurning um að prófa það og sjá hvað gerist.
Kveðja, Birgir Þór

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá nobrks » 21.feb 2011, 23:06

Þetta er aðalega spurning um undirvinnuna fyrir kítti, fituhreynsun er bráðnauðsynlegt, og möttun hjálpar líka( gengur alltaf illa að líma gler saman), og svo er jafnvel spurning um ætigrunn.
Það hlítur að ganga jafn illa að líma á ný-galvaða hluti eins og að mála þá ?

Mín reynsla er að undirvinnnan skitpir meira máli en nafnið á kíttinu., þó tek ég sikaflex fram yfir soudaflex og svo er wurth nær sikaflexinu en soudaflex.

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá LFS » 21.feb 2011, 23:12

wurth selur einnig grunn undir kitti eg hef notað hann svolitið þa er galvaneseringinn aðeins möttuð og svo er þessi grunnur borin
á !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Þorri » 21.feb 2011, 23:34

Það er best ef hægt er að sleppa við hnoðin sérstaklega þar sem þetta er járn grind og ál klæðning. Álið tærist hratt þegar það er í beinni snertingu við járnið sem getur orðið til þess að raki og súrefni kemst að járninu (í þessu tilfelli gatinu sem ætlað var hnoðinu) það fer að riðga og platan losnar. Ef undirvinnan undir kíttið er ekki gerð með rassgatinu þá er varanlegri lausn að kítta heldur en hnoða.
Kv. Þorri

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 22.feb 2011, 00:50

eins og þú veist þorri þá geri ég allt með rassgatinu :) en ég reyndi þó að þrífa þetta með þynni áður en ég límdi. vonandi dugar það.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá HaffiTopp » 22.feb 2011, 08:56

Eru ekki flestöll hnoð með "kápuna" úr áli? Hefði þá haldið að plöturnar yrðu ekki í beinu sambandi við grindina. Eina sem maður sér athugavert við að hnoða er það að boruð göt í grindina, eftir að búið er að galvanisera hana myndi hleipa af stað ryðmyndun eins og búið var að minnast á. Svo má nú minnast á að vörur frá Wurth eru flestallar anskoti vel gerðar til sinna verka og hlýtur þetta kítti frá þeim að halda andskoti vel.
En talandi um hjólhýsið sjálft. Mikið rosalega koma innri hjólaskálabogarnir innarlega, og hátt líka. Dekkin eru soldið langt frá þessum bogum (utarlega miðað við innri bogana) og virðst ætla að verða þröngt um mann þarna á milli hjólaskálanna. Nema þá að þú ætlir Þér að setja svefnplássið alla leið þarna ofaná.
Kv. Haffi


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Þorri » 22.feb 2011, 10:58

Lalli minn ég efast ekki um að þú fitu hreinsir þetta þokkalega enda ekki freistandi tilhugsun að fara að dreyfa álplötum í kringum sig á 90 kmh.
En farðu að drulluast til að klára þetta þessi þráður er að verða kominn á ellilífeyri:-)

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 22.feb 2011, 16:05

ég er bara rétt að byrja!! takmarkið er að koma þessu í allavega 500 pósta :)

haffi, "rúmið" fer ofaná hjólaskálarnar. þær eru samt alltof breiðar, og ég mun m.a. breyta þessu í næsta húsi sem ég smíða (hóst)

User avatar

andrig
Innlegg: 164
Skráður: 31.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
Bíltegund: Nissan Chevrol 6.5
Staðsetning: Genf, Sviss
Hafa samband:

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá andrig » 22.feb 2011, 18:17

sæll.
var að skoða teikninguna af þessu hjá þér:
Image

afhverju hefurðu ekki u-bekk frekar sem hægt er að lækka í rúmm?
- Nissan Chevrol 6.5TD 46"

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 22.feb 2011, 18:37

andrig wrote:sæll.
var að skoða teikninguna af þessu hjá þér:
Image

afhverju hefurðu ekki u-bekk frekar sem hægt er að lækka í rúmm?það er nú einmitt það sem ég ætla að gera... ég er nú reyndar ekki búinn að ákveða hvort þetta verður u-bekkur eða plata sem maður lyftir upp og niður og maður situr bara sitthvoru megin við, en þetta verður borð og bekkir á daginn og rúm á nóttuni.

ég er bara ekki nógu góður í Sketchup til að teikna það inná :)

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 26.feb 2011, 15:32

jæja.. smátt og smátt hefst þetta. setti einangrun og gólf í grindina í dag...

einangrun skorin í
Image

búinn að koma einangrun fyrir
Image

tréplöturnar komnar á sinn stað, kíttaðar til helvítis :)
Image

þar til næst... :)

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 17.mar 2011, 21:43

tilbúið undir tréverk :) styttist í fokheldisvottorðið...
Image


meira síðar

User avatar

jeepson
Innlegg: 3167
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá jeepson » 17.mar 2011, 22:02

Þetta er glæsilegt :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN


peturin
Innlegg: 159
Skráður: 28.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Pétur Ingjaldsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá peturin » 18.mar 2011, 08:41

Gaman af þessu :)


Lindi
Innlegg: 33
Skráður: 06.mar 2010, 19:46
Fullt nafn: Erlendur Sigurðsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Lindi » 18.mar 2011, 13:07

Hvaða einangrun ertu að nota þarna í golfið? og afhverju hana ? :D

User avatar

hringir
Innlegg: 77
Skráður: 14.mar 2010, 22:17
Fullt nafn: Ingi Ragnarsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá hringir » 18.mar 2011, 13:33

Maður bíður spenntur eftir útkomunni, hvað heldurðu að þetta verði þungt?
__________________________________________________
Musso 2000 árg, 2,9 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 18.mar 2011, 15:57

já maður er að verða spenntur sjálfur :)

Lindi, þetta er nú bara 50 mm einangrunarplast. Ég ákvað að nota það af því að það er rúmlega 60% léttara en samsvarandi magn af þéttull sem ég hefði annars notað. ég læt þyngdina ráða..... þetta einangrar ekki alveg eins vel en verður allt í lagi held ég.

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 20.mar 2011, 21:59

jæja. það fóru nokkur tonn af kítti og örfáar timburflísar í færanlega raðhúsið mitt um helgina :)

Hópur af vinum rottaði sig saman og fannst ég tala of mikið á netinu og vinna of lítið í húsinu. Við kláruðum semsagt að timburklæða grindina í dag, takk fyrir hjálpina strákar!


Verið að máta og kítta
Image

Timburklæðning komin í allt nema framgafl... ég gleymdi að taka mynd af fulltimbruðu húsi, sorry.
Image

meira síðar....

User avatar

jeepson
Innlegg: 3167
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá jeepson » 20.mar 2011, 22:23

Þetta er nú að verða þræl huggulegt hjá þér :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN


birgthor
Innlegg: 593
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir Þór Guðbrandsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá birgthor » 21.mar 2011, 18:35

Hvað er kostnaðurinn kominn í??
Kveðja, Birgir Þór

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2465
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá hobo » 21.mar 2011, 18:41

Hvað verður hátt til lofts?


Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur