Project "Háfjallahjólhýsi"


btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá btg » 14.júl 2012, 01:14

Tók eftir því að þessi var ekki með neitt skráninganúmer. Hvernig er gangurinn með það hjá þér Polarbear?
juddi
Innlegg: 1208
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá juddi » 14.júl 2012, 14:18

Hefði ekki verið gæfulegast að skrá þetta meðan þetta var bara flatvagn ?
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 14.júl 2012, 14:59

juddi, ef maður ætlar að fara eftir lögum og vera pottþéttur með að fá þetta bæði tryggt fyrir sanngjarna upphæð og actually fá eitthvað útúr tryggingunum ef eitthvað skeður..... þá er bara ein leið til að gera þetta.

ég er búinn að hugsa þetta fram og til baka og ætla bara að fara löglegu leiðina í þetta sinn. Sjá svo hversu sanngjörn (eða ekki) hún er... það er svona æskilegast í samfélagi eins og okkar að sem flestir fari eftir lögum og reglum :)


juddi
Innlegg: 1208
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá juddi » 14.júl 2012, 23:19

Getur varla verið ólöglegt að byggja yfir löglega kerru með skráningu
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 14.júl 2012, 23:23

það stendur í lögunum að allir ferðavagnar skuli vera skráðir og skoðaðir, hvort sem þeir eru með bremsur eður ei. Ef maður er með gasbúnað þarf að taka hann út sérstaklega o.s.frv.

það er víst liðin tíð að kerruskráning og kerruskráning sé það sama...

mig minnir að skilgreiningin á ferðavagni vs. kerru sé að í ferðavagni er aðstaða til að hafast við í, s.s. svefn og/eða íveruaðstaða ekki ætluð til flutnings á varningi.


helgis
Innlegg: 104
Skráður: 03.mar 2010, 10:48
Fullt nafn: Helgi Sigurðsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá helgis » 14.júl 2012, 23:44

Ef kerran er eins og pallbíll og húsið eins og nokkurskonar camper. Ekki getur það talis ólöglegt. Svo eru margir flutningabílar þannig útfærðir að vörukassarnir eru festir með gámalásum, vegna gjaldflokka, er víst mun ódýrara og eru aldrei teknir af.
Kv. Helgi

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 14.júl 2012, 23:54

þetta er áhugaverður punktur... ef hægt er að taka kassann af á fljótlegan hátt, ætli það sé nóg? verst að það er nánast vonlaust að fá svör við svona spurningum. einn segir eitt meðan annar segir eitthvað allt annað, allavega er það mín reynsla meðan ég hef verið að reyna að leita mér að upplýsingum um hvernig ég á að skrá þetta hús og bera mig að því að gera þetta löglega. þetta er frumskógur sem enginn virðist rata almennilega um, ekki einusinni umferðarstofa eða skoðunarstöðvarnar.

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 30.aug 2012, 23:18

jæja. fullt búið að gerast....

Flasningar (ál-vinklar) límdir á hornin til að fela samskeyti
2012-08-25 17.33.04.jpg
flasningar á horn


Búið að glerja kvikindið :)
2012-08-30 21.10.56.jpg
gluggar komnir íooooog setja topplúgu!
2012-08-30 21.11.38.jpg
þaklúgaDýrið er orðið fokhelt! hell yes.... styttist í fyrstu útileguna :)


btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá btg » 31.aug 2012, 20:09

Allt að gerast, það styttist í innflutningspartý þarna :-)

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 09.sep 2012, 20:31

Brettakantar límdir á húsið :) þetta gengur sæmilega hjá mér þessa dagana....

2012-09-09 16.58.46.jpg
brettakantar

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 13.sep 2012, 11:42

Húsið er tilbúið í fyrstu ferð :)

loksins..... það er ekki 100% tilbúið að utan, en svona því sem næst. Nóg til þess að það verður útilega um helgina :) Skelli hérna inn einni mynd sem sýnir svona c.a. loka-lookkið á húsinu eins og það verður notað í bili.... vantar gúmmíkant á hurð, annað er búið.

2012-09-10 18.22.13.jpg
hjólhýsið reddí


AriS
Innlegg: 31
Skráður: 11.aug 2012, 16:31
Fullt nafn: Ari Sigurðarson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá AriS » 20.sep 2012, 17:28

Þetta er alveg grjóthart hjólhýsi :)

Ég er mjög forvitin að vita hvað það er þungt, ertu eitthvað búinn að vigta það?

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 20.sep 2012, 17:35

heyrðu já.. vigtaði það fyrir fyrstu útilegu.

tómt (og ekki aftaní bílnum) vigtaði það 950 kg. Ætli það verði ekki 1050 kg með innréttingum, rafgeymi og gasi....

2012-09-14 17.41.29.jpg
húsið vigtað


gaman að þessu :)


AriS
Innlegg: 31
Skráður: 11.aug 2012, 16:31
Fullt nafn: Ari Sigurðarson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá AriS » 20.sep 2012, 17:50

Jahérna, ég er alveg steinhissa á að það sé ekki þyngra, enn þetta er bara flott þyngd.


btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá btg » 24.sep 2012, 00:15

Búinn að fara fyrstu ferð? Ef svo, hvernig var? :-)

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá elliofur » 24.sep 2012, 08:30

Ertu með vökvabremsur?

User avatar

jeepson
Innlegg: 3167
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá jeepson » 24.sep 2012, 10:13

Snilld :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 24.sep 2012, 10:45

Búinn að fara fyrstu ferð já. Keyrði húsið austur fyrir fjall í ausandi rigningu og roki og það var bara draumur. lekur ekkert og fínt að draga það. Algjör eðall að sofa í þessu. mjög stöðugt eftir að maður setur lappirnar niður og hlýtt.

ég er með vökvabremsur já.... en það á eftir að stilla þær eitthvað því húsið bremsar rammskakkt ennþá :) þarf að laga það fyrir næsta sumar hið minnsta.

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá elliofur » 24.sep 2012, 13:43

Polarbear wrote:Búinn að fara fyrstu ferð já. Keyrði húsið austur fyrir fjall í ausandi rigningu og roki og það var bara draumur. lekur ekkert og fínt að draga það. Algjör eðall að sofa í þessu. mjög stöðugt eftir að maður setur lappirnar niður og hlýtt.

ég er með vökvabremsur já.... en það á eftir að stilla þær eitthvað því húsið bremsar rammskakkt ennþá :) þarf að laga það fyrir næsta sumar hið minnsta.Frábært :) Innilega til hamingju með þetta Lalli.
Hvar keyptiru vökvabremsudæluna? (beislisjúnitið) Ertu bara með original frambremsubúnaðinn úr krúsernum út við hjól?

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 24.sep 2012, 16:22

Takktakk Elli, þetta var mjög notaleg ferð, frábært að fá að njóta árangurs erfiðisins.... þetta er búið að vera löng fæðing.. vantar bara innréttingar og miðstöð og ljós og rafkerfi og...og...og... hehe :) þú veist hvernig þetta er. Aldrei búið

fékk vökvabremsudæluna í Stál og Stansar

ég er með eldgamlar og flakónýtar súbarúdælur útvið hjól sem enginn veit nákvæmlega úr hverju eru og svona... ætlaði að nota þær því þær eru með innbygðu systemi fyrir handbremsuna, en ég er meira og meira að spá í að henda þeim í sjóinn og reyna að fá mér eitthvað betra.

ég reyndi mikið að fá einhverja til að hjálpa mér að kaupa upptektarkitt og þessháttar í þessar dælur en þar sem ég var ekki með bílnúmer sem þær komu úr var það gersamlega vonlaust. meiraðsegja umboðið vildi ekkert fyrir mig gera (sem er reyndar eðlilegt fyrir IH).

er að spá í að reyna að ná mér í Transporter afturdælur sem mér skillst að séu vökvadælur fyrir diska með handbremsujúniti áföstu.... en ef þú hefur betri hugmynd, endilega skjóttu henni að mér.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá -Hjalti- » 24.sep 2012, 16:36

Mazda 626 88 - 92 afturbremsur til útum allt á og mjög auðvelt að fá uppgerðarsett í þær

Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá elliofur » 24.sep 2012, 16:37

Ég er í vökvabremsuhugleiðingum með bílakerruna hjá mér, ég er með saab 9000 hubba sem eru með diska og handbremsuútbúnaði. Ég á enn sem komið er bara hjólasystemið en á eftir að plana meira :) Ég skal taka mynd af þessu handa þér við tækifæri og senda þér í mailið þitt.


Krúsi
Innlegg: 125
Skráður: 31.jan 2010, 22:57
Fullt nafn: Markús Betúel Jósefsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Krúsi » 30.okt 2012, 01:12

Datt í hug að pósta þessu ef einhverjum langar í "tear drop"

Image


olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá olei » 30.okt 2012, 16:22

Þetta er glæsilegt.
Þú átt skilið alveg helling af Thule fyrir þetta Lárus!

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1057
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá gislisveri » 26.mar 2013, 13:36

Gamli bara kominn í fjölmiðla, vel gert. Var nú ekki hægt að splæsa í plögg fyrir jeppaspjallið sitt?

Hvað er annars að frétta af vagninum?

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 26.mar 2013, 13:59

já takk, þeir eltu mig uppi héðan úr jeppaspjallinu. sá partur af viðtalinu var því miður klipptur út, sem og myndin af mér :) en það var svosem alltí lagi, þetta með myndina allavega.

Hýsið fer inní nýtt húsnæði núna um mánaðamótin og þá hefst lokasmíðin, gera innréttingar og klára ljósabúnað og bremsumál. Svo hefst vonandi skráningarferlið á fullum krafti þar á eftir, það verður gaman að sjá hvernig það fer.... ég plana enn sem komið er að fara með það í sumarfríið í ár. (c.a. 4. árið í röð sem ég plana það)

ég mátaði 38" dekk undir það um daginn og það kemur lygilega vel út...

p.s. ef maður gúglar "háfjallahjólhýsi" þá er jeppaspjallið eina síðan sem poppar upp :)

User avatar

Örn Ingi
Innlegg: 73
Skráður: 15.aug 2010, 02:47
Fullt nafn: Örn Ingi Magnússon
Bíltegund: HJ61

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Örn Ingi » 16.apr 2013, 08:37

Þetta er virkilega flott hjá þér, ég var einmitt að pæla í þessu um daginn eftir að ég horfði á Top Gear USA (sem eru reyndar ekki hátt skrifaðir hjá mér) enn þar voru þeir einmit að þvælast með nauðaómerkileg hjólhýsi, ekki misskilja það svo að ég sé að gera lítið úr þínu síður enn svo heldur átti ég við afhverju í ósköpunum íslendingar fari ekki meira út í eithvað svona einfalt ódýrara (hef reyndar ekki hugmynd um kostnað hjá þér) og eithvað sem að þolir brölt.

Eins af því að við erum nú búnir að fylgja þessu eftir frá upphafi hjá þér væri rosalega flott framtak ef að þú endaðir þennan þráð þegar þar að kemur með því að taka saman kostnað og vinnu frá a til ö öðrum til viðmiðunar

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 28.jún 2013, 12:05

JÆJA! stór áfangi í hjólhýsasmíðum. Kominn með skoðun og húsið löglegt!!

2013-06-28 09.52.09-EDIT.jpg
kominn með skoðun


Varðandi að taka saman kostnað er það ótrúlega breytilegt, eins með tímana sem fara í svona frumsmíði. Ég myndi gera þetta á allt annan hátt í dag verandi með þá reynslu og vitneskju á bakinu sem ég hef eftir þetta ævintýri! :) því er þó hvergi lokið því innivinna er nánast öll eftir, sem og að koma á þetta ýmsum aukabúnaði eins og miðstöð og sólarsellu.

Ég hugsa að ég taki ekkert saman kostnaðinn þannig séð. Hálft í hvoru langar mig ekkert að vita hvað þessi vitleysa er búin að kosta mig í peningum :) ég ætla bara að njóta þess að eiga þetta.

ég mun halda áfram að senda inn myndir eftir því sem ég held áfram að dunda í húsinu... en þið getið allavega átt von á því að sjá mig á ferðinni næstu vikurnar með þetta í eftirdragi :)

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 583
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Óskar - Einfari » 28.jún 2013, 14:33

Glæsilegt! til lukku með þetta. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með þessu og manni hlakkar til að fá að fylgjast með áframhaldinu.

Þetta er klárlega einn að skemmtilegri þráðunum hérna finnst mér :)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá nobrks » 28.jún 2013, 17:41

Hamingjuóskir með númeraplötuna!

Eftir alla þessa sögu og pælingar, þá held ég að margir séu forvitnir hvað þú þurftir að greiða í aðfinnslugjöld??

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 28.jún 2013, 18:04

takk fyrir :) þetta er búið að vera mjög gaman, en jafnframt reynt allverulega á athyglisbrestinn minn því yfirleitt lýk ég ekki við verkefni ef þau taka mikið lengri tíma en korter.

það kom í ljós eftir allt saman að þegar maður gerir upp gamalt hjólhýsi sem hefur skemmst, þá þarf ekki að borga aðvinnslugjöld, heldur bara fara í breytingarskoðun :) svipað og með breytingar á jeppum og þessháttar. Hefði ég ekki stytt það aðeins og skipt um dekkjastærð hefði ég geta farið í venjulega aðalskoðun!

þannig er nú það....

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 03.júl 2013, 10:57

rafgeymakassi og gaskútageymsla sett á beislið, nú er maður kominn í pjatthlutann :) þarna verður grillið og fleira stöff geymt.. styttist í að maður fari að huga að innréttingum!!

2013-06-30 20.27.08.jpg
geymslukassar

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá HaffiTopp » 03.júl 2013, 11:08

Glæsilegt, til hamingju með þetta.
Þú hefur ekki viljað hafa það aðeins lægra að framanverðu? Sem sagt til að það tæki á sig aðeins minni vind :D Það er varla þörf á svona mikilli lofthæð í öllu húsinu eða hvað?

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 03.júl 2013, 14:49

kassalaga form er bara auðveldasta smíðin... ég hugsaði með mér að setja bara á það hestakerrunef (fiberglass trjónu) ef þetta pirrar mig eitthvað. vissulega er það ekki beint straumlínulaga eins og er.

en það er allavega ekki á dagskrá næstu vikurnar :)

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá elliofur » 03.júl 2013, 17:11

Þetta er mjög flott hjá þér Lalli. Innilega til hamingju, vonandi reynist þetta vel eftir alla þessa vinnutíma og þúsundkalla :)

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 11.júl 2013, 12:30

takktakk, já maður getur bara vonað. ég veit nú þegar að ég þarf að smíða hjólabúnaðinn uppá nýtt. þetta er ekki nógu sterkt hjá mér og ég þarf að nota öflugri loftpúða. ég nenni því þó ekki fyrir þetta sumar, svo vagninn verður notaður eins og hann er í sumar, maður fer bara varlega :) svo verður alveg nýtt hjólasýstem/beislisjúnit smíðað í vetur með stærri púðum og meira fjöðrunarsviði. eins verða innréttingar vonandi smíðaðar í vetur :) svona er víst aldrei búið :)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Stebbi » 11.júl 2013, 22:25

Gott að sjá að þú ert með rétta merkið á kassanum, þú átt eftir að fara langt í því einu saman.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 03.aug 2013, 22:39

Fyrsta alvöru útilegan afstaðin og kofinn stóð sig með prýði! dró kvikindið 1000 km og ekkert kom uppá. En það tekur alveg í :) er c.a. með 20L/100km með þetta aftaní á 35" 80 krúser... þetta er hlýtt og gott og klettstöðugt! Extra prik fyrir þá sem geta sér rétt til um á hvaða tjaldsvæði ég er staddur á þessari mynd:

Heiðarás í fyrsta ferðalaginu.JPG

User avatar

Geiri
Innlegg: 127
Skráður: 01.feb 2010, 23:03
Fullt nafn: Sigurgeir Valgeirsson
Bíltegund: Trooper 35"

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Geiri » 03.aug 2013, 23:00

Þetta er tekið á tjaldsvæðinu við hótel Bjarkalund ef mér skjátlast ekki.

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Project "Háfjallahjólhýsi"

Postfrá Polarbear » 03.aug 2013, 23:01

Geiri wrote:Þetta er tekið á tjaldsvæðinu við hótel Bjarkalund ef mér skjátlast ekki.


rokkstig fyrir þig! er þetta svona dead-giveaway? eða ertu heimamaður þarna?


Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur