Hvaða fellihýsi?
Posted: 04.jún 2010, 01:44
frá Birkir
Hvað af þessum ódýrari fellihýsum eru skást með tilliti til gæða og endingar? Er eitthvað af þessu hæft til að draga með sér yfir hálendið?
Re: Hvaða fellihýsi?
Posted: 04.jún 2010, 20:05
frá Habbzen
Þetta er eðaltæki :
http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/flokkur/5510/vara/74005?pid=2 hannað til að fara á grófa vegi, fólk er að fara með þetta allaleið upp á Arnarvatnsheiði ;D
Re: Hvaða fellihýsi?
Posted: 04.jún 2010, 22:51
frá JonHrafn
Habbzen linkar á eina fellihýsið sem er fjöldaframleitt fyrir offroading svo ég viti.
Flest ef ekki öll önnur fellihýsi þola aldrei þvottabrettaskrölt.
Menn hafa verið að breyta undirvögnunum í þessum fellihýsum, allt upp í 4link, loftpúða og stærri dekk. Maður myndi gera það hiklaust ef ætlunin væri að draga þetta eitthvað út fyrir mölina.