Síða 1 af 1
Tear-Drop.
Posted: 11.aug 2012, 16:47
frá AriS
Þar sem hérna virðast vera menn (og konur mögulega) sem hafa gaman af að pæla í ýmsu furðulegum, öðruvísi og skemmtilegum hlutum þá datt mér í hug að afhjúpa dropann hérna sem ég smíðaði mér í vor.
Við erum búinn að ferðast helling með hann í sumar og hann stendur algjörlega undir væntingum, alveg hrikalega þægilegt að ferðast með hann, nota hann og sofa í honum.


Re: Tear-Drop.
Posted: 11.aug 2012, 16:59
frá AriS
Heyrðu já ég á eitthvað af myndum, skal hlaða þeim hingað inn. Enn kostnaðurinn er eiginlega bara sléttur 500þús kall
Re: Tear-Drop.
Posted: 11.aug 2012, 16:59
frá olei
Flottur þessi, hvernig er þetta græjað að innan?
Re: Tear-Drop.
Posted: 11.aug 2012, 17:07
frá AriS
Re: Tear-Drop.
Posted: 11.aug 2012, 19:01
frá Polarbear
sérstaklega snyrtilegur dropi á ferðinni þarna hjá þér. mjög flottur. svona teardrop var kveikjan að hjólhýsaruglinu sem ég er að smíða. Ég varð þó hrifnari af offroad-Versioninni sem þeir eru mikið með í Ástralíu, enda ferðast ég línuvegi og fjallaskörð ef ég mögulega get.
endilega sendu inn myndir innanúr þessu hjá þér, og aftur til hamingju með fallegan dropa, þetta er listasmíði greinilega.
Re: Tear-Drop.
Posted: 11.aug 2012, 19:22
frá Ofsi
Krúttlegt, eisog konan mín sagði. Ég segi helvíti flott hjá þér. Væri spennandi að fá að sjá myndir að innan :-)
Re: Tear-Drop.
Posted: 11.aug 2012, 21:56
frá RúnarA
Til hamingju með gripinn, flott framtak.
Ég hef lengi verið að pæla í að smíða einhvers konar "mini hjólhýsi".
Langar að vita hvernig þú meðhöndlaðir krossviðinn að utan og hvernig gekk skráningarferlið?
Kv. Rúnar
Re: Tear-Drop.
Posted: 12.aug 2012, 13:03
frá AriS
Polarbear wrote:sérstaklega snyrtilegur dropi á ferðinni þarna hjá þér. mjög flottur. svona teardrop var kveikjan að hjólhýsaruglinu sem ég er að smíða. Ég varð þó hrifnari af offroad-Versioninni sem þeir eru mikið með í Ástralíu, enda ferðast ég línuvegi og fjallaskörð ef ég mögulega get.
endilega sendu inn myndir innanúr þessu hjá þér, og aftur til hamingju með fallegan dropa, þetta er listasmíði greinilega.
Já er einmitt búinn að skoða myndir af hjólhýsa smíðinni þinni og hún er helvíti verkleg.
Þetta er náttúrulega ekki fjalla vagn, enn það er nú samt hægt að fara drjúgt með hann og lítið mál að setja stærri dekk undir ef út í það er farið. Það var einmitt hugmyndin að hluta til, að geta farið með hann að einhverju leyti út fyrir malbikið.
Re: Tear-Drop.
Posted: 12.aug 2012, 13:15
frá AriS
RúnarA wrote:Til hamingju með gripinn, flott framtak.
Ég hef lengi verið að pæla í að smíða einhvers konar "mini hjólhýsi".
Langar að vita hvernig þú meðhöndlaðir krossviðinn að utan og hvernig gekk skráningarferlið?
Kv. Rúnar
já ég er einmitt búinn að rekast á marga sem eru búnir að vera mörg ár á leiðinni að smíða sér lítinn vagn, ég segi bara látið vaða :) Það tók ekki nema slétta tvo mánuði frá því að það var byrjað á þessum og þangað til að hann var tilbúinn, og auðvitað bara unnið í honum á kvöldin eftir vinnu og ca 6 helgar. Einna mestur tími fór í það að smíða brettin, topplúguna, gluggann og hurðina, ef að maður hefði keypt þessa hluti tilbúna (að hurðinni undanskilinni sem maður þarf alltaf að smíða eftir hentugleika hverju sinni) þá hefði verkferlið tekur miklu styttri tíma.
Krossviðinn grunnaði ég bara með fylligrunni eins og maður setur á bíla fyrir sprautun, hann er fokdýr svo ég hugsa að maður færi mögulega bara í einhvern húsagrunn í næsta vagn sem maður smíðar, og svo lakkaði ég bara yfir með hvítu lakki, ansi margar umferðir reyndar, held að þær hafi verið 5 :)
ég hef ekki enn skráð hann, þar sem skráningarlögin fyrir svona léttan vagn eru ansi loðin, ég ætla bara að sjá til í rólegheitum hvað ég geri í þeim efnum og sjá hvort ég verði ekki bara látinn í friði af löggunni, það kostar helling að skrá hann, slatta í tryggingar og eitthvað í sjálfsábyrgð ef eitthvað gerist svo ég held að niðurstaðan sé alltaf sú að það er bara betra að taka það tjón á sig ef maður lendir í slíku, enn auðvitað heldur maður alltaf að það gerist ekkert fyrir hann hehe.
Re: Tear-Drop.
Posted: 12.aug 2012, 14:10
frá Polarbear
AriS wrote:Polarbear wrote:sérstaklega snyrtilegur dropi á ferðinni þarna hjá þér. mjög flottur. svona teardrop var kveikjan að hjólhýsaruglinu sem ég er að smíða. Ég varð þó hrifnari af offroad-Versioninni sem þeir eru mikið með í Ástralíu, enda ferðast ég línuvegi og fjallaskörð ef ég mögulega get.
endilega sendu inn myndir innanúr þessu hjá þér, og aftur til hamingju með fallegan dropa, þetta er listasmíði greinilega.
Já er einmitt búinn að skoða myndir af hjólhýsa smíðinni þinni og hún er helvíti verkleg.
Þetta er náttúrulega ekki fjalla vagn, enn það er nú samt hægt að fara drjúgt með hann og lítið mál að setja stærri dekk undir ef út í það er farið. Það var einmitt hugmyndin að hluta til, að geta farið með hann að einhverju leyti út fyrir malbikið.
já það er gaman að þessu rugli :)
það er þrennt sem ég er forvitinn um fyrir utan innviðina hjá þér....
eru gluggarnir opnanlegir? eða hvernig er það annars með gegnum-loftun þegar sofið er í þessu hjá þér? ég get ímyndað mér að svona lítið rými sé fljótt að verða súrefnissnautt ef engin er öndunin...
ertu með einhverja miðstöð og ef ekki, er planið að setja hana í síðar? Eða er þetta alveg nógu hlýtt án þess að vera með miðstöð? þú hefur kanski ekki náð að sofa í þessu yfir kalda sumarnótt ennþá :) enda sumarið búið að vera fjári gott.
gætirðu sent myndir af fjöðrunarkerfinu sem er undir þessu hjá þér?
Re: Tear-Drop.
Posted: 12.aug 2012, 14:29
frá Izan
Sælir
Ég ætla engann að móðga en ef ég myndi sjá svona hús á tjaldsvæði myndi ég horfa eftir því hvort Mikki Mús myndi stíga út úr því. Það er eitthvað við þetta lag og litina sem minnir á þættina Músahús Mikka.
Kv Jón Garðar
Re: Tear-Drop.
Posted: 12.aug 2012, 14:42
frá AriS
Polarbear wrote:AriS wrote:Polarbear wrote:sérstaklega snyrtilegur dropi á ferðinni þarna hjá þér. mjög flottur. svona teardrop var kveikjan að hjólhýsaruglinu sem ég er að smíða. Ég varð þó hrifnari af offroad-Versioninni sem þeir eru mikið með í Ástralíu, enda ferðast ég línuvegi og fjallaskörð ef ég mögulega get.
endilega sendu inn myndir innanúr þessu hjá þér, og aftur til hamingju með fallegan dropa, þetta er listasmíði greinilega.
Já er einmitt búinn að skoða myndir af hjólhýsa smíðinni þinni og hún er helvíti verkleg.
Þetta er náttúrulega ekki fjalla vagn, enn það er nú samt hægt að fara drjúgt með hann og lítið mál að setja stærri dekk undir ef út í það er farið. Það var einmitt hugmyndin að hluta til, að geta farið með hann að einhverju leyti út fyrir malbikið.
já það er gaman að þessu rugli :)
það er þrennt sem ég er forvitinn um fyrir utan innviðina hjá þér....
eru gluggarnir opnanlegir? eða hvernig er það annars með gegnum-loftun þegar sofið er í þessu hjá þér? ég get ímyndað mér að svona lítið rými sé fljótt að verða súrefnissnautt ef engin er öndunin...
Glugginn á bílstjórahliðinni er opnanlegur og þaklúgan líka, og við höfum alltaf gluggan vel opinn á nóttunni.ertu með einhverja miðstöð og ef ekki, er planið að setja hana í síðar? Eða er þetta alveg nógu hlýtt án þess að vera með miðstöð? þú hefur kanski ekki náð að sofa í þessu yfir kalda sumarnótt ennþá :) enda sumarið búið að vera fjári gott.
Já besiklí þá er sumarið búið að vera svo gott að það hefur ekki þurft að hita neitt, og maður virðist hita það mikið upp með eigin líkamshita að ég er oft búinn að sparka af mér sænginni á nóttunni þrátt fyrir að vera með opinn glugga. Planið var einmitt bara að sjá til hvort og hversu mikla upphitun maður þyrfti og það kemur kannski betur í ljós núna í ágústmánuði, enn ég hef alltaf haft með mér bæði lítið olíufyllt hitaelement og hitablásara enn aldrei þurft að kveikja á þessu.gætirðu sent myndir af fjöðrunarkerfinu sem er undir þessu hjá þér?
Já ég þarf einmitt að taka myndir af undirvagninum enn þetta er eins einfalt og hugsast getur, er eingöngu með hann á fjöðrum sem ég keypti í stál og stönsum, ætla að prófa að taka eitt blað úr þeim við tækifæri og sjá hvort hann verði ekki aðeins betri á grófum malarvegi, enn ég hef svo lítið ferðast á slíkum vegum enn sem komið er að ég á eftir að finna eitthvað út úr þessu, enn hann skoppar of mikið á þeim eins og er.
Re: Tear-Drop.
Posted: 30.aug 2012, 21:47
frá AriS
Setti myndir að innan í póst hér að ofan.
Re: Tear-Drop.
Posted: 30.aug 2012, 22:08
frá nobrks
Virkilega flott verkefni!
Hvurslags frágangs lista notaðir þú á samskeyti veggja og þaks?
Re: Tear-Drop.
Posted: 30.aug 2012, 23:03
frá Polarbear
þetta er bara alveg massaflott :) maður skammast sín eiginlega með sína hrákasmíði við hliðina á svona flottheitum....
Re: Tear-Drop.
Posted: 31.aug 2012, 08:30
frá Arsaell
Vá... þetta er geðveikt flott. Handbragðið á þessu er alveg til fyrirmyndar.
Re: Tear-Drop.
Posted: 31.aug 2012, 10:16
frá Óskar - Einfari
Meiriháttar flott og snyrtilegur frágangur á öllu.... til hamingju með þetta :)
Re: Tear-Drop.
Posted: 31.aug 2012, 16:30
frá Járni
Er þetta ekki næsta skref?

Re: Tear-Drop.
Posted: 31.aug 2012, 20:14
frá btg
Vel gert, til hamingju með þetta project. Lítur rosa vel út og vandað er það.
Re: Tear-Drop.
Posted: 31.aug 2012, 20:52
frá Hilmar Örn
Flottur vagn hjá þér og virkilega spennandi verkefni að smíða svona sjálfur.
Ég er með nokkrar spurningar sem mig langar að spyrja í sambandi við vagninn.
Áttu nokkuð mynd innan úr honum með borðið uppi og þegar búið er að breytta rúminu í bekki.
Hver eru innanmálin á vagninum.
Hvað er hann þungur og hvað myndurðu gera öðruvísi ef þú værir að fara að smíða annan vagn í dag.
kv Hilmar
Re: Tear-Drop.
Posted: 01.sep 2012, 11:57
frá AriS
Takk allir saman, gaman að heyra þessar umsagnir frá fólki.
Hilmar:
Nei á því miður ekki mynd af honum með borðið uppi. Hef satt best að segja aldrei notað hann svoleiðis í sumar þar sem það er búið að vera svo gott veður að maður hefur alltaf bara borðað úti.
Innanmálin á honum eru, 141cm á breidd,ca 260cm á lengd og 115cm á hæð og hann er ca 450kg tómur og er rúmlega 600kg fulllestaður.
Ef að ég myndi smíða annan vagn sem ég ætla pottþétt að gera þá er nú kannski ekki margt sem ég ætla að gera öðruvísu enn til þess að spara tíma við smíðavinnu þá myndi ég kaupa tilbúna glugga, topplúgu og bretti, enn það fór alveg gífurlegur auka tímí í að smíða þá hluti úr krossviði, enn fyrir vikið er maður með mun meiri costom vagn. Auðvitað langar manni alltaf að hafa þetta stærra og það sama mun maður segja þó maður smíði næsta vagn stærri, og tilgangurinn er eiginlega farinn ef að maður ætlar að stækka hann að einhverju ráði.
Kveðja Ari.
Re: Tear-Drop.
Posted: 01.sep 2012, 12:36
frá Hilmar Örn
Takk fyrir þetta Ari.
Það er einmitt málið að maður vill hafa svona vagn risa smáan. líttill og nettur að utan en stór og rúmgóður að innan hvernig sem það fer nú saman. Væri kannski sniðugt hafa upphækkanlegan topp á svona vagni til að auka rýmið inni í honum.
kv Hilmar
Re: Tear-Drop.
Posted: 20.sep 2012, 17:53
frá AriS
nobrks wrote:Virkilega flott verkefni!
Hvurslags frágangs lista notaðir þú á samskeyti veggja og þaks?
Þetta eru bara 2mm þykkir állistar sem maður beygir bara utaná.
Re: Tear-Drop.
Posted: 20.sep 2012, 17:55
frá AriS
Járni wrote:Er þetta ekki næsta skref?

Það verður ábyggilega fínt að dunda sér í einhverju svona í ellinni, enn það eru ein 52ár þangað til ég fer á eftirlaun svo ég verð rólegur í bili :)
Re: Tear-Drop.
Posted: 23.sep 2012, 00:02
frá Lindi
AriS wrote:nobrks wrote:Virkilega flott verkefni!
Hvurslags frágangs lista notaðir þú á samskeyti veggja og þaks?
Þetta eru bara 2mm þykkir állistar sem maður beygir bara utaná.
Eru þetta vinkil listar og hvað eru þá málin á þeim og ef svo er var ekkert mál að begja þá svona...?
Re: Tear-Drop.
Posted: 24.sep 2012, 01:37
frá AriS
Lindi wrote:AriS wrote:nobrks wrote:Virkilega flott verkefni!
Hvurslags frágangs lista notaðir þú á samskeyti veggja og þaks?
Þetta eru bara 2mm þykkir állistar sem maður beygir bara utaná.
Eru þetta vinkil listar og hvað eru þá málin á þeim og ef svo er var ekkert mál að begja þá svona...?
Já ég lét s.s. bara beygja þá í vinkil í blikksmiðju, man ekki hvað breiðari hliðin er breið, enn styttri hliðin er 8mm, og ef maður fer ekki upp fyrir þessa 8mm þá er bara hægt að beygja þetta eins og smjör án vandræða.
Re: Tear-Drop.
Posted: 02.feb 2013, 13:24
frá AriS
Ég sé að myndirnar eru dottnar út hérna, enn mig langar að benda mönnum á þessa facebook síðu:
http://www.facebook.com/dropinn.teardrop.3Núna er planið að fara út í það að smíða fleiri svona vagna og selja.
Re: Tear-Drop.
Posted: 02.feb 2013, 13:40
frá btg
Hvernig gekk með skráninguna? Verður þetta skráð og á númerum?
Re: Tear-Drop.
Posted: 02.feb 2013, 14:36
frá Polarbear
alla ferðavagna verður að skrá til að þeir séu löglegir.... hvort sem þeir eru með bremsum eður ei.
Re: Tear-Drop.
Posted: 02.feb 2013, 16:07
frá lecter
hvernig sáið þið þessar lokuðu myndir
Re: Tear-Drop.
Posted: 07.feb 2013, 18:58
frá AriS
Skráningargjaldið mun bætast við verðið á vagninum, enn já ég mæli nú með því að skrá þá, hinsvegar má nú alveg rífast aðeins um það hvað þarf að skrá og hvað ekki. Það stendur vissulega í lögunum að alla ferðavagna þarf að skrá, enn það má nú alltaf kalla svona lítinn "teardrop" trússkerru ef að fólk vill.
Re: Tear-Drop.
Posted: 29.júl 2013, 22:23
frá AriS
Sælir félagar.
Nú er svo komið að plássið í dropanum er farið að þrengja að eftir fæðingu frumburðarins, mér hugnast því helst að fara útí það að setja upphækknalegan topp á vagninn.
Væri gaman að heyra frá einhverjum hér sem hefur eitthvað vit á slíkum framkvæmdum og jafnvel reynslu, ætli þetta sé ekki eitthvað sem maður verður bara að sérsmíða? og eins hvort einhver veit um búðir/verkstæði þar sem mögulegt væri að kaupa hráefni í þessa framkvæmd.
Kveðja Ari.
Re: Tear-Drop.
Posted: 30.júl 2013, 12:35
frá Óskar - Einfari
Væri hægt að setja topptjald á dropann? að vísu væru það aðskild rými sem er náttúrulega óheppilegt þar sem að það þyrfti að sofa í sitthvoru lagi

Hérna er síðan fjöldaframmleidd áströlsk útgáfa, að vísu svakalega stórt en kanski eru einhverjar hugmyndir þarna því að þetta er sumt með svona útfellanlegum svefnrýmum
http://uev.com.au/models
Re: Tear-Drop.
Posted: 31.júl 2013, 12:23
frá steindór
Sæll, langar að forvitnast um hvernig þú gekkst frá þéttingum á opnanlega glugganum, og hvernig löm notar þú ?., er hún vatnsþétt?.
Re: Tear-Drop.
Posted: 31.júl 2013, 22:31
frá AriS
steindór wrote:Sæll, langar að forvitnast um hvernig þú gekkst frá þéttingum á opnanlega glugganum, og hvernig löm notar þú ?., er hún vatnsþétt?.
Sæll, glugginn er bara í falsi og það er gúmmiþétting í falsinu, lamirnar eru fyrir utan þéttinguna eins og þær eru held ég alltaf.