kerrusmíði


Höfundur þráðar
grjetar
Innlegg: 6
Skráður: 24.apr 2011, 14:34
Fullt nafn: Grjetar Andri Ríkarðsson

kerrusmíði

Postfrá grjetar » 19.júl 2012, 22:36

Sæli félagar,
Núna er maður að velta fyrir sér að smíða kerru sem á að henta sjálfum mér sem húsasmið hún á að vera 3 x 1,5 metrar. Hvernig hafa flexitorar verið að virka undir svona? og hvernig stál hefur verið notað í svona smíði? hvað er verið að nota á milli í skjólborðum?
og ef einhver lumar á teikningu af svona kerru sem hann væri til í að láta þá má hann endilega láta mig vita.

með fyrirframm þökk
Grjetar



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: kerrusmíði

Postfrá Polarbear » 20.júl 2012, 00:49

svona stór kerra þarf að vera með bremsum til að burðurinn sé eitthvað vit og þá er betra að vanda til verka :) en það er svosem alveg hægt að smíða hana sem 750 kg og vona að maður verði aldrei stoppaður með alvöru hlass. Ef þú ætlar að flytja á henni einhver alvöru timburhlöss mæli ég með bremsum.

öxul með bremsum er hægt að kaupa hjá stáli og stönsum og víðar en yfirleitt er þetta frekar dýrt. Bremsusýstemið þarf að vera tvöfalt, s.s. hemlakerfi (vökva eða rafmagns) og svo handbremsa/neyðarhemill.

ég myndi segja að það sé mjög vel sloppið að smíða svona bremsaða kerru með þeim íhlutum sem þarf fyrir svona algert lágmark 350 þúsund kall í efni.

ríkið tekur líka sitt ef þú þarft að skrá hana, þú þarft að skila inn aðvinnsluskýrslu og borga aðvinnslugjöld til að fá hana skráða.

eitt trikk sem gott er að hafa í huga er að smíða botninn með heila krossviðsplötu í huga og hafa skjólborðin utaná henni, það er 1.55x3.05 minnir mig í innanmál. þá er hægt að setja auðveldlega í hana plötubúnt ef maður þarf.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: kerrusmíði

Postfrá ivar » 20.júl 2012, 07:39

Tek undir með Lárusi. Smíðaðu þannig að botninn sé úr heilli plötu. Það auðveldar ýmislegt.
Varðandi kostnað þá er alltaf hægt að fara ódýrar leiðir en ég myndi ekki spara of mikið við mig í efnisvali. Það kemur niður á þér eh staðar.
Síðan í sambandi við þyngdina þá færi ég í 750kg (með eða án bremsa) og léti það vera að skrá hana. Kostar örugglega meira að fara í gegnum allt það ferli frekar en að borga sekt hugsanlega mögulega af og til.


Magnús Þór
Innlegg: 121
Skráður: 24.apr 2010, 15:13
Fullt nafn: Magnús Þór Árnason

Re: kerrusmíði

Postfrá Magnús Þór » 24.júl 2012, 08:25

auk þess er hrikalegt vesen að skrá svona kerru og pappírsvinnu kostnaðurinn mikill.
veit um dæmi þar sem maður lét smíða fyrir sig 2 hásinga kerru úr þykkum prófílum til að bera mini gröfu, svo átti að fara að skrá þetta og það var ekkert nema vesen og þegar að upp var staðið var það töluvert dýrara en að fá tilbúna kerru.


Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir