Jeppakerra


Höfundur þráðar
trooper
Innlegg: 114
Skráður: 29.mar 2010, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Steinþórsson

Jeppakerra

Postfrá trooper » 03.maí 2010, 17:12

Sælir félagar.
Nú er mér vandi á höndum. Búinn að smíða nokkuð stóra jeppakerru sem er 3x1.5 m með göflum sem hægt er að leggja fram og aftur.. Vandi minn er mikill því svona gripur ætti nú að geta tekið svolítið af möl og sandi, en...
Undir kerrunni eru hjólnöf undan Mazda pallbíl með tvöföldum legum held ég og rör á milli 4 tommu sem er þrusu gott. Fjaðrir eru undan Hilux doubulcab bíl og hengdi ég þær undir hásinguna til að hafa kerruna lægri og jafnari aftaní sem flestum bílum. En þá er vandinn sá að fjöðrunarsviðið er ekki nema ca 10 cm og kvekendið leggst strax á rörið þegar byrjað er að lesta´na... Hafi þið einhver góð ráð fyrir mig með þetta, vill helst ekki setja fjaðrirnar uppfyrir hásinguna nema þá það sé eina ráðið eða vitð í þessu.. endilega komiði með hugmyndir ef þið hafið þær, þær er allar vel þegnar..

kv. Hjalti Steinþórsson


Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Jeppakerra

Postfrá Stjáni » 03.maí 2010, 17:21

Er ekki bara málið að henda undir hana hagstæðum loftpúðum með fjöðrunum sem þú getur pumpað upp þegar þú setur svona þungt í hana, var með kerru sem var þannig útbúin og var bara mjög gott.
Svo voru bara kranar á slöngunum framá beysli til að hleypa úr og pumpa í þá og var ég bara með ódýrustu gerð af rafmagnsdælu með mér.

kv. Kristján

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Jeppakerra

Postfrá Stebbi » 03.maí 2010, 17:50

Eða fá sér burðarmeiri fjaðrir, þetta hilux dót ber ekki rassgat á miðað við hvað þær eru hastar í bíl. Svo eiga þær það til að brotna þegar enginn á von á því.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
trooper
Innlegg: 114
Skráður: 29.mar 2010, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Steinþórsson

Re: Jeppakerra

Postfrá trooper » 03.maí 2010, 17:58

Sælir.
lýst vel á hvað maður er fljótur að fá svör hérna.. ;)
Heyrðu já leyst vel á þetta með loftpúðana þangað til ég rakst inn á spjallið um loftpúða undir fellihýsi og þar voru þeir sagðir kosta stykkið 30 þúsund + ..
Þekki ekki hvernig það er með þessar fjaðrir Stebbi hvort það sé standard bil milli augnanna eða gatanna eða hvað það er kallað á þessum fjöðrum þekkiði það?? man ekki hvað það var í hilux dótinu sko, en ég var hissa hvað þetta bar ekki neitt áður en hún settist..

kv. Hjalti
Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Jeppakerra

Postfrá HaffiTopp » 03.maí 2010, 18:53

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 19.jún 2014, 23:49, breytt 2 sinnum samtals.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Jeppakerra

Postfrá jeepcj7 » 03.maí 2010, 20:08

Settu bara gorma á milli með fjöðrunum bara eitthvað fólksbíladót alveg hræbillegt og svínvirkar.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
trooper
Innlegg: 114
Skráður: 29.mar 2010, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Steinþórsson

Re: Jeppakerra

Postfrá trooper » 03.maí 2010, 20:19

Hæ og takk fyrir svörin strákar.. Einhvernveginn sínist mér skárst fyrir mig að bæta við gormum.. Það eina sem ég er smeimur við að þetta eru ekki nema 10-12 cm þarna á milli svo spurning hvort einhverjir gormar komist þar?? eru þeir ekki lengri?? spyr sá sem hefur ekki hugmynd?

kv. Hjalti
Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Jeppakerra

Postfrá Einar » 03.maí 2010, 21:00

Hentu bara rörinu undir fjaðrirnar þar sem það á að vera, hvað gerir til þó að hún standi svolítið upp endann aftan í lágum bílum þegar hún er tóm. Síðan er möguleiki að láta beislið halla svolítið niður að framan ef það fer í taugarnar á þér að hún halli fram.
Hins vegar er það lítið mál þó að hún leggist á púðana þegar hún er hlaðin, þá verður hún bara stöðugri. Mín kerra er með frekar mjúkum fjöðrum og legst fljótt niður ef hún er hlaðin vel ég hef aldrei orðið var við að það skapaði einhver vandamál. Það sem hins vegar fæst út úr þessu er að með létt (og viðkvæmara) hlass er hún lungnamjúk og fer vel með það sem er í henni. Möl og sandur skemmast hins vegar ekki þó hún sé höst.


Höfundur þráðar
trooper
Innlegg: 114
Skráður: 29.mar 2010, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Steinþórsson

Re: Jeppakerra

Postfrá trooper » 03.maí 2010, 21:51

Sæll Einar, takk fyrir svarið.. það eina sem ég hef áhyggjur af með að hún leggist saman svona strax er það að ég er skíthræddur við að lenda í hossu ef hún liggur saman,upp á að þá fjaðrar hún í sundur og skellur svo saman aftur.. kannski er það allt í lagi bara en rétt er það að hún er alveg lungamjúk tóm og með léttu og litlu hlassi eins maður flytur nú yfirleitt á þessum kerrum. Sjaldan þungaflutningur.. ;)

kv. Hjalti
Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Jeppakerra

Postfrá Stjáni » 04.maí 2010, 00:07

getur líka verslað bara 1600kg fjaðrir hjá stál og stönsum fyrir ca. 20 þús. kall settið og þær eru frekar stuttar og ættir ekki endilega að þurfa neina dempara með þeim... við höfum verið að nota þær í hestakerrurnar


HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Re: Jeppakerra

Postfrá HHafdal » 04.maí 2010, 00:30

ég var akkúrat í sömu vandræðum með mína kerru sem er með Landroverfjöðrum og var að bæta við hjá mér gormum sem ég fékk í bílabúð Benna þeir eru með gorma á útsölu gamlan lager ég fékk undan Eskort og kostaði parið heilar 3500kr þeir voru reyndar fulllangir en ég setti þá bara á fjöðrina framan við rörið og virðist þetta funkera fínt er reyndar ekki farinn að nota hana neitt en hef bara tröllatrú á svona skítamixi.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Jeppakerra

Postfrá Einar » 04.maí 2010, 07:57

Stjáni wrote:getur líka verslað bara 1600kg fjaðrir hjá stál og stönsum fyrir ca. 20 þús. kall settið og þær eru frekar stuttar og ættir ekki endilega að þurfa neina dempara með þeim... við höfum verið að nota þær í hestakerrurnar

Það er betra að hafa fjaðrir undir kerru langar sérstaklega á langri kerru, þá lestast hún betur þ.e. þá skiptir minna máli hvar á kerrunni hlassið er upp á hvort hún verður fram eða aftur þung.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Jeppakerra

Postfrá HaffiTopp » 04.maí 2010, 12:13

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 19.jún 2014, 23:50, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
trooper
Innlegg: 114
Skráður: 29.mar 2010, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Steinþórsson

Re: Jeppakerra

Postfrá trooper » 04.maí 2010, 12:41

Sælir ég skal reyna að festa kvekendið á mynd og skjóta hér inn.. var einmitt búinn að spá hvort mætti gera gormasæti aftan við hásingu öðru megin og framanvið hásingu hinu megin til að getð sett gorm undir sem er kannski 20 cm langur.. líklegra að þeir finnist en 12 cm langir er það ekki??

kv. Hjalti
Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur


Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir