ákvað að selja gamla Cherokee og fá mér aðeins sumarvænna leiktæki. Næsta vetur verður svo farið í að versla annan jeppa.
Þetta er semsagt Yamaha FZ6 götuhjól, árgerð 2005. Gripurinn ekinn 21000km.
Fyrri eigandi var eitthvað lítið búin að nota það síðustu 2 árin og lítur hjólið nánast því út fyrir að vera nýtt. Ég ætla þó aðeins að eiga við það og fyrsta skrefið verður að láta sprauta tankinn matt svartann. Eftir það langar mig mögulega að fá mér svona gler á það til að eiga fyrir lengri ferðir:

Hérna er hjólið nýkomið heim.

