Síða 1 af 1

Kerruljós - með hverju mæla jeppamenn?

Posted: 02.jún 2012, 13:23
frá olei
Ljósin á kerrunni hjá gamla eru í steik aldrei þessu vant. Þau eru þeirrar náttúru að vera alltaf full af drullu og ýmist eru perurnar ónýtar eða þá að ekki logar á þeim vegna sambandsleysis.

Mér dettur í hug að setja díóðuljós á kerruna, hafa jeppamenn reynslu af svoleiðis búnaði? Ef svo, hvar fást svoleiðis ljós á skikkanlegu verði?

Re: Kerruljós - með hverju mæla jeppamenn?

Posted: 02.jún 2012, 13:48
frá Gulli J
Ég var alltaf í basli með ljós á bátakerru hjá mér, fékk mér díóðuljós og málið leyst, sá sem seldi mér þau er farinn á hausinn en ég myndi byrja á að athuga hjá Et Verslun, þeir hafa verið lang lægstir í verðum á ljósum og selja mikið af þeim.

Re: Kerruljós - með hverju mæla jeppamenn?

Posted: 02.jún 2012, 15:57
frá Sævar Örn
Fá bara alvöru trukkaafturljós og kítta allar samsetningar og bera dielectric compound eða koppafeiti á allar samtengingar og perustæði og þá er þetta til friðs

Re: Kerruljós - með hverju mæla jeppamenn?

Posted: 02.jún 2012, 17:44
frá olei
Gulli J wrote:Ég var alltaf í basli með ljós á bátakerru hjá mér, fékk mér díóðuljós og málið leyst, sá sem seldi mér þau er farinn á hausinn en ég myndi byrja á að athuga hjá Et Verslun, þeir hafa verið lang lægstir í verðum á ljósum og selja mikið af þeim.

Takk fyrir ábendinguna, ég þarf að bjalla í E.T eftir helgi.

Re: Kerruljós - með hverju mæla jeppamenn?

Posted: 02.jún 2012, 17:58
frá olei
Sævar Örn wrote:Fá bara alvöru trukkaafturljós og kítta allar samsetningar og bera dielectric compound eða koppafeiti á allar samtengingar og perustæði og þá er þetta til friðs

Ertu með einhverja tiltekna gerð í huga?

Ljósin á þessari kerru eru ferningar 10,5x10,5 cm innfelld í ramma. Ég hefði helst viljað sleppa við að breyta því og fá svipaða stærð.

Re: Kerruljós - með hverju mæla jeppamenn?

Posted: 02.jún 2012, 18:31
frá Gísli Þór
ljósboginn er með ódýr díóðu afturljós vantar reyndar þokuljósið en það er til stakt
kv GÞÞ

Re: Kerruljós - með hverju mæla jeppamenn?

Posted: 02.jún 2012, 22:49
frá olei
Gísli Þór wrote:ljósboginn er með ódýr díóðu afturljós vantar reyndar þokuljósið en það er til stakt
kv GÞÞ

Takk, ég tékka á ljósboganum.
Stórverslun athafnamannsins (ebay) er með svona ljós fyrir um 10 þús sýnist mér.

Hvernig er það annars, er einhver krafa um þokuljós á léttri óskráðri jeppakerru?

Re: Kerruljós - með hverju mæla jeppamenn?

Posted: 03.jún 2012, 19:19
frá hlífar
Ég á til díóðukerruljós fyrir þig með 9metra kapli og tengli.Held þú þurfir ekki þokuljós fyrir óskráða kerru en á það líka til.

S:867-5170